þriðjudagur, júní 21, 2005

Illugaskotta hefur skömm á því að ekki sé hægt að sækja um starf sem sendiherra. Heldur er þessu starfi úthlutað til einhverra og all flestir eru þessir einhverjir karlar. Ósanngjarnt og undarlegt allt saman. Ef staðan væri auglýst má segja að alls kyns hæfileikaríkt fólk myndi sækja um.

Þreyttir stjórnmálamenn,, stjórnmálamenn sem ekki er þörf fyrir lengur hér á klakanum, hátt settir embættismenn innan ríkisins og fleiri sem tengjast einhvern veginn inn í í stjórnkerfið fá þessi störf. FÁRANLEGT...og þessu ætti að útrýma úr stjórnsýlunni.

Nú ætla ég að hætta að skammast, það er líka leiðinlegt. Nú ætlar Illugaskotta að vera kát, því hún er að fara í ferðalag á fjöll og líka að fara heim til sín. Kuldinn er ægilegur hér á norðurlandinu, gróðurinn hefur haldið í sér en er rétt tekinn að lifna við.

Þangað til næst sem verður eftir viku, segir haninn:"Hana nú, nú er komið sumar".

mánudagur, júní 20, 2005

Góður dagur í gær, það var nóg að gera á Galdrasýningunni. Illugaskotta leiðsagði fyrir 23 manna þýskan hóp, síðan komu kvikmyndagerðar mennirnir Páll Steingrímsson og Friðþjófur Helgason. Þeir eru að vinna að heimildarmynd um íslenska hrafninn, Jón lærði stóð sig sem hetja og það gerði Glóinn líka.

Síðan æddi Illugaskotta í sund og þegar heim var komið var búið að elda sel. BESTI MATURINN, þetta kjöt bráðnar í munninum á manni. Selur er þannig matreiddur að hann er soðinn í potti og salti bætt út í. Síðan er hann borðaður með soðnum kartöflum, hvítri sósu og rauðvíni ef það er til, annars er það blávatnið. Illugaskotta át eins og besti draugur,,,,smjatt smjatt.....

Kuldaboli ætlar sér að dvelja lengi hér á Ströndum, vona að hann fari að koma sér í frí eitthvert annað.

Hálendið heillar mig til sín, þangað held ég á fimmtudaginn.

sunnudagur, júní 19, 2005

Rok og rigning,,Ísland í dag. Illugaskottu var búið að hlakka til að horfa á spennumynd í sjónvarpinu í gærkveldi, en þegar til kom þá var þetta hin mesta þvæla. Fólk smitaðist af vírus, drapst en svo lifnaði skrokkurinn aftur við, og vildi bara éta annað fólk. Hvernig dettur mönnum í hug að búa til aðra eins þvælu?
Slökkti um 11 og fór snemma í bælið.

Rok er mest svæfandi fyrirbæri sem Illugaskotta veit um. Í dag eru 90 ár síðan konur fengu kosningarétt. Hátíð á Þingvöllum í dag.

Furðuleikar einnig að Sævangi í dag.