laugardagur, janúar 25, 2003

Ég er á Blönduósi í tímaleysi, hér er logn, snjór, frost og sól. Í morgun skreið karldýr inn um gluggann minn og upp í rúm til mín. Þetta karldýr er svart með hvítartær og malar ótrúlega hátt, hann kemst upp með allt og ef ég vissi ekki betur þá myndi ég segja að hann væri maður í álögum sem kötturinn Glúmur.
Í dag fór ég í hesthúsið, gaf öllum að éta hrossum og kindum, og tvær litlar en duglegar búkonur komu einnig með mér, og voru alveg móðgaðar við mig þegar ég var að segja þeim hvernig ætti að vinna verkin í hesthúsinu, þær sögðust oft hafa gert þetta og snéru upp á sig, mér fannst þær fyndar þar sem þær voru að tala við kindurnar og gefa þeim um leið að éta. Guðrún Ósk frænka mín er önnur búkonan og hún kom með mér á Blönduós, hún er 9 ára og er búin að vera úti í allan dag. Núna eru hún og vinkona hennar að hoppa í skurðina því ég sagði þeim að það væri mesta fjörið þegar þeir eru fullir af snjó og einnig eru þær að fara að renna sér í brekkunni sem er fyrir ofan hesthúsið okkar. Guðrún Ósk vill hvergi annars staðar vera en á Blönduósi en það eru ekki allir sammála henni í því. Nú sést vel út á Vatnsnesið og Strandafjöllinn, en það besta við Húnavatnssýsluna að mata sumra Strandamanna er útsýnið á Strandafjöllinn. Ég. Læt þetta ekki vera lengra, ilma af hesalykt og ætla að drífa mig í bað.

föstudagur, janúar 24, 2003

Kæru karlmenn sem lesið þessa bók: Gleðilegan bóndadag og verið nú kátir í dag. Þið vitið að þið áttuð að hlaupa í kringum húsið ykkar einungis íklæddir annarri buxnaskálminni.!?
Langar ekki til þess að tala mikið í dag. Kaffið er ofur á Kaffivagninum, gaman að horfa á bátana og hlusta á fólkið. Þorrinn er genginn í garð, fer á skíði á mánudaginn með Önnu Fanney og Oddi stráknum hennar sem er 6 ára, hann er ótrúlega sniðugur strákur og klár. Hann hefur mikinn áhuga á ísbjörnum og byssum. Við ræddum mikið um ísbirni um daginn og hvernig maður getur komist hjá því að þeir éti mann upp til agna þegar maður er sofandi í tjaldi úti á ísnum á norðurheimskautinu. Það lifa bara mörgæsir á suðurskautinu og bara ísbirnir á norðurskautinu, því fyrir ævalöngu gerðu þessi dýr samning sín á milli um að skipta á milli sín þessum heimkynnum því þau geta ómögulega búið saman eins og fleiri sem ég þekki.

fimmtudagur, janúar 23, 2003

Frost, skafrenningur og ég hjólaði í skólann. Hélt ég myndi hálsbrjóta mig, bakbrjóta mig og allt, rann af stað í hálkunni og reddaði mér með því að hjóla út á grasið frábæra, lífsbjörgin mín er grasið í dag. Úff fraus á fingurgómum, rassi, lærum og er hér í tölvunni með sjóðandi putta, rass og læri. Úfff en tærnar eru frosnar....en sem sagt hvað er að gerast í þjóðmálnum, aðeins smá fyrir Binnu. Já best að byrja þetta á því að segja. Sko hann Davíð Oddsson er fyndinn eins og alltaf á Alþingi en mér virðist sem svo að þingmenn séu orðnir frekar leiðir á honum bara hlæja því það er skylda að hlæja af engum svörum en Davíð Oddsson er bestur í þeim.,,,,,,, Nei vil ekki skrifa um þjóðmálin þau eru leiðinleg. En það voru flottar myndir í fréttunum í gær af selum, sem eru í húsdýragarðinum, þeir eru eins og hundar með veiðihár, kát augu og sniðug eyru.
Farin að lesa um hörmungina Kárahnjúkavirkjun því ég er að fara að gera verkefni um mótvægisaðgerðir gagnavart rofinu sem mun verða við Hálslón sem er álíka stórt og Reykjavík, sko lónið.
Binna hér eru vefsíður um virkjunina. karahnjukavirkjun.is, lv.is.

miðvikudagur, janúar 22, 2003

Miðvikudagur og nóg að gera sem er gott. Kallt úti sem er einnig gott. Illugaskottu finnst frábært að prufa sundlaugar, prufaði laugina úti á Seltjarnarnesi í morgun það er saltvatn í henni, fínir pottar og það sem meira er ekkert fólk, júhú!!!! Mikið að gera í lífinu við það að hitta fólk sem ég sé allt of sjaldan. Ég er búin að koma mér upp kerfi ég ét bara þegar ég fer í heimsóknir og þá þarf ég aldrei að kaupa mér mat bara sýna á mér smettið segja eitthvað skemmtilegt, heimskulegt, gáfulegt og borða..... Fór í frábæra pizzuveislu í gærkveldi hjá Röggu og foreldrum hennar. Sá sérstaklega fyndna og skemmtilega frétt um skapalón í fréttunum í gær, thí thí. Fríða þetta er eitthvað fyrir þig! En nemendur Háskóla Reykjavíkur í tölvum og Listaháskóla Íslands fóru að vinna saman og til urðu alls kyns skemmtileg verkefni. Þar á meðal skapalóna boxið sem inniheldur rakvél, eitthvert form sem fólk vill hafa á skapahárum sínum, t.d. hjarta, blóm eða ég veit ekki hvað.....en þessi frétt vakti hjá mér hlátur, get ekki sagt annað.

Er að hugsa um að koma mér út úr bænum um helgina, sé til.

þriðjudagur, janúar 21, 2003

Er í skólanum til 19:00 er að sofna vil byrja snemma á morgnana og hætta um miðjan dag, enda er ég að skrópa núna.
Vill að pistillinn minn birtist, akabradabra!!!!
Labbaði í skólann, það var æði. Það eru sárfættar og frosnar blöðkur út um öll tún, grágæsirnar eru að frjósa á blöðkunum en þær kunna ráð við því var að fylgjast með þeim á Háskóla túninu, þær liggja bara og éta í kringum sig! Kom við á bóksölunni ætlaði bara að kaupa eina bók en er búin að kaupa þrjár bækur í dag. Fyrstu bókina keypti ég klukkan 10 í morgun hjá henni Dagnýju Bergþóru, bók sem hún gerði. Austfirskar útilegumannasögur mér líst vel á þessa bók og hlakka til að lesa hana. Tilvitnun í formála Dagnýjar:" Útilegumannatrú var útbreidd um allt land og kom fram í aragrúa sagna af útilegumönnum. Greina má milli þriggja mismunandi gerða útilegumannasagna: örnefnasagna, sagna af sakamönnum sem flýja í óbyggðir og leggjast út og sagna af samskiptum útilegumanna og byggðamanna."
Á bóksölunni sjálfri keypti ég bókina Láki, sem er um Láka jarðálf, hér er tilvitnun úr bókinni :"Á hverjum morgin þegar Snjáki og Snjáka vöknuðu þá sögðu þau:" Við ætlum bara að gera það sem er ljótt!" Svo kysstu þau Láka litla og sögðu:" Þú átt bara að gera það sem er ljótt. Þá verðu þú reglulega stór og ljótur jarðálfur, alveg eins og pabbi þinn."
Þetta finnst mér snilld!! og svo keypti ég eina bók sem fjallar um sögu mannsins á jörðinni í tengslum við umhverfið, hvernig maðurinn hefur haft áhrif á umhverfið sitt, virðist vera áhugaverð en hún heitir ef einhver hefur áhuga Something new under the sun Já flott bók fjallar mikið um vatn, loft, jarðveg, sjóinn....hummm. Tilvitnun í umhverfisbókina :"At the beginning of the twentieth century, humankind in the West already become aware that its collective economic activities were doing strange things to the environment. Salomon could no longer migrate upstream through chemical-tainted waters. Bölsýni, staðreyndir.....sannleikur....já líklega allt þetta þrennt í einum graut, stórum grjónagraut með rúsínum.

Frönsk kvikmyndahátíð er núna ætla að kíkja á eina mynd á morgun, ég er að hugsa um að kíkja á mynd sem fjallar um dreng sem vill ekki flytja frá foreldrum sínum 28 ára klikkhaus sem vill búa hjá þeim, ég flutti af heiman 16 ára og langar að sjá hvernig þetta virkar í kvikmyndum að búa svona lengi í fyrsta hreiðrinu. Skítugt og vel kannað hreiður það...

Ég át 6 pylsur í gær sem voru fylltar með osti, eldaði heima hjá Sigga Atla og ég, hann og Maggi átum svo saman, hux um að gera þetta að vissum passa á mánudögum að koma heim til Sigga Atla elda eitthvað og borða svo heima hjá honum. :) hehehe, það finnst mér sniðugt. Siggi þú ert snillingur!

mánudagur, janúar 20, 2003

Jæja - þá er ég komin gestabók á bloggið mitt, svo nú mega bara allir skrifa og samfagna mér.
Allir saman nú!
Mánudagur, ég kom öllum pappírum á hreint í dag varðandi umsóknir og önnur leiðindi...frelsi að vera búin með þetta og koma þessum pappírum á sinn stað. Mánudagar í lífi Illugaskottu eru helgaðir öllu öðru en umhverfinu, ég er farin að safna efni í nýja bók og einnig lokaverkefnið mitt. Mánudagar eru grúskdagar, var á þjóðdeildinni í dag, grúska og leita að heimildum í handritasafninu, og viti menn ég þjóðfræðingurinn var búin að gleyma hvernig átti að skrifa inn leit á handritaseðlana. Maður fer sem sagt í bók sem heitir Lyklar, þar finnur maður t.d. galdrar þeir eru númer t.d. 1509 og ég skrifaði það bara á handritabeiðnina, nei maður á þá að fara í bók og finna fyrir hvað 1509 stendur fyrir þar kemur fram hver skrifaði, hvenær, hvað handritið innihaldi og hve gamalt handritið sirka er. T. d. Lsb 345, 8vo. Landsbókasafn, númer, stærð handrits. Merkilegt að tína þessari vitneskju. Þessi lykla bók býr yfir ótrúlegri vitneskju ef svo er hægt að segja um bók. Rólegt og gott að vinna á þjóðdeildinni. Frost og hálka í dag, gott veður.

Fór niður á Umhverfisstofnun hitti ekki neinn með viti myndi ég segja, húsið er gamalt og ekki eins fínt og Náttúruvernd var nýbúin að flytja í. Ég verð að segja að ég er á móti þessari sameiningu, því náttúruverndin hverfur einhvern vegin og markmið hennar inn í kjaft annara stofnana.

Ég keyrði yfir á rauðu á laugardaginn og myndavél löggu spöggunar tók mynd af mér, ákvað að keyra aftur yfir á rauðu strax til að hefna mín, fáranlegt að vera svona stjórnlaus. Og ræddi svo við Iðunni um þetta, ok ætlum að mála bílnúmerið svart og keyra aftur yfir og brosa breytt með trúðagrímur.ulllll.


Illugaskotta er búin að panta tíma já panta tíma hjá þeim sem hún hræðist mest í öllum heiminum ásamt rafmagni og flugvélum, ég er búin að panta tíma hjá tannlækni,!!!!!! og hún er skít- spennt og skít- hrædd, við sársauka og reikninga,,,,og á að fara til hans 4. febrúar daginn eftir að ég kem heim frá Danmörku og konan sem tók niður pöntunina vildi nú fá að vita kennitöluna því við erum bara kennitölur og viti menn hún var svo hress að tala við mig því við eigum afmæli sama dag, 16. apríl.....hún var alveg hress og fyndin þessi kona. Er að deyja úr hungri farin í át og sund og svo er bjórkvöld hjá umhverfisfræðinemum í kvöld.

Nenni varla lengur að leita mér að jeppa en fylgist vel með því sem er verið að auglýsa.....