laugardagur, desember 06, 2003

ég kom svo seint heim, klukkan 11 í gærkveldi. Var búin á því, vegna þess að ég hafði vaknað klukkan 445 og svo var farið í þetta jólaboð NRI, og þar var bjór og aðrar guðaveigar. Gleymdum okkur í þessu öllu, og gleymdi bara tímanum.

Er að fara til Hollow Water eftir klukkutíma. Hitta Garry Raven medicen man og bróður hans sem er sagnamaður.

Bestu kveðjur til ykkar.

föstudagur, desember 05, 2003

Auðvitað keypti ég bækur, tvær. Get ekki staðist þessar áhugaverðu og spennandi bækur og svo voru þær líka ódýrar og glænýjar, það er best.

Báðar eru þessar bækur um ferðalanga. Edmund Hillary sem kleif fyrstur Everest og svo er hin bókin um gaur sem lifir í Norður Kanada, ferðast um á kanó og er að skoða landið. Hlutir sem mig langar að gera. Ljósmyndir í bókinni af dýrunum, úlfum, hreindýrum, björnum og moskusuxum.
Verð að lesa um þessa fjarlægu staði. Get þá dreymt mig þangað,,,eða eitthvað.

Landkönnuðir voru og eru enn hugrakkir. Eins og Vestur Íslendingarnir. Mynduð þið hoppa upp í bát sem væri að taka ykkur til lands sem þið hefðuð aldrei séð og til staðar þar sem þið kunnið ekki að tala tungumálið? Kannski myndi maður ekki hika við það ef von væri á betra lífi.

Veit það ekki. Get ekki sett mig í spor þessa fólks. En hugsa samt svoldið um það hvernig þetta hafi allt saman verið hér.

Í dag er jólamatur hjá NRI þar sem ég er að læra. Ég gerði svoldið sem ég hef aldrei gert áður, ég keypti niðurskurðartertu til að koma með. Heima bökum við hana alltaf, niðurskurðartertuna. Köllum hana þessu nafni því við bökum hana í skúffukökuforminu og svo skerum við hana niður. Vínartertu eins og hún er kölluð hér. Fann hana í besta bakaríinu. Seinast kom ég með vísunda chillí og þá voru allir að spyrja mig afhverju ég hefði ekki komið með eitthvað íslenskt.

Nú hér kemur þetta íslenska,,,,och well. Sybbbinnnn vaknaði klukkan 445,,,nú er klukkan bara 910 um morgun,,,best að drífa sig út á bókasafnið og í útréttingar. Geisp hvað mig langar samt bara að fara að lesa bækurnar mínar.
ó vá,,,,Never Ending story er í sjónvarpinu....þvílíkt skemmtileg mynd. Ætla að horfa á hana. Tröll og einhyrningar....allt sem allir halda að sé ekki til er í þessari mynd.
Ég mun vakna klukkan 445 í fyrramálið,,,til þess að fara í mjög svo stórann morgunverð sem er mjög svo snemma um morguninn. Allur ágóðinn af þessu rennur til þeirra sem þurfa peninga,,hummm, það eru svo margir sem þurfa peninga, er ekki alveg að skilja hvert ég er að fara er kallað Winnipegs Harvest,,er að fara með Roselle og Donald hennar kærasta. Svo verður bókamarkaður en Illugaskotta má ekki ALLS EKKI kaupa fleiri bækur. Þær eru svo þungar og munu kosta skottuna yfirvigt ásamt sinni yfirvigt

En Illugaskotta kaupir bækur frekar heldur en föt, snyrtivörur og annan óþarfa. Bækur eru þarfaþing, þær eru skemmtilegar og fallegar, og einnig góð einangrun á veggi. Þá þarf maður ekki að kaupa myndir og annað drasl.

Helvítis meðleigjandinn kom með partýskepnur heim í gærnótt, ég alveg uppgefin eftir ferðalagið. Komst ekki fram úr til þess að urra. Hins vegar var ég með hávaða í morgun. Það görguðu margar grágæsir í herberginu mínu og ég skildi allt sem þær sögðu.

Það er svo gaman að gera öðrum illt. Það sagði Láki Jarðálfur.

Fór í bíó með 3 vinum mínum, Lalít var að keyra, við flugum um göturnar. Því hann kann ekkert að keyra í hálku og snjókomu. Hummmm,,,,,,var búin að segja honum að vera ekki að bremsa. En við sluppum við allt rugl. Best að drífa sig í holuna og svífa inn í draumalandið...ps mig dreymdi að einhver væri búin að stela jeppanum mínum og selja hann til útlanda. Mikið var ég reið, ég var að springa. En komst ekkert því ég var með nýfætt barn á handleggnum...ruglið í þessum draumum. Þeir fara versnandi.

fimmtudagur, desember 04, 2003

Kom heim um miðnætti í gær eftir að hafa farið í veislu til Grassy Narrows. Allir komu saman í barnaskólanum, í íþróttasalnum, það var boðið upp á hádegismat og kvöldmat. En í millitíðinni voru lamdar trommur, mjög stórar sem karlmennirnir og strákarnir sátu í kringum. Einnig sungu þeir indíánasöngva. Raddir sem koma frá fortíðinni, nútíðinni og framtíðinni. Þetta var ótrúlega gaman. Takturinn lætur mann dansa með fótunum. Dönsuðum og bara hugsaði mig eitthvað í burtu. Fengum tóbak eitt skipti í lófann, dansað með það og svo setur hver og einn sinn skerf af tóbakinu í poka sem eru utan á trommunum. Veit ekki alveg afhverju en mun komast að því. Einhver gjöf veit ég.

Nokkrir fóru í swead lodge en ekki ég, ég hitti Garry Raven, Garry Hrafn. Og ég fer að hitta hann á laugardaginn. Hann er outfitter, er með ferðir á kajökum inn í skóginn, tekur fólk á veiðar með sér í marga daga og svo er það besta, hann er medicen man!!!! það er æði. Hann sagðist ætla að hafa sweat lodge þegar ég kæmi. Eina sem ég veit um sweat lodge er að það er heitt þar inni, eins og í gufubaði og konur mega ekki fara í það ef þær eru á tungltíma/blæðingar. Þeir segja að þær séu of kraftmiklar þá og rugli jafnvægið í sweat lodginu.

Hann sagðist hafa unnið með forfeðrum mínum hér í Manitoba. Merkilegt allt saman.

Er annars að grafa mig í gegnum draslið í herberginu mínu, Manju segir að herbergið mitt sé eins og piparsveins íbúð. En ég er piparmey. Hvað er þetta pipar rugl? Hef aldrei skilið þetta pipar dæmi.

Hitta fólk og taka mig til það er svona allt sem ég er að gera þessa daganna.

miðvikudagur, desember 03, 2003

Komin aftur í einhver próf,,,nú er það persónuleikaprófið,,,hér er mín niðurstaða...


CWINDOWSDesktopFightclub.jpg
Fight Club!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla
Kötturinn hennar Lycar heitir Rúllupylsa!!!!!! HAHAHAHAHAH,,,,,,,vegna þess að þegar þau eignuðust þennan kött þá voru sár á honum, sem búið var að sauma saman. Þau litu út eins og rúllupysla.....

Vinarterta, pönnukökur, hangikjöt, rúllupylsa, afi, amma.
Þessi orð nota þau enn þá í Gimli.
GIMLI!!!! Illugaskotta er búin að fara í menningarferðina miklu til Gimli ásamt Roselle, sínum einka bílstjóra.

Í gærkveldi var mér boðið í mat til Karenar og Desmonds og það endaði náttúrulega á einn veg,,,,,rauðvín, lítill svefn, og þynnka í dag. Ekkert annað.

En ferðin var frábær. Keyrðum til hennar frú Lycar. Hún tók okkur út um allan bæ. Fórum í bókasafnið þar var kort af Gimli og öll nöfn bóndabæjanna,,,þar á meðal hét einn bærinn Björk og annar Hnausar. Svo fórum við í barnaskólann að skoða huldufólkið. Þjóðfræðingurinn ég varð ógurlega spennt að sjá huldufólkið þeirra þarna í Gimli. Það eru sem sagt tveir dvergar með rauða hatta sem lifa á háaloftinu á skólanum. Þeir hoppa og skoppa út um skólann en voru einhvers staðar úti að leika sér þegar við komum. Það er búið að búa til 3 bækur um þessa tvo huldufólks dverga. Og smiða lítil húsgögn í húsið þeirra. Þetta var gaman að sjá.

Svo fórum við á safnið þeirra, horfðum á mynd um fyrstu lendingu Íslendinganna til Gimli. Þeir voru á prömmum sem voru dregnir af bátum. Stormur skall á og það var að skera prammana frá bátunum. Íslendingarnir ráku stjórnlaust um Winnipeg vatn en lenntu þar sem Gimli er núna. Um nóttina gisti fólkið í fjörunni og þar fæddist fyrsti Gimli búinn 1870 og eitthvað.

Svo fórum við að hitta gamla fólkið og spjalla á íslensku og ensku. Það var gaman en erfitt að tala við alla, mest allt heyrnalaust fólk.

Að lokum fórum við á staðinn þar sem Íslendingarnir lenntu. Á leiðinni til baka fór Lycar með mig að vikingnum sem er stytta úti á torgi og táknið fyrir Gimli. Hann er með hatt sem eru horn á!!!

Flestir sem búa þarna vinna í víngerðarverksmiðju sem framleiðir kanadískt whisky. Svo fórum við heim til Lycar, töluðum um íslenskan, kanadískan og úkraínskan mat. Roselle er ættuð frá Úkaínu. Lycar steikti fisk handa okkur og gaf okkur ís með heimgerðri íssósu úr rifsberjum. Sælgæti og ekkert annað. Þessi ferð var ótrúlega vel heppnuð.

Lycar sagði okkur að Íslendingarnir hefðu kunnað að veiða fisk, Úkraínumennirnir sem bjuggu þarna líka kunnu vel að yrkja landið og svo voru indíánarnir þarna sem kunnu á þetta allt. Allt þetta fólk bjó þarna og lærði af hvort öðru að lifa af í þessu landa sem er sjóðani heitt á sumrin en ískallt á veturna.

Ég er sybbin dagurinn á morgun fer í það að fara til Ontario að hitta Grassy Narrows aftur,,indíánana sem eru að minnast þess að á morgun er 1 ár síðan þeir lokuðu veginum fyrir loggurum,,,flutningabílum sem flytja trén úr skóginum þeirra. 3 tíma ferðalag og fullt af skemmtilegum hlutum að gera. Svita herbergi,,sweat lodge..og ég bara veit ekki meir.

mánudagur, desember 01, 2003

Rok, stingandi kuldi, sól. Mánudagurinn 1.desember er í dag. Það er furðulegt. Ég sem sagt fór út í sveit og gat ekki látið vita að ég myndi ekki koma í mat hjá fólki hér í Winnpeg. Var búin að tína fjandans símanúmerinu og helvítis tölvupósturinn kom alltaf til baka. Ég var að fara út í sveit og allt að gerast. Ég varð að fara án þess að afboða komu mína.

Jæja svo var ég með smá samviskubit yfir þessu. kom heim í gær,,,greyið fólkið var í stressi að eitthvað hefði komið fyrir mig!!! Skilaboð á símsvaranum mínum,,,og samviskubikið sem var þúfa varð að fjalli.

Jæja talaði inn á þeirra símsvara, en ætla að hitta konuna í dag. Biðjast afsökunar á þessu rugli.

Bestu kveðjur til ykkar frá Björk.
Sveitarferðin var með því besta og meira en nauðsynleg. Vaknað klukkan 5 á laugardagsmorgun, ég, Roselle,,hennar kærasti og hennar tengdó..étinn stór morgunverður, keyrt af stað. Farið í kaffi til afa gamla og sonarsonarins. Keyrt aftur af stað,,allir,,farið á dádýraveiðar. Veiddum eitt dádýr afi gamli skaut það. "God deam Yankees¨!!!,,,hann þolir ekki Ameríkana.

Jæja,,,sól og blíða,,gengið fram og til baka á þessum dádýraveiðum. Erfitt að útskýra en hefði verið skemmtilegra ef maður hefði líkað fengið að hafa byssu. Kannski seinna. Eitt dádýr hljóp rétt fram hjá mér. Veiðum hætt um hádegi. Farið heim, étið. Æft að skjóta úr riffli og keyrt heim til mömmu hennar Roselle. Fínt kvöld þar.

Sunnudagurinn fór í það að hitta Husky hunda eiganda. Um 40 hundar sem hann á, og ótrúlega fjörugir hundar. Mig langar í einn Husky hund,,,en þá verð ég líka að hætta þessum flandri...
Sniðugur gaur sem á hundana. Er með hundasleða sem hann æfir þá á. Hann á einnig viðasög sem er krafmikil og lítil. Hægt að taka út um alla skóga. Svo étið meir. Farið í risa göngutúr í þjóðgarði, snjór, frost, rok, frosin vötn, tré, bjórahús, bjórastíflur og fullt af alls kyns fótsporum eftir alls kyns dýr. Bjarnheldar ruslatunnur.


Kom heim klukkan 20 í kvöld. Seinasti dagurinn í skólanum á mánudaginn 1. desember. Dóttir bróður míns var skírð á sunnudaginn var. Hún heitir Kamilla Mist Leifsdóttir.

Farin að klára seinasta verkefni ársins. Bless,,ps ég er loksins útitekin, hefur ekki gerst lengi.