laugardagur, janúar 04, 2003

Vá laugardagsmorgun, ég komin í Tæknigarð til þess að gera sprengju!! nei ekki svo gott til þess að klára tossaverkefnið mikla sem vex mér í augum meira en allt annað. Sudda vinir mínir Gummi maður og co eru í hinni árlegu sumarbústaðaferð sem þýðir hið árlega ofur rugl og drykkja, mér er boðið. Sé til hve langt ég kemst í dag með verkefnið. Illugaskotta er flutt í hlíðarnar, það er frábært get núna labbað og hjólað allt sem ég þarf, en það er draugur í íbúðinni minni sem hagaði sér nú skikkanlega í nótt en ekki nóttina þar áður, þá var enginn svefnfriður.

Fór á Lord of the Rings með Einari vini mínum í gær, við vorum eins og séffar þarna í Lúxussal, í leður lötu strákum (lazy boy), fengum frían bjór með miðanum okkar. Dómar um myndina: hummm, já þetta er erfitt finnst mér, hún er ekki leiðinleg en svoldið út úr kortinu finnst mér, Gollum er ótrúlega flottur en gerður góður sem hann er alls ekki en vil ekki tjá mig mikið um þetta hérna, ,,,,,,bíð bara eftir mynd númer 3 og þá verður gaman því þar er svo mikið um að vera, mynd 2 er meira um baráttu, myrkur, þreytu og leiða þannig að ég skil að það hafi verið erfitt að útfæra hana. Farin á skrifstofuna!!! oj ömurlegt

föstudagur, janúar 03, 2003

Gleðilegt nýtt ár. Ég byrjaði árið með hvelli og mun líklega enda það með örðum eins hvelli, var uppi á fjalli að sprengja sprengjur, í Hvergisdal við Hvergisá. Sofnaði klukkan 11 því ég bara nennti ekki að bíða eftir áramótunum, ein þau klikkuðustu í heiminum þessi áramót það verð ég að segja. Kveðja til ykkar allra sem nennið að lesa rausið frá Illugaskottu, er alltaf að skoða jarðir á netinu og það er nokkrar álitlegar hér og þar um landið. En erfitt að velja, mjög erfitt, en ekki nóg af jörðum á óskastaðnum Ströndum.