föstudagur, október 17, 2003

Hringt í mig morgun, Hugrún systir að segja mér að ég væri búin að eignast 10 marka frænku sem er 48 cm á lengd sem þýðir að hún er mjög, mjög lítil... er agnarögn, systir hennar var 16 merkur! og ég var, bara man það ekki 14 eða 15 merkur. Allt gekk vel og langamman tók á móti langömmubarninu, ekki slæmt. Hvenær ætli það komi strákur?

Gaman væri að sjá þessa agnarögn! sem öskrar hátt var mér sagt

Annað mamma sagði mér að það væri póstur stór til mín, ég sagði henni að opna og út féllu 4 þúsund krónur og súkkulaðistykki!!!! Ha!! sagði ég,,,jú víst einhver Walter að senda mér þetta allt. En sem sagt til að gera langa sögu stutta, þá fundu landverðir þetta veski á floti í Lindaá. Veskið var fullt af kortum og eftir annasamt sumar þegar ég var að taka saman fann ég veskið og hennti því í póst ásamt heimilisfanginu mínu aldrei að vita hvort póstur kemst til skila eður ei.

Og hann Walter varð svo þakkátur að fá öll kortin sín til baka að hann skokkaði út í búð til að kaupa súkkulaði fyrir Illugskottu og svo í bankann sinn til að ná í íslenska peninga. Pabbi fær súkkulaðið og svo kaupum við kannski lambalæri fyrir peninganna.

Er að fara í tíma og svo til Ontario,,,langar að koma heim á morgun til að læra aðeins.
ooooo þessi tölva er allt of góð fyrir mig,,,þurrkaði allt út.

Ferja, bíll og flugvél. Villtumst í morgun, skotta stressuð að missa af ferjunni, sá allt í rugli. Flugvél, Des og Karen náðu í mig..versla í matinnnn, í pósthólfinu biðu tveir pakkar!

Geisladiskur og lýsi,,vissi ekki hvort ég ætti að éta diskinn eða spila lýsið en allt fór vel.
er sybbin, er að taka upp úr töskunum og setja aftur niður, fer til Ontario fylkis á morgun sem er austan við Manitoba að skoða sögunnarmyllur. Bekkurinn minn, gistum svo í sléttukofum ekki fjallakofum

TAKKKKKKKKKKKKKK geisladiskur æði.........ég er einnig að hlusta á indverska diskótónlist úr bíómyndum maður hoppar og skoppar um herbergið með Indverjum, þangað fer ég næst Indlands þar sem allt iðar af fólki, kúm, fílum og skít.

Takk hákarlalýsi þú ert æði!!!!!

STórar sögunnarmyllur hér verið að pæla í áhrifum þeirra á umhverfið og fólkið. Er ekki að nenna neinu langar að horfa á sjónvarpið og éta franskar kartöflur og vera heiladauður ameríkani....nei aldrei.

Ég er alveg tryllt hérna, allt mun komast í rólegheit í næstu viku, október er að verða búinn sem betur fer! Nenni ekki lengur að vera í skóla,,,allir í muffins formum eins lið sem á að hlýða.,,,

Sund og skóli í næstu viku ásamt því að vinna í heimildarleit og söfnun fyrir lokaverkefnið,,,koma mér til Gimli..það verður mottóið í vetur hlátur og grátur frá Illugaskottu til ykkar...ps gott að vera hér því hér er ekki rigning en hellt úr fötur í Vancouver.

miðvikudagur, október 15, 2003

Rigning, klipping, pæling...leti dagur á eyjunni. Erum að pæla að gera sem minnst í dag, keyra um á bjúkkanum og láta hlutina ráðast.

Er farin að fá samviskubit að vera ekki að læra en finnst ég kunna þetta allt. Hroki er þetta í mér.
Bjúkki var það heillin.

Við leigðum okkur risa risa stórannnnnn bíl að nafni, Bjúík,,,með sjálfskiptinguna í stýrinu.

Keyrðum upp brekkur, að sjó í bæ, skoðuðum Totem súlur, sem indíánar skera alls kyns dýr í eins og voru í Lukku Láka bókunum, ernir með vængi sem stóðu út úr stólpunum. Þessar verndarsúlur sýna þá verndaranda sem fylgja ættflokknum og þetta eru alltaf verndarandar dýra. Fundum einnig bókabúð sem selur notaðar bækur,,já það er erfitt að standast bækur það finnst mér fann 3 stykki sem munu nýtast í lokaverkefnið.

Svo fórum við yfir fjall,,,vorum alveg týndar á milli trjáa og vörubílsstjóra sem voru að keyra stórum trjám í sögunnar mylluna. Mikið um skógarhögg hér en litlir sem engnir peningar fást fyrir viðinn,,,

Við á Bjúik og á malarvegi og annað það voru engin skillti, en við fylgdum fiski nokkrum sem var negldur á hitt og þetta tréð. Fiskurinn var sá sem bjargaði okkur yfir fjallið og niður að Kyrrahafinu aftur. Upp og niður brekkur, sáum hér og þar rjóður þar sem skógurinn hafði verið hreinsaður í burtu. Vötn, fjöll og dali, ár og tré, tré, tré og bláann himinn.

Illugskotta var orðin þreytt, langaði að hlaupa um og skoða en það voru bara tré.

Ég er ekki búin að keyra neitt því ég gleymdi ökuskírteininu í Winnipeg og sem betur fer ég væri búin að drepa mig og Guðrúnu, þetta er svo kraftmikill bíll gaman væri að prufa....,,

ég elska að keyra og svona bíl sem kveikir sjálfur á ljósunum þegar það fer að dimma já það er nauðsyn að keyra svona bíl. Bíð þar til næst bara.
Komum í bæinn seint að kveldi, út að borða, skoða bæinn, bíltúr og heim að éta meir.

Það var 15 stiga hiti hér í dag en 1 stigs hiti í Winnipeg sá ég í veðurfréttinum.

Hvernig gátu Íslendingarnir lifað það af að flytja til Manitoba fyrr á seinustu öld?
Engin fjöll, heldur skógar og víðerni. Þetta hlýtur að hafa verið erfitt líf, hef ekki lesið neitt um Vestur Íslendinga sé það bara á landinu að þetta hefur verið allt öðruvísi en Ísland.


Ég veit að það var litið á Íslendinga sem annars flokks lið, litið niður á þá af Kanadamönnum. Þegar Pólverjarnir komu til Manitoba þá gátu Íslendingarnir litið niður á þá,,er þetta ekki skrítinn goggunar heimur sem við búum í?


þriðjudagur, október 14, 2003

Er komin til Vancouver eyju, er heima hjá Guðrúnu. Rosalega flott leið með ferjunni,,milli skógivaxinna hólma og eyja,,og það eru hús á hverju skeri,,,með kanadíska fánanum. Þegar við gengum upp götuna hennar Guðrúnar í rökkrinu rak ég augun i risa stórann hund við enda götunnar.

En þetta var nú ekki hundur heldur var þetta dádýr á ferð með öðru dádýri,,voru að éta blóm frá nágrönnum Guðrúnar,,skokkuðu um götunar eins og fínar pæjur. Tók mynd, já það tókst þau stoppuðu þegar ég flautaði á þau, snéru sér við og biðu spennt.

Rauðvín og ostabeygglur..þið eruð öll sofandi en klukkan er 2130. Bæjarferð á morgun á hjólum.

mánudagur, október 13, 2003

Borgardagurinn mikli i Vancouver.

Eg maeli med Vancouver,,,er ekki mikid fyrir borgir en thessi borg er skemmtileg, snyrtileg, fjolbreytt og flott. Buin ad vera a sofnun, budum, morkudum, fjallganga i nagrenni Vancouver, hress river, kaffihus, ut ad borda nuna a graenmetistad....

Erum ordin mjog threytt eftir mikinn turistadag. Ja forum lika i Kinahverfid thar var mikid um furdulegann mat. Ja og a markadinum getur thu keypt lifandi risa humra og krabba. Humrarnir eru med teygju a annari klonni svo theyr drepi ekki hvorn annan. Fekk ad halda a humri sem sprikkaldi og reynd allt hvad hann gat a klipa i mig med hinni klonni.

Perry sagdist einu sinni hafa keypt lifandi humar en thad muni hann aldrei gera aftur thvi hann vorkenndi svo humrinum thegar hann stakk honum sprell lifandi ofan i sjodandi vatnid, mig langadi ad kaupa tha alla og eiga tha i risa fiskaburi svo their thyrftu ekki ad vera settir i sjodandi pott!!!

Dagurinn var godur, buin ad keyra mikid og svo fara i gongutur i fjalli her rett hja. Gengum yfir mjog djupt gil sem var med hengibru yfir...hengibru sem var fyrst byggd 1912! Otrulega hress a sem rann i thessu gili. Og manni fannst madur vera alveg i lausu lofti ad horfa ofan i djupt gilid fram a svingandi bru.

Morgunn er meiri skodun her a gardasvaedi vid sjoinn. Og svo ferjan til Vancouver Island thar sem Gudrun byr, tekur um 1 og halfa klukkustund ad sigla yfir.

Safnid sem vid forum a var med syningum a hoggmyndalist i vid fra Indianum,,mikid um uthoggnar sulur med alls kyns dyrum i, thetta minnti mig svoldid a thad sem Gudjon vinur minn er ad gera uppi a Islandi.

At yfir mig a veitingastadnum en malid er ad thad er allt i lagi thott thu klarir ekki thvi thu getur tekid matinn med ther heim i pokum og boxum sem veitingarstadurinn bydur upp a.

Thetta finnst mer snidugt..Goda nott.

sunnudagur, október 12, 2003

Vancouver komin, do naestum thvi ur svita flugid hoppadi verklega yfir klettafjollunum. Perry nadi i mig a flugvollinn og Gudrunu a ferjuna. Gistum her heima hja Perry i finu husi. Forum i biltur um borgina og eg gleymdi natturulega myndavelinni heima.

En forum i betri borgarferd i dag. Borgin er vid sjo og osa aar. Mikid um garda og ospillt svaedi inn a milli. Kiktum i Stanley park sem er risastort utivistarsvaedi, tha var farid ad rokkva og vid saum Racoon,,,,thvottabirni sem er litlir steluthjofar og ruslagramsarar, their voru tharna 7 saman ad klifra ofan i ruslatunnur og retta hvor odrum matarleyfar, half tomar jogurtdosir og svo eru their med litlar svartar hendur og klaeddir eins og innbrotsthjofar ad nottu.

Ja keyrdum svo ad andyrri ibudarblokkar og undir svona rana, gang a milli husanna, Perry sagdi okkur ad lita upp vitid thid hvad!!! Sundlaug med glerbotni!!!! Vid gatum sjed folkid synda thi thi thi,,en thvi midur var engin ad synda,,imyndadi mer thad bara. Svo keyrdum vid meira um og skelltum okkar svo a endanum ut ad borda a Thailenskan veitingarstad. Thad eru 3 ar sidan eg var ad ferdast i Thailandi med Perry akkurat nuna i oktober.

Her eru brekkur, sjor, ar, fjoll, flott hus, mikid um bata i hofninni.

Her langar mig ad prufa ad bua. Ps thad er Chagall syning her en eg nenni ekki thott eg aetti ad fara, en fer ad skoda risaedlur a eyjunni sem Gudrun byr a Vancouver Island i borginni Victoria.