laugardagur, október 30, 2004

Illugaskotta er komin á Strandirnar. Verð hér fram til 8. nóvember. Fundur í Reykjavík, og aftur sem fyrst á Strandir, því hér er gott að vinna.

Veðrið er frábært, gott haustveður. Þarf að skrifa tvo kafla í komandi viku ásamt því að laga fyrsta kaflann. Allt að skríða saman. Skeiðarárhlaup að byrja, ég gæti verið að fylgjast með því ef ég hefði drattast til þess að vera í Öræfasveitinni,,en það vil ég ekki því ég er alla daga Emma öfugsnúna.

fimmtudagur, október 28, 2004

Það rignir hér í Reykjavík. Hitti Gilla og syni hans tvo á Norræna húsinu í hádeginu. Þeir fara norður í Mývatnssveitina á morgun. Þar er víst vetur.

Ætla í bæinn í dag eftir klukkan 16:00. Er með fjöll af bókum með mér, sem ég þarf nú ekki að lesa en get nú notað samt.

Sef ógnar vel þessa daganna eftir að mér datt margt sniðugt í hug og hætti að bylta mér og hugsa allar liðlangar nætur og hafa áhyggjur af því að mér myndi aldrei nokkurn tíman aftur detta eitthvað sniðugt í hug.

Hef ekki enn þá farið á Þjóðminjasafnið, þótt það sé frítt inn á miðvikudögum. Ætla að bíða þar til Guðrún Ósk er komin suður, en hún er núna á Blönduósi á meðan þetta kennararverkfall stendur yfir. Það er eins og það hafi alltaf verið kennaraverkfall.

Sakna Glúms Guðmundssonar Bjarkan mikið (kötturinn minn) sem býr á Blönduósi. Hann hlustar á mig, segir aldrei neitt til að mótmæla mér og vill bara láta klappa sér,,svo slefar hann þegar maður klappar honum. Snilldar kötur sem ég hef áður talað um hér, enda er hann maður í álögum.

Mig langar að skrifa um álög. Afhverju verður fólk fyrir álögum? Ég þekki að minnsta kosti þrjár manneskjur sem eru undir álögum og einn kött.

miðvikudagur, október 27, 2004

Fyndið á erfitt með að vera akademón,,,,en það mun takast í nokkrar vikur. Gísli sagði þetta við mig í gær:" Björk þú verður að átta þig á því að þú ert ekki að skrifa fyrir hinn meðal tjaldbúa".

Illugaskotta veit það alveg. Það er frábært veður,,,nýkomin úr góðum bíltúr,,tala við gott fólk og njóta þess að vera til.

Hygg á Strandaferð sem fyrst. Heimildarbókaveiði vinna á morgun, ljósritun, útréttingar, skriftir og fleira.

Tunglmyrkvi byrjar klukkan 6 yfir tólf...allir að muna sem vaka svo lengi.

þriðjudagur, október 26, 2004

Hey það var ekki alveg glænýr jeppi sem Iðunn vann,,,en rosalega flottur kaggi þó!

Mikið að stússast í dag, halda áfram með skrifin eins og brjálæðingur.

Allt er ágætt. Kv Illugaskotta.

mánudagur, október 25, 2004

Amma í Kópa er 77 ára í dag. Til hamingju amma mín. Hún er úti á djamminu núna með vinkonum sínum. Amma er einn af þessum föstu og góðu punktum í tilverunni. Hvað ætli ég verði að gera þegar ég verð 77 ára?

Enn þá að djamma með Eydísi og Fríðu?

Veit það ekki.En Illugaskotta er kát í dag, því það er komið vit og línur í það sem ég er að skrifa!!!! Þetta mun takast.

Farin út í sólina.

sunnudagur, október 24, 2004

Vá Iðunn vinkona vann í bingóinu á Skjá einum hún vann heilan glænýjan Ford pickup,,,45 kíló af hveiti, grænarbaunir í dós og 10 geisladiska. Þetta er frábært, þar sem hún lennti í því um daginn að klessa fyrsta bílinn sinn.

Til hamingju Iðunn,,,nú bara njóta lífsins og vera aðal töffarinn á risa jeppa...það er gaman. Illugaskotta segir skál í bottom!!!

Illugaskotta er hress, þótt hún taki fíluköst og klikkist af og til það fylgir því bara að vera ég.

Át pizzu og drakk bjór, fékk mígrenikast, hamaðist í tölvunni,,,fór út,,,kaffihús, las blöðin, drakk kaffi,,,lét reykja yfir mig,,,og er núna í heimsókn hjá Sigga Atla, því þar er svo gaman að vera. Sendi frá mér efni sem ég fæ aftur í hausinn á þriðjudaginn.

Laufey Mattíana Long verður 4 ára á morgun, fer í afmæli til hennar.