laugardagur, maí 01, 2004

Farin að fá mér kaffi. Svaf í næstum 12 tíma! sem er met. Ekkert í fréttum og heilinn er dauður í mér. Rok og annað veður úti.

Hvað segir maður 1.maí? Gleðilegann verkalýðsdag? veit það ekki, en ég ætla bara að fá mér kaffi.

föstudagur, apríl 30, 2004

Fylgist með dagbók umhverfisráðherra, hún er núna í New York á þingi hjá Sameinuðuþjóðunum. Ég hef ekki mikið álit á stjóriðju í samkrulli við þjóðgarða, það er bara þannig að mannanna verk eru ekki náttúrunnar verk. Ekkert flókið.

Tók þessar línur úr dagbók umhverfisráðherra:
Í móttökunni var margt um manninn, en þar var t.d. Wade, umhverfisfulltrúi Alcoa. Ræddum við m.a. um þjógarðamál á Íslandi, en Alcoa hefur mikinn hug á að styðja okkur í þeim málum.

Alcoa vill einmitt styðja okkur í að fegra landið okkar, þeir eru bara að menga það aðeins með sínum framkvæmdum. Ég brjálast þegar ég hugsa um þetta, gjörsamlega tryllist. Bandrískt auðhringja fyrirtæki, með mengunarstrafsemi sína ætlar að styðja þjóðgarð!!!! Er ekki verið að grínast í mér??? Siðferðið er tvöfallt í þessu máli. Göfugt og fallegt að stofna þjóðgarð, en til hvers við hliðina á stórframkvæmdum???

Kannski til að sýna að svona hefðum við nú ekki átt að gera, en þessi stórframkvæmd hefði bara verið það eina sem íslenskum stjórnvöldum datt í hug, og jamm og já, allir þurfa nú að læra af mistökum sínum, og svona verður nú aldrei aftur gert....þetta voru nú bara mistök, en þetta er allt í lagi, því Alcoa studdi okkur í að stofna þjóðgarð í staðinn.

Dæs, þessar framkvæmdir eru byrjaðar, landinu blæðir eins og skáldið sagði: Ekkert var skapað úr engu.

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Sund í morgun, það er stress að lenda á milli sundkennslu eða gamla fólksins sem vill helst fljóta um sundlaugina í rólegheitunum. Var komin á flug og þá skall sundkennslan á. Við sem vorum að synda hratt vorum þrjú, komum okkur fyrir á einni braut og gamla fólkinu var þeytt til og frá, við skriðsunduðum fram hjá því og skvettum yfir það, þvílíkar aðfarir en nú var komin tími til að synda!!!! Illugaskotta lét ekkert stoppa sig, nú skyldi skriðsundið æft af kappi, hjartað hamaðist, og allt gekk vel, var í kappi við nokkra sem gerði þetta enn þá skemmtilegra. Hef bætt á mig vetraspeki sem er farið að fara mikið í taugarnar á mér, nú er komið vor...og þetta skal leka af mér.

Sótti um vinnu á netinu, í Cambódíu af öllum stöðum. Sem landvörður, veit nú ekki, en ákvað að láta slag standa! Og sendi inn starfsferlis skránna mína sem er til á ensku og sagðist hafa mikinn áhuga að vera í frumskógum Cambódíu, með rifill við hönd og berjast við veiðiþjófa. Ég veit ekki hvað kom yfir mig en hef engu að tapa allt að vinna.

Það mun ekkert gerast. En betra er að taka þátt heldur en ekki.

Nú svo er bara sumarið komið í gróðurinn, börnin farin að öskra úr sér lungun þegar þau koma í sund, sem lætur eyrnaskítinn stingast út úr eyrunum á manni, og allt er í besta standi þannig séð.

Draugar eru lífsseigar skepnur!
Samkvæmt snorra -eddu og konngsbók eddukvæða þá var heimurinn búinn til úr Ými, en Ýmir var jötunn sem varð til við samruna hins kalda Niflheims og hins heita Múspellsheims, þessir kraftar mættust í Ginnungagapi þar sem var ekkert og úr varð jötuninn Ýmir. Síðan drápu bræðurnir Óðinn, Vili og Vé hann Ými og sköpuðu alheiminn úr líkamspörtum hans.

Auðvitað hefur Einar Beneditkssona ritað kvæði um þetta og með sínum stíl sem er rosalega stór stíll,en flottur, því er ekki að neita.
Hér kemur fjórða erindi úr kvæðinu:

Ýmir

Hver lífsglóð var alslokkin innst í kjarna.
Á öræfum himnanna blakkti ei stjarna.
Tíminn var sjálfur eitt skugga-skar,
sem skímu ei átti á gröf sinna barna.
En Ýmir gnæfði af rökkri ragna,
í rishæð og vídd yfir Ginnungamar.
Framliðinn svip yfir brá hann bar
og blik þau í sjón er heldýpi fagna.


Pælið í því, hann talar um öræfi himnanna??? nú er einungis talað um öræfi Íslands, og þau eru nú full af ítölskum skít, landsvirkjunar skít, íslenskra stjórnvalda skít, og alls kyns öðrum skít. Illugaskotta sér stundum myndir frá Kárahnjúkasvæðinu, ljótt, ekkert annað hægt að segja um þær myndir.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Sól og blíða, best að drífa sig í sund í Vesturbæjarlauginni. Vildi alls ekki vakna. Dreymdi að ég væri á ferðalagi um Jersey, sem er eyjan í Ermasundinu sem ég bjó eitt sinn á. Var þar á hjólinu mínu, það var ótrúlega mikil þoka. Kannski ætti ég frekar að fara til Jersey í maí? En ekki Danmerkur. Eða bara vera á Íslandi í maí og skoða mig um þar, taka því rólega og vera í friði og ró.....eldurinn í rassgatinu á mér segir þó nei við seinustu tillögunni.

Allt veltur þetta á því að ég geti klárað fyrir 10. maí, ef ekki klára þá, þá er útskrift í haust og ég þarf að vinna í þessu í maí.

Fyrsti kaffibolli dagsins er alltaf bestur.

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Það getur nú varla breytt miklu?! Siggi Atla er að æfa eitthvað handrit,,skil ekkert hvað hann er að segja,,,,,,,,, hann er búin að segja "Það getur nú varla breytt miklu" á svona 30 vegu í framburði,,,,kleinur,,,,hvað ertu með? Kleinur, tveir dagar til stefnu segir, hann, svo segir hann:" Kleinur, kleinur,,,,kleinur, kleinur, kleinur, kleinur. Kleinurhrúga!!!!"

Góður dagur, er búin að labba í svona fjóra klukkutíma, fara á kynningu á meistarprófsritgerð, og Gísli er að skoða hrafnasparkið mitt, það verður áhuga vert að vita hvað gerist í þeim málum.

Farin að lesa skáldsögu.
Svefninn er góður. Í gær ætlaði ég að slappa af á Mokka, en þá var þar kall sem var að taka videó myndir af öllum. Illugaskotta stífnaði í baki og hálsi,,,vildi alls ekki að hann kæmi til mín. Hann færði sig hægt um staðinn sem er mjög lítill. Valdi fólk af handahófi og tók bara myndir af því í margar mínútur. Fólk virtist vera upp með sér, Illugaskotta horfði með hryllingi á þennan furðulega mann, sem ætlaði að dirfast til að leyfa sér að taka videó mynd af henni.

Hennti öllu ofan í bakpokann og æddi út áður en hinn furðulegi kvikmyndamaður myndi ná draugnum á filmu. Er annars hás, með endalausann kverkaskít, sem veldur því að mér finnst ekkert gaman að tala. Fékk taugaáfall í gær, hélt að tölvan væri að hrynja en bara klaufaskapur í draugnum.

Annað fór þá að hugsa að allar mínar tilfinningar og hugsanir renna inn í maskínuna tölvu. Hvað er það?

Annars hann Einar Benediktsson var flott skáld. Hann orti t.d. kvæði um hvarf séra Odds frá Miklabæ. En Oddur hvarf og talið var að kvendraugur, Sólvegi að nafni hafi valdið hvarfi hans. Oddur sveik hana í lifandi lífi, hún framdi því sjálfsmorð.

En hálfur máni af himinleið
slær heljarbjarma á mannanna ríki
og merkir skarpt þína miðnæturreið
á melinn í risalíki.
Þín fylgja, hún vex og færist þér nær,
þótt á flóttanum heim þú náir,
því gleymskunnar hnoss ei hlotið fær
neitt hjarta, sem gleymsku þráir.

mánudagur, apríl 26, 2004

Sögn er, að eitt sinn um úthöf reið
Óðinn og stefndi inn fjörðin.
Reiðskjótinn, Sleipnir, á röðulleið,
renndi til stökks yfir hólmann, á skeið,
spyrnti í hóf, svo að sprakk við jörðin-
sporaði byrgið í svörðinn.


Svona varð nú Ásbyrgi til,,,,,gott fólk. Þetta er "Sumarmorgun í Ásbyrgi"
Hádegi, mánudagur. Skila fyrstu drögum eftir hádegi. Er að bíða eftir tölvupósti frá Örnefnastofnun, varðandi Heinberg og Ásbyrgi.

Ætla svo að anda í dag, snattast fyrir Fannar bróður, hitta kannski ömmu og fara á Mokka kaffi, skrifa í dagbókina mína, þessa alvöru og fá mér gott kaffi. Er að fara að vinna í styrkumsókn til KB banka, en útskriftarstyrkur í boði þar, fæ aldrei neitt, en ætla samt að taka þátt.

Er með áhyggjur af Náttúruverndarmálum á Íslandi. Hugsa um þetta og reyni að finna flöt á þessu sem gæti komið að góðum notum, en er alveg skák og mát. Fræðslan er lítil sem engin, en fræðsla um þessi mál er allt of lítil ásamt því að vekja fólk upp á jákvæðan hátt um að umhverfið sé það sem bera þarf virðingu fyrir og hvers vegna

Illugskotta skríður hratt inn í grenið sitt og hugsar sitt. Á næturnar gengur best að vera til, segir lágfóta, einnig á morgnana.

sunnudagur, apríl 25, 2004

71 blaðsíða án mynda. Þetta er allt að koma. Búin að vera að vinna síðan 10 í morgun. Klukkan er að verða 19 núna, ætla í bíltúr og í göngutúr. Síðan heim að halda áfram að vinna, þarf að hringja eitt símtal meir í dag varðandi ritgerðina. Vantar að finna ljóðið "Sumar í Ásbyrgi" sem er eftir Einar Benediktsson, en þar lýsir hann hvernig Sleipnir spinnti í bergið og bjó til Ásbyrgi.

Úff,,,skila af mér fyrstu drögum á morgun til Gísla. Halda áfram að vinna þótt hann sé búin að fá eitthvað í hendurnar. Afþakkaði að fara á stökkva fram af skipum í dag út í sjóinn, sat bara hér og bræddi út á mér heilann.

Illugaskotta er þráa draugur...ég skal, ég skal og aldrei mun ég gefast upp.
Rigningin hefur komið gróðrinum af stað á suðurtá landsins. Vaknaði ekki hress klukkan 7 í morgun ákvað að leyfa mér að sofa og svaf til 9, vantaði það.

Vann með Röggu vinkonu í gærmorgun að finna myndir fyrir ritgerðina, það tók miklu styttri tíma en ég hélt. Langar að benda ykkur á frábæran vef mats.is. Þar er að finna alls kyns landslagsmyndir frá Íslandi, og ekkert mál að fá leyfi til að nota allar þessar myndir, búin að tala við þennan gæja. Iðunn vinkona las yfir, lagaði eftir hana. Hringdi í Kvískerja bóndann Sigurð, sem allt veit um sagnfræði, sögu og annan fornan fróðleik. Við vorum að ræða Heinbergs nafnið, hvað er Heinberg?

Sigurður heldur að það sé gömul mynd af orðinu stuðlaberg, og þá ef það er rétt, þá bjó Þór Þrumuguð, öll stuðlabergin til!!!! Nú er ég hissa. Hann ráðlagði mér að tala við málfræðing og það mun ég gera strax á morgun. 10. maí er dagurinn sem allt stefnir á. Frelsi eða áfram fangelsi? Einungis að bíða og sjá.

Get ekki beðið eftir að komast í vorið og sumarið á Ströndum.

Humm fékk upplýsingar sendar í pósti áðan að Sigurður bóndi á Kvískerjum hefði átt afmæli í gær, hann varð 87 ára í gær. Til hamingju Sigurður Björnsson.