laugardagur, október 25, 2003

Menningarferd Indverja fra Bangalore og Islendings fra Blonduosi.

Eg og Manju skelltum okkur i baejinn i gaer. Thad var gaman. Vid thurftum ad taka tvo straetoa og thegar vid vorum ad bida eftir straeto numer 2 tha vard Illugaskottu kallt. Svo hun for bara i morg handalaup,,menuring, a ensku.

Manju finnst ekkert skemmtilegra en ad sja Illugaskottu thennan risa fra Islandi hoppa og skoppa um tun og flatir her i Kanada.

Uti a tuni fyrir framan althingsishusid var farid i handahlaup,,,kona nokkur stoppadi. Var anaegd med thetta framtak og tok okkur tali. hun var fra Italiu....Thad fannst Manju fyndid og taladi allan daginn um thad ad tharna hefdu 3 I hisst..Italia, Island og Indland.

Hun hafdi buid her i 40 ar og sagdi ad fadir hennar hefdi ordid 98 ara, hann tok aldrei fri og vard aldrei veikur.

Their sem eru veikir eru alltaf ad rofla um hvad se ad theim og verda thvi enn tha veikari. Allt i hausunum a okkur. Getum akvedid ad vera hress med hugaraflinu einu saman.

Og annad og meira var thad ad hun sagdi ad vid vaerum skemmtilegar manneskjur og blessadi okkur. Ja svei mer tha.

I straeto tvo hittum vid adra konu sem einnig blessadi okkur. Manju sagdi ad thetta vaeri mjog godur dagur, med tvofaldri blessun. Illugaskotta skildi ekkert i ollum thessum blessunum en akvad ad thetta vaeri jakvaett. Rolltum um markadi, atum mat fra Sri Lanka og keyptum okkur Cinnamon Rolls sem eru eins og snudar en ekki med glassur.

I dag smakkadi eg hina fraegu VINARTERTA a thessari radstefnu. Sem sagt furduleg kaka, med sultu a milli eins og okkar kaka en med hvitum frosting eda glassur ofan a. Their segja Vinarterta med thessum ameriska hreim sem aetlar mann lifandi ad drepa.

Er ad fara i mat med thessu folki og buid ad neyda mig til ad vera med fyrirlestur i naesta manudi fyrir Islendingafelagid. Shittttt, fae vidurkenningu og allt. Hemmm, thetta verdur nu meira aevintyrid allt saman best ad fara ad koma hreimnum i lag, er skandinaviskur med skoskum hreim...sem sagt otholandi hreimur.

Syndi Manju myndir fra Islandi og hann sagdi ad thetta vaeri ekki eins og raunveruleiki, vaeri svo flott og hreint einhvern veginn sagdi hann. Hann var mest hrifinn af mynd af Langasjo sem Siggi a Hnappo sendi mer....
Dreymdi furdulegt i nott. Var i Langadalnum, Idunn vinkona var ad keyra thennan risa stora fluttningabil eg var fartheginn. Svo bara lenntum vid i arekstri, hun helt bilnum a veginum, tokum hinn bilinn i helming,,hann splittadist i tvo jafna hluta. Eg sagdi bara"haltu honum a veginum" og svo keyrdi Idunn afram. Eg var ad segja henni ad stoppa bilinn, vid forum hradar og hradar og a endanum sagdi eg: Stoppadu bilinn eg vil ekki deyja"!

Rugl er thetta, afhverju dreymir manni svona hluti?

Annars voda fin radstefna her i Islendingabokasafninu. Gisli Pallson var med fyrirlestur um Vilhjalm Stefansson og Svo er Helga Kress ad fara ad tala eftir hadegi og svo var gaur tharna med genarannsoknir a inuitum. Og svo kom adal spurningin...hvadan koma Islendingar? Illugaskotta vissi ad thad var von a thessari spurningu. Bammmmmm

Vid komum fra Skotlandi og Skandinaviu...segja genin. Kallarnir fra Skandinaviu og konurnar fra Skotlandi. Raetur er thad sem allt snyst um, ad hafa tengsl og raetur vid fortidina.

Allir ad tala ensku og islensku i bland. Allir mjog svona eitthvad hatidlegir og montprikslegir finnst mer. Reyndi ad tala vid einn fyrirlesarann en hann bara heilsadi og svo strunsadi a braut. Eg hlyt ad vera nord eda hann menntahroka fyrirlesari?

föstudagur, október 24, 2003

Netid virkar ekki heima!!! Vantar tolvunordinn Roggu hingad! Eitthvad sem tharf ad gera lengst inni i kerfinu sem Adam tolvunord er ad hjalpa mer med, en kannski i dag eda a morgun.

En annars ekkert. Kukalabba kallinn er vid hlidina a mer. Hann er svo alvarlegur ad thad er eins og hann se ad fara i jardarfor.

Er i skolanum ad fara i tima. Veit ekkert hvad mun gerast um helgina. Kvedja til trjalausalandsins.

fimmtudagur, október 23, 2003

Í sumar komu tveir kafarar upp á hálendið til þess að kafa í Öskjuvatni. Ég hitti þau, þau eru frá Lúxemborg og áttu frábæran dag í vatninu. Annað þar sem það er bannað að keyra inn í Öskjuna þá þurftu þau greyin að bera allt draslið sitt fram og til baka.

kíkið á þetta ef þið hafið áhuga á köfun

http://www.scuba.lu
Þetta er síðan hjá Indíánunum sem ég var hjá um seinustu helgi.

http://www.turtleisland.org/news/news-grassy.htm
Jón Jónsson á Ströndum var kosinn Ferðafrömuður ársins 2003. Ég óska honum og fjölskyldu hans til hamingju með þennan góða tiltil. En ég er sammála Sigga. Verst að það eru ekki peningar í þessum titli.

Fimmtudagurinn er komin, hvernig gerist þetta svona hratt? Þarf ekki vekjaraklukku vakna alltaf klukkan 8 og ef það breggst þá vekja smiðirnir mig þessir gaurar sem eru að lemja steypu og járn hérna fyrir utan gluggann minn. Flottir gaurar.

Bara bulli bull í dag. Ætla að lesa fullt, klára verkefnið mitt sem á að skila á morgun og ég hef næstum því bara unnið það upp úr öðrum greinum sem þýðir. Algjörlega leiðinlegt verkefni og hugmyndasnautt, verðum að vitna í greinar sem við eigum að hafa lesið en annað fyrir utan það er óviðkomandi. Veit ég er búin að rausa um þetta áður en þetta fer svo í
taugarnar á Illugaskottu.

Væri til í að vera að fara í aðra útilegu til Grassy Narrows í Ontario.

Allir sem lesa bloggið mitt. Takk.

Finnst alveg snildar skemmtilegt þegar ég fæ svör frá ykkur.

miðvikudagur, október 22, 2003

Geisp, komst i sund.

New Life for me, swam for long 20 times here and there, up and down.
Það var 9 ára stúlku rænt um nótt fyrir einum og hálfum sólarhring í borg hér rétt hjá. Einhver braust inn til þeirra og tók hana þegar hún var sofandi. Þetta gerðist í hverfi sem er venjulegt úthverfi, stórt hús og allt í lagi vel sett fólk. Allt vitlaust í fjölmiðlum.

Börn í borginni og skólanum sem þessi stelpa gengur í eru öll í áfalli. Vildu ekki sofna í herbergjum sínum og foreldrar einnig í áfalli. Einhvern veginn ógnir alls staðar sagði félagsfræðingur í fréttum og staðurinn sem allir finnast þeir öruggir á, heimilið er einnig orðin líklegur árásarstaður. Illugskotta hefur ekki mikið velt sér upp úr þessu en samt þetta er eins og í bíómynd.

En er raunveruleiki í beinni inn í stofu til mín.

Vaknaði snemma til að fara í sund, þessar sundferðir mínar eru farnar að verða spennandi því ég kemst næstum því aldrei ofan í laugina hún er alltaf full af skrokkum! og ég fer bara aftur heim án þess að fara í sund, fúlt finnst Illugaskottu.

Hitti fullt af fólki í dag sem gaf mér áhugaverðar upplýsingar. Hitti t.d. Karl Stone sem er indíáni um fimmtugt. Hann sagði mér frá því að það hefði búið Íslendingur í þorpinu hans þegar Karl var strákur. Þessi Íslendingu hjálpaði oft föður Karls í garðinum hans. En sem sagt hann Siggi var mikill sagnamaður og Karl vildi ekkert fremur en hlusta á Sigga segja sögur. Siggi lokaði augunum, vafði sér sígarettu og byrjaði svo að segja sögur frá landinu þar sem engin tré eru.

Karl sagðist alltaf hafa haldið að Siggi væri að segja lygasögur, en svo seinna meir vissi hann betur. Siggi sagði þeim sögur frá því að þeir hefðu gengið margar mílur til þess að finna rekavið. Ég spurði Karl hvaðan þessi Siggi hefði verið en hann vissi það ekki.

Hitti annan indíána sem er sjamanismi/galdrakarl. Hann var áhugaverður og skrifstofan hans mjög litrík. Ég benti á staf nokkurn og snerti hann næstum en brá alveg ofsalega því hann Roger varð svo æstur, hann hélt ég ætlaði að snerta stafin en þetta er heilagur stafur, með arnarkló og fjöðrum. Ég ætlaði alls ekkert að snerta hann. En ræddum margt, t.d. er Rogar af bjarnaklaninu, menn og birnir hafa blandað saman blóði.

En nóg að pæla og hugsa eftir að hafa hitt þá báða. En les lítið allt bíður og bíður og safnast upp eins og venjulega.

Klósettið er komið í lag, það er að koma búð hér í kjallarann en við höfum þurft að fara langar leiðir til að kaupa mat, bara til drasl i sjoppunni hér. og já þetta er nóg í bili.

Jú eitt enn. Karl sagði mér frá því að það væru enn þá að koma kristniboðar til þeirra í þorpið hans til þess að losa þau frá djöflinum. Ég get svo svarið fyrir það!!!

Eitt skiptið komu þeir og settu upp tjaldbúðir og byrjuðu að halda háværar messur í marga tíma sem var blastað yfir þorfið með hátölurum. Karl sagðist hafa heyrt í þeim, hlustað í tvo tíma og það eina sem þeir töluðu um var!!!!!!! já Djöfulinn að það þyrfti að gera hitt og þetta varðandi djöfulinn. Úff segi ég nú bara, greyið fólkið að vera svona fjandi klikkað.

þriðjudagur, október 21, 2003

Dagrún Strandastelpa, dóttir Jóns og Esterar er farin að blogga ég mæli með blogginu hennar. Hún er 9 ára, að mig minnir.

dagrun.blogspot.com

í sumar þá las hún þetta ljóð fyrir mig, ég ætlaði alltaf að fá það skrifað hjá henni en hér er það komið þar sem ég stal því af bloggsíðunni hennar, vona að að sé í lagi Dagrún?:

Ég trúi á drauga og óvætti
sem fara á kreik á miðnætti
risarnir glenna sig tröllin hlæga hátt
þessi kvikindi lifa í frið og sátt
köngulærnar skríða eftir veggjunum
hér er nóg af mannabeinsleggjunum
hauskúpurnar eru í hrúgum
rifbeinin í bréfalúgum
blóðsletturnar hér og þar
og strigapoki sem tröll á bakinu bar.
KLÓSETTIÐ OKKAR ER STÍFLAÐ!!!!

En ömurlegt, ég gerði það ekki, sko. Meiki gerði stórverk í það og allt fór í vitleysu og núna er ekki hægt að sturta niður, vatn upp á setu og hættu á flóði.

Kann að gera við þetta en hér er ekkert til að nota. Mér finnst sem ég sé komin aftur í vinnu á tjaldstæðinu.

Finn ekki gleraugun mín er að drepa á mér augun vegna linsu notkunar.

Skólinn er búin 1.desember ég hygg á ferðalag til Indíána þangað til ég skrepp til New York og svo Skotlands og svo...................Vona að klósettið reddi sér, en þau redda sér nú sjaldan sjálf þessi klósett.

mánudagur, október 20, 2003

Ég er svo fegin að þessi dagur er að kveldi komin. Stóð upp við töflu og talaði fyrir stjórnvöld hér í MANITOBA, það var ömurlegt en gekk vel, fannst þetta bara svo leiðinlegt.

En já loksins bara aðeins að vera heima hjá sér. Nóg að gera í því að fara að ljósrita efni fyrir lokaverkefnið og hitta kennara sem eru að kenna í Native Studies til að fá ábendingar um bækur og fólk sem gott væri að tala við.

Varð fyrir því í dag að vera já, æji veit ekki alveg var sko kölluð "foreign kid".

Ég meina sko ég, Jocylyn, Dab og Lalit fórum að veiða þarna á laugardaginn og hin að horfa á video og skógarhögg. Þau voru víst fúl að komast ekki í að veiða en þau voru ekki að fylgjast með að það var í boði. Og voru að tala um þetta í dag að þau hefður verið svo þreytt að sitja og hlusta og keyra svo heim um kvöldið en sko "the foreign kids" hefðu farið að veiða!!!!!

But fuck!!!! Jocylyn er Canadamaður en Indíáni. Ég er Íslendingur, Dab frá Banglahdesh og Lalit frá Indlandi.

Djöfull fanst mér þetta lélegt að segja svona en var sybbin í morgun og vill halda friðin þannig að Illugaskotta sat á sér og brosti á meðan ég kvað bölbænir í huganum. Já skrattinn leynist á mörgum stöðum eins og biskup vor segir.

Mikil flóð í British Columbia þar sem ég var fyrir viku, en þar rignir allan veturinn en hér er bara svona 30 stiga frost um veturinn. Það er farið að kólna í veðri og það er gott.

Vildi óska að ég væri að fara að veiða dádýr og fisk í dag með Sjún.

Jocylin er með sömu sýn og ég á Akademíuna, sem er allt of hátt uppi í skýjunum og virkar varla fyrir fólkið í landinu.

Hvað er hægt að gera til að Akademían geri eitthvað fyrir fólkið í landinu? Veit það ekki ég mun reyna mitt besta.

sunnudagur, október 19, 2003

Ég er orðin Indíáni.

Fórum í þriðju stærstu sögunnarmyllu Canada,,,,,risa mylla sem einungis útvegar 400 störf því hún er svo tæknileg...allt gert þarna við timbrið. Svo var gist í kofum við vatn, og það voru kalkúnar á svölunum okkar. Næsta dag var farið til Grassy Nation sem eru Indíánar sem hafa mótmælt að trén séu tekin frá þeirra svæði. Þeir lokuðu veginum fyrir stóru timburfluttningarbílunum og stóðu úti í marga daga, þeir hættu skógarhöggi. Mótmæli standa enn, Indíánarnir fá ekkert fyrir þau tré sem eru tekin úr skóginum þeirra.

Þeir voru þarna á undan en öll lög og allar reglur eiga við hvíta manninn. Indíánarnir lifa af þessu landi. Eins og Steve sagði einn af höfðingjunum.

Þeir geta tekið landið mitt og ég geri ekki neitt á endanum verður ekkert eftir og ég dey, ég ætla að berjast.

Þetta var hræðilegt að hlusta á. Ég meina hvað er meira óréttlæti, þetta fólk er alls staðar vandamál að mati stjórnvalda. Stjórnvöld hafa aðrænt auðlindir þeirra, skóganna. Þegar þeir hverfa þá hverfa veiðidýrin, vistkerfið fer í rugl mengun rennur í vatnið þeirra.

Steve sagði að stjórnvöld vildu ekki indíána þarna og þeir vilja þá ekki heldur á götunum, en þar lenda þeir flestir, landlausir, og rótlausir. Missa tengslin við landið og hverfa í ruglið.

Jæja!!!Illugaskotta var komin í baráttuhug, ég gat ekki hlustað á þetta. Annar gaur sagðist varla geta lengur farið út og horft á skóginn sem væri að hverfa. Sagan hans og fólksins hans væri að hverfa með auðlindinni skógi.

ALLUR VIÐURINN FER Í MYLLUNA, ALLT EFNIÐ SELT TIL BANDARÍKJANNA!!!! 98% USA 2% til Canada. Allt unnið fyrir ekki neitt hér og kaninn græðir....

Við frá Háskólanum gátum farið að skoða skóginn þar sem skógarhögg hefur átt sér stað, horft að 30 ára gamla mynd um líf þeirra indíánnann þarna eða farið að VEIÐA!!!! Ég fór að veiða með Jocylyn sem er er með mér í tímum hún er Indíáni og með Dab sem er frá Bangladesh og Lalit Turkey sem er frá Indlandi..og Indíána. Djöfull skemmtun við okkur vel og hlógum enn þá meira. Lalit datt svo kylliflatur þegar við komum í land og hann kunni svo ekki að vera í bát, það leið næstum því yfir mig af hlátri. Enda er hann Kalkúni.

Við fórum út á risastórt vatn á tveimur bátum, er enn þá með sjóriðu. Löggðum net, gengum um eyjur, fundum elgsspor sem hafði verið þarna fyrir 2 tímum og skoðum húsið sem Sjún er að byggja sér. Svo aftur til baka, eyddum kvöldinu við eldinn að segja sögur og margt fleira.

Í morgun risum við úr rekkju klukkan 7 og fórum að vitja netanna, veiddum fullt af fiski. Sjún Indíáninn vildi svo sýna okkur forn steinmálverk. Á leiðinni þangað sáum við tvo erni (Bald Eagle) þeir eru brúnir með hvítann haus. Vá þeir voru risastórir, voru í trjátoppum. Henntum fiski til þeirra, þeir voru varkárir, flugu á braut.

Og svo komum við að þessum þúsundar ára gömlu myndum á klettavegg sem er aðeins hægt að komast að á bát.

Þetta voru hendur, manneskjur, dýr og bátur. Sjún fór að spyrja hvort við værum með sígarettur eða penna, ég var með penna skyldi ekkert hvað hann var að tala um, en sá stubba hér og þar í berginu og skyldi ekkert í því hvernig þeir hefðu komist þangað. En hann fékk penna hjá mér og penninn var settur í klettinn. Hummm, ég vissi að James væri með sígarettur og fékk eina hjá honum, til að gefa klettinum nóg.

Daginn sem við löggðum netin þá stoppaði Sjún við bjórahús. Bjórahús eru stífflur/hólar sem bjórar byggja og búa í. Stór hrúgöld í vatninu ekki svo langt frá vatnsbakkanum. Í poka nokkrum hafði hann fætur og stélið af bjórnum, myndi segja að bjórar hafi stél svona flatt og grjóthart.

En hann tók fæturna og stélið og raðaði upp á stærð bjórsins vantaði bara búkinn. Svo sagði hann:

Svona gerum við okkar fólk, við trúum að með því að skila þessu aftur til staðarins þar sem þú veiddir bjórinn þá komi annar í staðinn stærri en þessi bjór

Svo tók hann einn og einn hluta og hennti í stífluna. Ég Íslendingurinn horfði á og skildi. Þetta fólk kann að lifa með landinu og hugsar fyrir komandi kynslóðir.