fimmtudagur, júlí 22, 2004

Illugaskotta er núna staðsett í Mývatnssveitinni. Búin að dýfa mér í bað hér, ný baðaðstaða úti og labba um . Veðrið er búið að vera rosalega gott.

Mun fara á Blönduós á laugardagskvöldið að ég held, nema ég skelli mér í Kverkfjöll á laugardaginn. Það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug.

Gilli og strákarnir eru í sundi, svo ætlum við að grilla hamborgara og pylsur,,,Gilli gerir bestu grilluðu borgara sem Illugaskotta hefur smakkað,,,,ummmm, ég fæ vatn í munninn.

Drakk bjór og horfði á fugla hér við Mývatn fyrir hádegi,,,what a life!!!! Þvílíka frelsið og frábæra lífið,,ég kemst ekki yfir það. Er frjáls eins og haförn og líður vel.  Þar til næst, túdellídú!

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Komin í frí.
 
Fór í sund í morgun, ég kláraði heita vatnið í sturtunum! Sem olli því að ég fór í kalda sturtu og nokkrir aðrir líka.
 
Kannski geri ég þetta líka á morgun, því það er svo gaman að klára heita vatnið úr sturtunum.
 
Veit ekkert hvað ég geri af mér í fríinu. Eitt er það sem Illugaskotta á erfitt með að gera en það er að velja eitthvað. Og sérstaklega þegar valkostirnir eru ógnarmargir, þá missir hún þessi rólegi draugur algjörlega fókusinn og allt fer út um grænar grundir.
 
Ætla ekki að telja upp alla valkostina sem núna bjóðast. Þeir myndu gera hvern meðal draug brjálaðann!

mánudagur, júlí 19, 2004

Jæja þá er Illugaskotta búin að hlusta og horfa á fréttirnar. Það var flaggað í hálfa stöng í Snæfelli og Kverkfjöllum af skálavörðum, en landverðir í Herðubreiðarfriðlandi og Öskju létu þennan atburð afskiptalausann og flögguðu fána Ferðafélags Akureyrar í heila stöng. Illugskotta veit ekki fullkomlega afhverju þau flögguðu ekki í hálfa stöng, en það kemur einhvern tímann í ljós. Og þess vegna ætlar hún ekki að tjá sig mikið um þessa ákvörðun landvarðanna í Herðubreiðarfriðlandi og Öskju.
 
Það var hins vegar flaggað á fleiri stangir  í Herðubreiðarlindum en það var hún Elísabet Kristjánsdóttir sem framdi seiðinn þar á bæ, hún flaggaði í hálfa stöng á sína eigin fánastöng og með sínum eigin fána. 
 
Góð umfjöllun í sjónvarpsfréttum RÚV, ágæt hjá Stöð 2 en engin hjá rúv í kvöldfréttum. Nú er búið að ákveða að hafa 19. júlí fyrir dag hálendisins.
 
Illugaskotta hoppar hæð sína í loft upp og er meira en ánægð með framtak Elísabetar.


Var að koma úr sundi, úr þessari frábæru 25 metra löngu laug sem er nýbúið að opna hér á Hólmavík.
 
Magnað að geta synt áður en ég fer í vinnuna, var alein í sundi, sem var enn þá betra, þá var þetta mín einkalaug.
 
Bestu kv frá Illugaskottu. Verð að muna að flagga í hálfa ,,,,,,,,,,,,,,,

sunnudagur, júlí 18, 2004

Í gærkveldi fórum ég og Siggi Atla út á Krossnes, á leiðinni stoppuðum við hér og þar og alls staðar. Skoðuðum fjöll og firði, Siggi söng fyrir mig tankalagið og svo skoðuðum við magnaðann heitann pott sem er úti á skeri og ég fann fullt af draumsóley, sem er víst gott að nota út í te, því hún er svo róandi. Ekki veitir af.

Í morgun þegar Illugaskotta skreið út úr húsinu sínu klukkan 8 um morguninn til að fara í hina reglulegu og lífsnauðsynlegu morgungöngu, þá görgðu á hana tveir hrafnar. Manga og Imba sátu á húströppunum og biðu eftir að það væri sagt góðan daginn við þær og að þær fengju mat.

Annars er Illugaskotta að fara í annað brúðkaup í sumar. Það verður haldið í ágúst í Landmannahelli sem er staðsettur í Dómadal á Fjallabaki. Þetta verður þrusu gott brúðkaup, það veit ég. Helgi og María eru að fara að gifta sig. Allir úti í risatjaldi og svo öll víðáttan. Get ekki beðið eftir þessu fjöri.

Bestu kv frá Skottu.