föstudagur, febrúar 04, 2005

Föstudagur til fjár. Fjárinn. Fjársins. Æ...Árnastofnun þar er margt um áhugaverðar bækur. Fjölskyldan hittist í gær hjá Begga frænda, það var fínt. Það kólnar það er gott og allt heldur áfram.

Tek lýsi það er ágætt þótt það sé vont bragð af því, undarlegt. Borðaði tvær bollur í gær ummmmmm,,,og bráðum kemur sprengidagur...og allir þessir dagar.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Andleysið er mig lifandi að drepa samt neita ég að gefast upp, stoppa og allt það kjaftæði.

Sit hér í Tæknigarði, matarfnykurinn er einum of hérna og þess vegna hef ég opnað hér glugga og það er stormur í tölvuverinu! jibbí,,aðeins að koma súrefni inn í þetta hús, það er mitt hlutverk, hef tekið mér það hátíðlega í hönd.

Jæja best að halda öllu áfram. Mamma er í aðgerð í dag, vona að það gangi allt sem best. Bestu kv frá Illugaskottu.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Áfram Framsókn! Áfram Framsókn,,þið eruð á góðri leið á góðan stað!

Bestu kveðjur frá Illugaskottu sem hló eins og andskotinn sjálfur við morgunfréttirnar. Í dag sofa spaðarnir og hjörtun liggja andvaka,,eða hvernig var þetta sagt?

Illugaskotta er að drattast áfram í sínu, allt er ágætt. Bráðum verður allt betra en ágætt.

sunnudagur, janúar 30, 2005

Listaverkið er enn þá bilað???? Listaverkið í nýja sal Alþingis er búið að vera bilað í um það bil eitt ár, það er hneyksli. Sem sagt þetta listaverk virkar þannig að ef maður leggur eyrað upp að því þá er hægt að heyra í rödd, sem hvíslar í eyrað á manni alls kyns setningum úr ljóðum og sönglögum. Nei það er bilað. Þegar Illugaskotta kemur aftur eftir ár til að heyra og sjá listaverkið þá verður það mjög líklega áfram bilað.

Rigning, hef haldið mig frá tölvu í nokkurn tíma. Humm,,,,enginn stoppar tímans þunga nið.