fimmtudagur, mars 04, 2004

Vor í lofti og vindur hlýr, allt gengur vel. Úlfar og aðrar skepnur hitta mig hér og þar.

miðvikudagur, mars 03, 2004

Það er að fara koma nóg af þessari einangrun, hef getað unnið hér, en nú er Illugaskotta búin að fá nóg. Mig langar að hitta vini mína, fara í sund í Vesturbæjarlauginni og tala við grágæsirnar á Háskóla túninu.

Illugaskotta hefur einnig ákveðið að halda upp á afmælið sitt þann 16.apríl 2004 í Reykjavík. Það er föstudagur,,,hún skottan ljóta er að verða 30 ára, það er geggjað.

Illugaskottu langar í tvennt í afmælisgjöf: Peysuföt og kápu úr hrosshúð, með faxinu og öllu á. Bestu kveðjur hér úr vorinu suður og niður.

mánudagur, mars 01, 2004

Illugaskotta er í einangrun, ég hitti ekki neinn. Hef lítið hugsað eða pælt þessa daganna.

Vona bara að ég geti klárað ritgerðina í vor, annað var það ekki, kveðja til ykkar. Skottan