föstudagur, maí 14, 2004

Hellt úr fötu veður. Teiknaði tvær myndir áðan af svörtum draug með elds augu og í stað munns var hann með eld. Það er verið að ýta á mig að flytja til Canödu í vetur, fer allt eftir því hvort ég haldi áfram að vera aumingi með hor og ekki klára þetta rxxxxxxxx hxxxxxx! ef ég klára í sumar þá er ég frjáls.

Ojbarasta hvað ég er leiðinleg í dag, enda eru bara leiðinlegir hlutir búnir að gerast í dag....hvað geta manneskjur verið skrýtnar? Alla leið til tunglsins og aftur til baka.

Átta ár í dag síðan ég fór í fyrsta skipti til útlanda, og þá var ég búin að ráða mig í vist til sjö mánaða á eyjunni Jersey í Ermasundinu. Ein eftirminnilegasta ferð sem ég hef farið í ásamt því að reynsla og fólkið sem ég kynntist þarna er ómetanlegt...samt vorum ég og Eydís alveg að mygla um haustið og fram í desember. En þá fórum við til Parísar, dvöldum þar í nokkra daga og tókum svo Ermasundslestina til London, fengum ótrúlega ódýra miða vegna þess að bruninn í göngunum var ný búin að eiga sér stað...allt saman frekar fyndið.

Ég hef ekki stoppað að fara til útlanda síðan þetta allt gerðist, það er gaman.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Gúrku og tómatatíðin mikla, er núna. Í dag er gaman, nóg að gera og vinna og bardúsa....hlakka samt til að fara að vinna bara frá eitthvað til hitt.

Er í Tæknigarði, hér er erfidrykkja, heitt í þessari tölvustofu. Skrifa einhvern tímann næst...

miðvikudagur, maí 12, 2004

Í dag fór ég í sveitina Dalland, skoðaði nýju folöldin tvö, spjallaði við Þórdísi, gróðusetti tómataplöntur og gúrkuplöntur, mokaði hrossaskít í holur, og reif arfa. Frábær dagur með góðu fólki. Allir í góðu skapi á Dallandi og hressir. Svart og hnífur.....

Hef komist að því að fólk sem er leiðinlegt er hætt að koma mér á óvart, fólk sem heldur að það sé merkilegri en aðrir er óþolandi fólk. Enda reynir draugurinn að forðast það sem heitann eldinn að umgangast þannig fólk, en stundum þarf maður að gera fleira en gott þykir.....segi ekki meir.

Upplifði mig í gær, sem risastórt tröll, stóra og mikla, með háa rödd..kannski er ég þannig,,,og fólkið í kringum mig var svo minna en ég og lágværara og í fínni fötum og eitthvað svo dannað. Ég á svo ekki heima í borg.

Draugur, vildi ekki fara út í gær. Var eitthvað slappur. Reyndi að vinna, en datt í holuna mína hvað eftir annað, sem er:bælið, rekkjan, grenið eða rúmið. Sem sagt var inni í allan gærdag, fram yfir kvöldfréttir, þá draugaðist draugur út ásamt hjólinu sínu. Farið á fund sem olli draugnum þreytu eftir að búið var að koma hinum ýmsu málum á hreint, þreytan/leiðast kom óvart fram. Ætlaði ekkert að sýna að ég væri hætt að fylgjast með,geispaði, og geispaði hátt,,,,,,,,aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa!!!!!!!!!!!!! Þessi geyspi þýðir:Nú er komið nóg af kjaftæði, vil fara út að leika mér. Svo gott að komast út, á hjólið og þeytast um bæinn.

Svona var nú það. Í dag mun ég vinna í að leita á netinu, svo er ég að fara í sveitaferð til Dallands, svo í mat til herra Muzaks og hans fjölskyldu, ég á að búa til salat og koma með brauð. Á morgun verður gaman, en það er leyndarmál afhverju.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Krían er komin í hólmann sinn á Reykjavíkurtjörn. Það er gaman að sjá hana þar.

Gaf blóð í gær í 16 skipti, Bjarni bróðir var að gefa í fyrsta skipti og stóð sig sem mesta hetja. Það liggur þoka yfir vesturbænum, klukkan er að verða 7 um morgun. Ég nenni ekki að vera vöknuð. Allt gengur fínt.

mánudagur, maí 10, 2004

Nýjustu fréttir eru þær að draugur nokkur sprakk af bræði, en hélt þó andlitinu hjá tollinum. Þar sem Mark vinur minn sendi gjöf í gegnum netið þá er eins og ég hafi verið að kaupa þessa gjöf handa sjálfri mér, sem þýðir að ég þarf að borga toll af minni eigins afmælisgjöf....

Réttlætið er flott hér á landi...en ég neita að borga, og neita að leysa gjöfina út,,ég mun sigra.
Núna er Illugaskotta í tollinum, reiðin ólgar í mér....ætli ég þurfi að borga fyrir afmælisgjöfina mína??? Fer allt eftir því hvort tollverðir hafi átt góða helgi eður ei!!!!!!!

Mánudagur 10. maí til mæðu.

Innrásardagurinn á Ísland,,fyrir einhverjum árum, þegar heimstyrjöldin var.

Í gær sá ég í fréttunum bandaríska hermenn með vélbyssur á Íslandi!!!, vegna komu einhvers skips hér við Suðurnesin. Þetta fannst Illugaskottu nóg. Vil ekki sjá þessa hermenn á mínu landi og hvað þá sprangandi um með vélbyssur. Vil herinn í burt, vil að við getum sagst vera þjóð sem er án hers, og að við höfum friðarstefnu að leiðarljósi hér á landi.

Vá Bush og Blair eru búnir að biðja Íraka afsökunnar mikið eru þetta skilningsríkir og auðmjúkir menn. En hvaða lagar það? Ekki neitt, þetta eru bara orð ríkjandi herra. Þessu fólki heldur áfram að líða ömurlega eftir að hafa orðið fyrir barðinu á bandarískum og enskum hermönnum. Mér er alveg sama um innihaldslausar afsakanir og þeim líklega líka. Eina lausnin er að herinn drulli sér í burtu í frá Írak, þetta er land Íraka og þeirra óskipulag. Það á að treysta fólkinu að byggja upp sitt land og sína stjórn, án íhlutunnar USA eða UK.

Hvað kom eiginlega fyrir? Afhverju líta Bandaríkin á sig sem hina einu rétthugsandi og líknandi þjóð í heiminum? Afhverju er allt gott sem þeir segja? Afhverju eru okkar ríksstjórn fylgjandi Bandaríkjunum? Bush og hans félagar ættu að fara að hugsa um sinn rass og taka sig á heima fyrir, en í staðinn vilja þeir skoða annarra landa rassgöt sem þeir hafa ekki hundsvit á.

Þetta get ég þusað um, en mér er ekki sama að hafa verið dreginn undir stríðshatt ríkisstjórnarinnar, sem er bara fólk sem áttar sig ekki á því að Íslendingar dauðskammast sín fyrir það að styðja stríðið í nafni ríkisstjórnar Íslands. Svo senda þeir bara peninga út til að laga eftir stríðið, hvaða rugl og rykhernarður í augu almennings er þetta?,,,,,,,,,,,Hef sagt það áður og segi það nú, það þarf nýtt fólk inn á þing, fólk með reynslu úr mismunandi geirum atvinnulífsins. Ekki endalausa stuttbuxnastráka,,,,,,nú þegir draugurinn er orðin alveg sjóð dýr vitlaus í hausnum við allar þessar hugsanir.

Vá hvað það er mikið af fólki hérna á Þjóðarbókhlöðunni, eins og flóðið af nördum hafi ákveðið að flytja hingað inn, og ég með talin.

sunnudagur, maí 09, 2004

Ég er of mikil verkkona í mér til þess að vera hangandi yfir bókum, heimildum, tölvu, skrifum, kenningum, heitum og hvað þetta heitir allt saman. Sat heima til 14:00 í dag. Fór þá að ná í hjólið mitt, síðan í göngutúr sá þá kríuna sem gargaði heil ósköp. Svo í heimsókn til Svavars, síðan í sund að synda! ekki hanga í pottum eða sólböðum. Gargandi börn út um allt, fékk bólur og ofnæmiskast, teigði á og skundaði á braut frá gargandi skrímslum og fljótandi líkum,,,,,sem flutum hægt um og ekki var hægt að synda fyrir.

Síðan já, síðan fór ég heim, gekk frá las moggann,,,,og fór á leikritit sem Siggi Atla leikur í "Kleinur", ég fór á hjólinu mínu. Vá!!! hvað það er gaman að hjóla, flaug um bæinn og ætlaði varla að nenna á leikrit í þessu veðri, en það var þess virði að fara á leikritið.

Nú á morgun verður farið í það að leysa út afmælisgjöfina mína sem er að koma frá Mark vini mínum, en hún lennti í klónum á tollinum, sem mér finnst vera mjög pirrandi að þurfa mjög líklega að borga fyrir að fá afmælisgjöf frá útlöndum. Hvað þýðir þetta lesendur góðir? Við búum í eftirlits þjóðfélagi af hæstu gráðu. Einnig þarf ég að hanga og vinna á bókasafninu.

Sprengju fréttir daglega í fjölmiðlum, er hætt að taka eftir þessu..

Siggi á Hnappavöllum í Öræfasveit á afmæli í dag, til lukku með daginn!! Það var sól hjá honum eins og fleirum sunnanlands fólki í dag.
Frábær dagur í gær, fór með 3 vinkonum mínum til Sólheima en áður en stoppað var þar, þá stoppuðum við á Selfossi fyrri sund, átum nestið okkar úti í móa við Þrastarlund, keyrðum svo á Sólheima, þar var þetta snildar leikrit. Áður en farið var í nestis át þá var stoppað í áfengsverslunni, til að kaupa rauðvín og bjór. En Illugaskotta fékk allt í einu ákafa þörf fyrir rauðvín, drakk heila flösku alein!!!! Leyfði einni samferða konu minni að fá smá sopa, en hélt svo fast utan um mína bokku,,,enda var þetta bara pínulítil rauðvínsflaska, frá Chile....en ógnar gott með brauði og túnfisksalati..

Veðrið var sól og blíða, og dagurinn vel heppnaður. Er að drekka kaffið mitt, og hugsa um hvort ég ætti að fara í göngutúr og sund, eða fara að vinna og síðan göngutúr og sund? Ætla að byrja að vinna, það virkar betur.

Það er logn úti og skýjað, fínasta gönguveður.