laugardagur, nóvember 15, 2003

Gott vedur og gaman ad vera uti, en er nuna inni ad gera verkefni.

Hlakka til ad fara heim og eta allt sem eg keypti i gaer!!!

Eg er alein i tolvustofunni, en taskan hans Manju er herna. Kannski stalu trollin honum eda Thorgerisboli?

Bestu kvedur BjorkÞað er gaman að fara út að borða, og sérstaklega finnst Illugaskottu gaman að fara á indverska veitingarstaði. Við fórum 4 út að borða, en Illugaskotta gat lítið sem ekkert borðað. Gleymdi að borða morgunmatinn sinn, svo tími, svo fara í stórmarkaðinn ásamt Manju, þar leituðum við með logandi ljósi af salti en fundum það ekki.

Og þar sem ég fór svöng út að versla þá keypti ég allt of mikið af mat og fékk að kenna á því í öxlunum þegar við vorum að labba heim. Bakpokinn seig í og Illugskotta ákvað að þetta væri fáranlegt, og gaf allan matinn til hungraðra,,nei nei,, ég var hungruð og neitaði að gefast upp. Manju hló og hló.

Að lokum komu Íslendingurinn og Indverjinn í vinina í eyðimörkinni og axlirnar lifnuðu við. Fórum svo út að borða en vegna þess að Illugskotta hafði gleymt að borða og drekka vatn um daginn,,,þá var hún komin með hausverk en nóg af væli. Næst þegar ég fer á þennan veitingarstað þá mun ég sko vera búin að drekka mikið vatn allan daginn og borða mat...

En vorum að ræða hvað fólk getur spurt mann já hvað segir maður,,,,allt of heimskulegra spurninga!!!

T.d ein sem er með mér í bekk, spurði gaur sem er búin að lifa af stjórnarbyltingu í sínu landi og bjarga fjölskyldunni sinni frá hernum, hvort hann hefði drepið einhvern á ævi sinni, og ef svo væri hve marga hann hefði drepið.

Þetta já fannst Illugaskottu einum of klikkuð spurning.

Þannig að núna munum við Manju drepa um það bil þrjá á dag! Það var svarið við þessu bulli. Vá en eins og ég er búin að segja enn og aftur. Það er til svo mikið að fíflum í heiminum,,,en sem betur fer leynast góðir naglar og skrúfur innan um þessi fífl.

föstudagur, nóvember 14, 2003

Hellarannsoknarfelagid er snilldar felag. Eg vor for eg med Kara vini minum ad skoda hella a Sudurlandi,,,thad var gaman ad skrida eins og ormur lengst ofan i jordinni.
Hvað ætti maður að skrifa á föstudegi!?? Veit ekki alveg,,,kemst ekki í sveitina um helgina, einhver dó í fjölskyldunni þarna 3 klst frá Winnipeg, þannig að það frestast. Sem þýðir að ég verð að gera verkefni sem ég ætlaði að fresta fram á seinustu stundu.

Fór í íslensku tíma í gær, 3 nemendur og einn kennari. Ég talaði og talaði,,,þau voru feimin að segja eitthvað vitlaust,,,en það geri ég alla daga hér í Canödu.

Ein stelpan hafði unnið á Hellu í kjúklingabúi, ég spurði hana hvað hún hefði verið að gera þar, hún sagðist hafa verið að drepa kjúklinga.

Farin í tíma,,ætli það verði ekki talað um "traditional ecological knowledge"!!! þeir elska það hér,,,staðbundin þekking. Vinna allt út frá henni,,,finnst þetta nú einum og þröngt sjónarhorn, en best að láta baula viteysunni enn og aftur yfir sig.

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Hér kemur svarið afhverju hún Canada heitir Canada:

Where did the name Canada originate?

When Jacques Cartier explored North America in the 1500s, he was warmly greeted by a group of Iroquois. Cartier asked the Iroquois chief what the land was called. The chief replied "kanata," their word for village. Cartier applied his own pronunciation to the word, and from that day forward the entire territory became known as "Canada."

Einnig er hið fræga laufblað þeirra á fánanum, hlynur, alveg frægt. Ég á 3 stykki laufblöð sem ég fann í Vestur Canödu.

Why a maple leaf?
Maple trees have always provided Canadians with valuable wood products like flooring, furniture, and interior wood décor. Long before the arrival of the European settlers, Canada's aboriginal peoples discovered the values of maple sap. At least one species of maple trees grows naturally in every province.
Including a maple leaf on the nation's flag in 1965 wasn't the first wideswidespread use of the maple leaf. Many historians believe it served as a Canadian symbol as early as the 1700s. Did you know that between 1876 and 1901 the maple leaf appeared on all Canadian coins?

og smá meira, en Bjórinn er tákndýr Kanödubúa,,og nú er kennslan búin í dag í Kanödu.
Stundum þegar maður er í útlöndum þá verða einfaldir hlutir mjög flóknir en þá er bara um að gera að hafa samband við vini sína sem redda hlutum. Valdís Vera reddaði núna mjög einföldu máli sem vafðist mjög fyrir mér.

Er bara að bíða eftir svari....hef ekkert farið út í dag. Hygg á það að lesa í allan dag og fara í íslensku tíma, til að tala íslensku við nemendurna þar.

Mun kenna þeim sömu orð og ég er búin að kenna Manju: Helvítis, skítur, og ég elska þig. Þetta voru orðin sem Manju vildi læra og hann er alltaf að segja þau. Nei bara að bulla....
Fréttirnar hérna eru hreinsaðar,,,veit ekkert hvað er að gerast í heiminum. Nema í Írak, Kanada og USA. Bandaríkjamenn segjast ætla að sýna þessu Írökum að þeir munu vinna þetta stríð og þetta var sagt með hörku tón..af einhverjum hershöfðinga.

Horfði á hörmungar þátt í gær um hana Jessicu, vinkonu hans Adda á Ströndum. Hún er hetja sem var bjargað af Bandaríkjamönnum. Hún var lítil og góð stúlka sem ólst upp í litlum hvítum bæ í miðjum Bandaríkjunum, hún og hún. Já er hetjan sem Bandaríkjamenn voru að bíða eftir.

Milljons and milljons of Tax dollarssss...en já fór að kaupa afmælisgjöf en endaði í bíó og að kaupa afmælisgjöf..fór í bíó fyrir 150 krónur. 2 dollara bíó,,,það var gaman. Viva Canada,,,já þeir tala frönsku er með fréttirnar alltaf á sem kemur mér betur inn í málið.
Siggi Atla sendi mér slóðina inn á Náttúrugripasafn Íslands

Er samt alveg gáttuð á því að það sé ekki gert meira fyrir þetta safn sem er mjög merkilegt. Jæja best að vera bara hneyksluð hér í Kanödu.

Ég er búin að halda að það sé fimmtudagur í allan dag,,,en það var miðvikudagur og ég er búin að græða einn dag að mínu mati.

Ég er bara að lesa bækur í kvöld og hanga yfir sjónvarpinu, át risa samlokur með hangikjöti á milli, er svo södd að mig langar að springa,,,Im so sad that I could spring!!!!

Im in seven heaven! Hver sagði þessa frægu setningu?

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Lopapeysu veður úti, er að fara niður í bæ.

Get ekki beðið eftir sveitarferð. Er sammála sigga atla þetta er ritskoðuð dagbók, ég segi ekki allt, þá gæti hver sem er skoðað inn í hausinn á manni.

En hér er samt gaman að setja fram pælingar og atburði.

Kannski sé ég birni á morgun? eða þvottabirni, þeir eru svoldið varasamir, eru sumir hverjir með hundaæði.

humm langar bara að liggja yfir tölvunni en mun drífa mig út í góða veðrið,,,,
Ég er búin að borða í allan dag. Fór í matarboð í dag heim til Desmonds og Karenar. Það var gaman.
Spiluðum Scrabbel, átum margt og bökuðum brauð sem við settum fjallagrös út í, er hér með ilmandi hleif hér við hliðina á mér.

Karen smakkaði sambó lakkgrís sem ég fékk sendan um daginn og hún varð að ég held "Freðin" eða "stoned" eða henni leið furðulega að hennar sögn. Hummm læt þetta liggja milli hluta.

En líður eins og á jólunum, við vorum að tala um hvað við hefðum gert seinustu áramót og já,,,hummm ég átti víst söguna sem sló allar hinar út, og ekki orð um það meir.

Fer út í sveit um helgina jibbbbbíiiii,,með vinkonu Karenar, tekur 3 tíma að keyra þangað, þar sem mamma þessarar stelpu býr, ég get ekki beðið. Og annað, það er víst fólk sem býr þar rétt hjá sem á 12 Husky hunda, en það eru hundar eins og mig langar í, og ætla að fara að heimsækja þá. Get ekki beðið eftir því að komast út úr borginni, það er slæmt að eiga ekki bíl í útlöndum.

Annars þá er mikið um dýralíf þarna í norðri hjá bóndabæ mömmunar, þarna eru birnir, auðvitað íkornar, þvottabirnir sem eru hinir mestu þjófar og dádýr..og eitthvað fleira.

JÁ annað einn af mínum uppáhaldsstöðum í heiminum eru Orkneyjar og hérna er góð síða. Ljósmyndir, þjóðfræði og allur skratinn. Eyjur eru áhugaverðir staðir og mig langar aftur til Orkneyja.

og annað, annað,,,,,er bara búin að vera hér í tvo mánuði í dag, og það finnst mér lítið en samt mikið.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Sæsafn á Íslandi, en hvað með Náttúrugripasafn? Ekkert safn á Íslandi sem maður getur farið á sem fjallar um náttúrufar á Íslandi, bæði á landi og sjó, dýr, plöntur, saga, þjóðtrú og þjóðsögur auðvitað!!! ljósmyndir.
Náttúrugripasafnið í Reykjavík, hvar er það? Náttúrugripasafnið er flott í Kópavogi,,en það vantar almennilegt safn um náttúrufar og sögu þess á Íslandi.

Hvar er Geirfuglinn? Mæli með stofnun Náttúrugripasafn Íslands, fortíð, nútíð og framtíðar pælingar. Visual dæmi,,vá ég sé þetta einhvern vegin í hyllingum..og hryllingum

Er að hlusta á Dægurmálaútvarpið á netinu þar er verið að tala um að sædýrasafn.

Æji þegar ég fer að pæla í þessu þá kemur hörmungarástand Þjóðminjasafnsins upp í huga mér. Það er slæmt. Skil ekkert í því afhverju þeir fóru að byggja við gamla safnið. Hefðu átt að láta það eiga sig, byggja annað hús og þá væri þetta fyrir löngu komið af stað, að ég held. Bjánar alls staðar að stjórna, finnst Illugaskottu.

Oj ropaði, lýsisbragð af hákarli, jakk bjakk...

Annars þá er kínversk stelpa með mér í einum tíma, hún heitir Fei Fei. Hún sagði mér að hún hefði alist upp fyrir framan sjónvarpið. Var alltaf sett fyrir framan sjónvarpið, og foreldrar henni sögðu henni að vera fyrir framan sjónvarpið. Vá,,,furðulegt og svo var hún flengd allt þar til hún var 16 ára!!! Ef hún var ekki að hlýða foreldrum sínum.

Margt skrýtið í kýrhausnum og hana nú!!!


Testósterón og ostregon .

Hér er síða sem fjallar almennt um hormón í mannslíkamanum.

Rosa þáttur í sjónvarpinu um þessi hormón. Konur með tíðarhvörf eru að fá hormónasprautur og kallar eru víst líka með breytingar skeið, að sögn vísindamanna. Breytingarskeiðið byrjar í kringum 50. Þá fara þeir að verða slappir, fúlir og í tilfinningakreppum. Og fá þá bara sprautu í rassinn og allt verður gott, og þeir verða aftur fullir af orku eins og þegar þeir voru 20 ára!!

Veit ekkert um þetta. En þessi hormóna markaður er risa milljarða markaður, allir vilja vera ungir, hraustir og hressir.

Afhverju þá ekki að éta hormóna?
Jú það eru víst ekki góðar aukaverkanir. Því skrattinn vill alltaf borgun eftir að hann er búin að gera hina langsóttu ósk að veruleika.

Annars þá er heitt úti, snjórinn er farinn að bráðna, og íkornarnir vinir mínir eru ofsa kátir. Skoppa um öll tún og tré í leit að æti.

Það er svo mikið frost hér á veturna að snjórinn er ekkert að bráðna, og þess vegna moka þeir alltaf snjónum strax í hauga sem eru svo keyrðir í burtu á vörubílum.

Á morgun er brauðdagurinn mikli. Fer til Desmonds og Karenar að baka brauð, og mun kenna þeim að nota fjallagrös, íslensk fjallagrös sem ég tók með mér til Canödu. En sem sagt fékk hugmyndina af því að nota fjallagrös í brauð frá Pétri í Ófeigsfirði.

Ég bleyti grösin í vatni, og klippi þau svo niður í mjólkina eða vatnið sem hveitið fer út í. Það er samt kúnst að setja ekki of mikið af grösum, þá verður brauðið of hollt,,,,eða réttara sagt of sterkt og grösin verða ofsa fúl út í ykkur.

mánudagur, nóvember 10, 2003

jibbbíiíiíi´,,,,,,velja bara eitt orð það er nóg,,,þetta er gaman..,,,,var annars bara með ágætann fyrirlestur um furðuverur og aðra snillinga í íslenskum þjóðsögum. Það var gaman, las svo eina þjóðsögu fyrir þau um tröllin sem fóru að ná í Færeyjar...

Er samt með hausverk eftir þennan dag,,,,ræfils Skotta.
Ætla að prufa að galdra þessa galdrasýningu hér inn á Galdrasýning á Ströndum, akabradabra


kannski mun eitthvað gerast, en eitthvað gerdist í hausnum á mér í gærkveldi þegar ég var í strætó,,,humm,, þetta er spennandi.
Netid er alltaf nidri tharna heima, er thvi ad blogga her i skolanum, ekki med islenskum stofum.

Verkefnadagur i dag, skila inn tillogu ad fyrsta kafla lokaverkefnis mins og verd med fyrirlestur eftir hadegi.

Thad verdur gaman og audvelt, er med fyrirlestur um alfa, huldfolk, troll, skrimsli og drauga a Islandi og um thjodsogur. Eg mun einnig vera med myndir til ad syna, myndir fra Islandi af heimkynnum thessara vera.

Er ad hugsa um ad fa mer svertingjaflettur i harid, vinkona min thekkir konu fra Nigeriu sem er alveg klar i thessu, tha mun hun fletta gervihar med inn i fletturnar,,,margar oteljandi flettur sem munu valda thvi ad eg tharf ekki ad greida mer i margar vikur. En thad tekur nokkrar klukkustundir ad gera thetta.

Eftir thennan dag tha a eg bara eftir ad vera med tvo fyrirlestra, mikid er thad nu gott.

Illugaskotta tholir ekki ad greida a ser harid, thad er sart og leidinlegt og thess vegna er eg alltaf med ogreitt og ufid har.
Hummmmm, ok.

Skotta er snillingur. sem er ekki alveg viss um allt.

Verkefni er i lagi.

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Papar eru góð hljómsveit, og textin við lagið Amma og draugarnir á einkar vel við mig og ætla ég að setja eitt erindi úr laginu hér inn.


Kom þar hún Skotta
með skotthúfu ljóta.

Tönnum hún gnýsti,
glotti og hló.

Skottu draugar,,,hef ekki enn þá hitt einn, en kannski einhvern tímann. Er með ritstíflu eins og venjulega í þessum verkefnum,,finnst erfitt að skrifa á ensku þannig að það hljómi ekki eins og texti eftir 6 ára krakka,,,,,,,verð að vanda mig, þetta er fyrsti kafli lokaverkefnisins sem á að skila inn á mánudaginn, mun klára þetta á morgun.