föstudagur, september 23, 2005

Vegna lélegs internetssambands þá hef ég skrifað lítið, en í dag er það í lagi.

Jæja, margt hefur drifið á daga Illugaskottu síðan hún lenti í Kanödu fyrir um það bil tveimur vikum síðan. Ég fór á verndarsvæðið Pangassi og dvaldi þar í eina viku. Þangað flugum við á sjóflugvél sem tók upp af flugvelli í Winnipeg en lenti á vatni, rosalega flott vél. Eiginlega eins og vél frá síðari heimstyrjöldinni. En hvað um það, þennan fyrsta dag minn í Pangassi, fékk Illugaskotta mikið áfall, eiginlega svo mikið að ég varð að hugsa lengi um það hve manneskjur geta verið afskiptalausar og dofnar af því að horfa á eymd annarra, og um leið hvað fólk og börn geta farið illa með sig.

Gary var beðin um að koma á þetta svæði vegna þess að börn og unglingar þarna, frumbyggjar, eru að eyðileggja sjálfan sig. Í einu húsinu voru unglingar, strákar og stelpur, sem héldu fast utan um grænu ruslapokana sína. Eins og þeir væru þeirra dýrmætustu gripir. Í þessum pokum er bensín sem þau eru að sniffa, úti á götu ganga 2 til 8 ára börn sjálfvala allan daginn. Haugskítug, svöng, afskipt. Húsin þeirra eru með hlerum fyrir gluggum, bílarnir þeirra sem eru glænýjir eru allir beyglaðir og illa hirtir.

En já, það er hægt að hjálpa. Illugaskotta er mjög hugsi yfir því hve ríkisstjórnir geta verið afskiptalausar, svo lengi sem þær græða á því að láta hlutina eiga sig. Pangassi er staðsett á fallegu vatnasvæði, þar eru óteljandi eyjur, skógi vaxnar, gular strendur, fiskar hoppa og elgir er víða. Hins vegar hafa þeir frumbyggjar sem búa í Pangassi, misst sambandið, tengslin við landið og menninguna. Ræturnar þeirra eru lausar, hinir svokölluð "Born again christians", hafa komið inn hættulegum skilaboðum hjá þessu fólki. Að menning þeirra sé af hinu illa,að þau verði að tileinka sér menningu hvíta mannsins. Úffffff...já en þarna er nýr grunnskóli, og það er vilji hjá fólkinu að fara að breyta samfélaginu, takast á við það að tengjast menningu sinni aftur.

Við fórum í bátsferðir, gengum um þorpið, bjuggum til súlur í indjánatjald með tveimur litum indjánastrákum, og svo gerðist það. Illugaskotta veiktist. Íslendingar eins og ég eiga það til að vilja sofa við vötn, ofan á svefnpokum sínum, það gerði Illugaskotta. Moskítóflugurnar átu drauginn upp til agna. Hann varð veikur, og blossaði upp í ægilegum kýlum.

Fór til Winnipeg eftir vikudvöl í Pangassi, þar sem Atli consúlinn hér í Winnpeg, kom mér að sem fyrst á spítala. Þar fékk læknirinn áfall þegar hann sá kýlóttann drauginn,,sem fékk 3 gerðir af lyfjum og þann úrskurð að hann sé með ofnæmi fyrir Moskítóflugum. Núna er allt betra og draugur er eldhress. Var að koma úr minni fyrstu kanó ferð, það er æði að sigla hér um ána, er að læra á utanborðs mótur báta. Ásamt því sem ég skrifa og skrifa...bestu kveðjur til ykkar allra, þar til næst, múuuuuu eins og elgurinn segir.