laugardagur, apríl 17, 2004

Svaf sem steinn, eftir að hafa lesið mig til suður ameríku árið 1988, þar sem tveir fjallgöngumenn eru að fara af stað í skelfilegann leiðangur. Sem sagt en þeir lenda í slysi, eru báðir að fara að drepast og það sem gerist er að það verður að bjarga lífi, bestu vinir. Skera á línu, annar hverfur hinn kemst niður í búðirnar. Stendur allt aftan á bókinni.

En jamm og já, það er ótrúlegt magna af áfengi hér á bæ inni í íbúðinni, mér verður óglatt við tilhugsunina að vakna í fyrramálið! En gott er að eiga afmæli og bjóða góðu fólki.

Er farin í vinnuna, svo að ná í kökuna mína um, síðan heim að umbreyta íbúðinni og bíða eftir veislunni....

Gönguferð sumarsins hún verður farin einhvers staðar þarna á Ströndum. Takk öll fyrir góðu kveðjurnar, þið þarna í Danmörku og þið hjúin í Englandi, þið í Kanödu og Skotlandi og ekki síst allir hér á Íslandi!!! Nú hlæ ég þegar ég les yfir þessar þakkir eins og ég sé einhver alheims draugur.

Bjó til kaffi í morgun sem ég hef ekki gert lengi... djöfull var það gott.

föstudagur, apríl 16, 2004

Illugaskotta er 30 ára í dag. Það er gaman. Búin að fá ótrúlega mikið magn af símtölum, búin að hringja þó nokkuð athygglisvert í dag, ásamt því að fá tvær afmælisgjafir. Koníak og ótrúlegt blóm frá Jóni og Sigga, Vöðvaolíu frá Þórdísi og bók frá sjálfri mér. Prúttaði hana niður í ekki neitt....

Dagurinn er búin að vera frábær, fór í sund snemma í morgun, svo út í sveit í göngutúr með Þórdísi og hundum hennar, svo í Kringluna að hitta Bjarna og Svövu,,,svo í bæinn að hitta norðlendinga og kaka og kaffi, og einn bjór,,,,,búin að njóta þess að vera til og eiga frábæra vini.

Á morgun verður svo veislan og er að fara að versla í hana núna með hjálpartólinu henni Röggu. Sumarið leggst vel í mig, er með fullt af hugmyndum um hvað sé sniðugt að gera,,,,

Draugurinn fékk fyrsta símtalið klukkan 6 í morgun alla leið frá Skotalandi.....keypti mér Avena Sativa úr heilsuhúsinu sem á að auðvelda manni að sofa, er komin með meira en nóg af andvökum og slíku....Segi það aftur og enn,,,,,,,,allur aldur er skemmtilegur og sérstaklega er gaman að eiga afmæli.

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Skoða lóðina og húsið hvern einasta dag. Það sem draugnum langar í þennan stað. 2.2 hektara lóð, sumarhús á henni, sem bara á eftir að leggja rafmagn í og vatn. Þetta er draumur fyrir einfara og drauga eins og Illugaskottu. Þarna get ég sett upp gróðurhús, verið með hundinn minn sem ég á eftir að fá mér. Sett allt draslið mitt, upp með bækurnar og verið í friði og ró þarna.

Svo geta vinir og vandamenn notað húsið þegar þeir koma í heimsókn, hvenær sem er. Því draugar eru gjafmildir. Þarna er gróðursælt, þarna er gott að vera. Örugglega líka ótrúlega gott að sofa þarna úti í móa.

Vann í dag, við það eitt að skrifa ekki. Bara hugsa og lesa. Nóg að gera. Var að ræða það við vin minn hvað það er til allt of mikið af vitleysingjum það er óþolandi, þeir skemma allt.

Á morgun mun ég byrja daginn snemma, fara í sund um 730, synda og láta mér líða vel. Fer svo upp í Dalland til hennar Þórdísar til að ræða ýmiss mál ásamt því að fá mér góðan göngutúr með henni. Fara svo til ömmu í Kópavoginn. Síðann fara með Röggu að versla fyrir veisluna, bjór og snakk og svo ætlum við í Bláa Lónið, svona kannski. Þá verður draugurinn búinn að fara tvisvar sinnum í bað í dag, og bæði skiptin undir berum himmni, en því miður í sundfötum!!! Þoli ekki sundföt.

Svo er kvöldið óákveðið. Kannski bara fara aðeins út og hitta einhverja góða félaga. Sé til. En þessi dagur á að vera góður á morgun.
Er að telja hvað margir koma kannski í veisluna, líklega um 30 manns. Það verður gaman. Er búin að panta 20-25 manna tertu sem ég fæ með ríflegum afslætti í gegnum bróður minn.

Illugaskotta er svo þreytt, hún var andvaka aðra nóttina í röð. Hef svo margt að huxa sem vill ekki hverfa þegar draugurinn leggur þreyttann kollinn á koddann þar sem bjórinn, dýrið bjór, sefur líka. Kannski of margir sem liggja á þessum svæfli?

Illugaskotta verður 30 ára á morgun, það verður fjör, það verður fjör, það verður öfga fjör.

Draugurinn hefur haft furðulegar hugmyndir um aldur í gegnum tíðina. Einu sinni hélt hann að allt væri bara búið og skeð og allt þegar hann yrði 25 ára. Þá væri þessi svokallaði staðlaði pakki í höfn: Hús, bíll, börn og kall. Nei í staðinn þá umturnaðist draugurinn, og uppgötvaði að þessi pakki er bara ekki allra.

Svo héllt draugurinn að hann myndi bara vera á grafarbakkanum þegar árin 30 kæmu. Nei svo er ekki, hef aldrei verið hressari og mun láta til mín taka svo um munar þegar ég kemst út úr þessu skóla skriffli.

Farin í vinnuna. Mun taka mér frí frá störfum á morgun.

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Heili draugsins er að lamast, hann er að kafna úr rakspíra fýlu!!!!! Táfýla er betri!!! Gaur með mér á skrifstofu sem notar svo mikinn rakspíra að það veldur því að svifagnir þær sem eru í súrefninu mettast og mengast af ilmvatni sem er svo ónáttúrlegt að það jaðar við umhversspjöll að setja það á sig!!!!

Varð að pústa smá áður en draugurinn ræðst á kauða, rétt held draugnum rólegum sem var að detta inn í einhvern vinnu trans!!!! Annars er lífið frábært og ekkert hægt að stóla á drauga sem bera heiti eins og skotta eða móri.....farin inn í rakspýralandið!!! Bestu kveðjur til ykkar allra.
Á baksíðu Morgunblaðsins í dag er mynd af engum öðrum en Funa galdraketti!!!! Þetta er magnað. Var að drekka kaffi og fletta mogganum margt af góðum fréttum í Morgunblaðinu í dag en einnig slæmum.
Dagurinn tekinn snemma. Illugaskotta er á labbinu því hún er að stirðna upp á allri þessari setu.
Þjóðarbókhlaðann...tölvukerfið þar er freðið, tekur um 5 mínútur að fá upp færslur þegar verið er að leita að bókum á þessu bókasafni.

Hins vegar lá hann Funi galdraköttur núna í anddyrinu, hann lá á mottunni í sólbaði. Vældi ógurlega þegar ég tók upp á því að klappa honum, fólk bara glápti á hann þar sem hann flatmagaði á gólfinu sem hinn bestir húsvörður. Þessi köttur á skilið að fá fálkaorðuna að flytja inn í Þjóðabókhlöðuna og brjóta upp á hversdagsleikann sem er þar við völd.

Randaflugur á sveimi, trén að blómgast og hettumávurinn er líka kominn, hann argar alveg ógurlega hátt og frekjulega sá fugl.

Afmælispartý Illugaskottu verður haldið á laugardaginn, um kvöldið í turninum þar sem hrafnar og draugar sveima um. Þetta verður allt saman alveg ógurlega skemmtilegt.

Í gær varð vinur Illugaskottu bensínlaus og svo fór bílinn ekki í gang, þegar bensínið var komið á hann. Náð var í Rauð sem er enn þá á skaflajárnunum, og Gráni gamli dreginn af stað. Hann komst í gang og er víst hinn sprækasti að ég held eftir þennan drátt.

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Það er slydda úti, ég er svo hissa. Gæsir og annar búfiðraður er að maka sig alla daga, gaman að fylgjast með því,,hrafnar að krúnka sig saman, álftir að para sig og fleiri fuglar. Sá mikið af fuglum í gær.

Fátt annað. Illugaskotta dreymir sig bara út og suður, það er það sem hún gerir best.

mánudagur, apríl 12, 2004

Mánudagar sem eru sunnudagar eru furðulegir. Allir að sunnudagast eitthvað þótt það sé mánudagur, en vinnuvikan er stutt hjá þeim sem vinna eitthvað,,,annað en Illugaskotta gerir,,,hún bara situr fyrir framan tölvu og bætir á sig kílóum og grömmum, hef aldrei áður verið með bumbu,,,hummm, en þá er hægt að ganga hana af sér eða synda. Ég hlakka svo til sumarsins, það verður fjör með sjávarlykt i nösum og galdraskræður í augum.....nú verð ég að fara að læra að galdra upp á gamla siðinn, kann það nú alveg,,,en alltaf gott að æfa sig.

Ástargaldrar, og svo eru það matargaldrar og hestagaldrar,,,,Hlakka til alls en kvíði ekki neinu, það er góð tilfinning.

sunnudagur, apríl 11, 2004

"Sjaldan ætlar sá góðs af öðrum sem er vondur sjálfur". Þetta er sá málsháttur sem Illugaskotta fékk úr páskaeggi sínu. Humm,,stundum hef ég tekið málsháttum þannig að þeir eigi að passa við eitthvað í lífi manns, kannski get ég fundið það út með þennan.

Í gærdag, þá gerði ég við stórt gat á hurðinni á bílnum mínum, rygðað í gegn, það var gaman. Nota trimmara til að hreinsa allt, pússa, og líma í, láta harðna og pússa meir, mála svo yfir og gatið er horfði. Var bara fyrst að taka í burtu ryð, skrúfjárnið fór bara í gegn!!!! þannig að þá varð bara að laga.

Svo var ætt á svo sem ágætt leikrit, of mikið öskrað fannst Illugaskottu og það hefði mátt taka á krassandi málum í þessar brúðkaupsveislu sem var verið að setja upp. Síðan um kvöldið þá fór Skottan á sveitaball á Blönduósi. Það var fyndið, þarna er sama liðið síðan ég var á ballast. En breytt andlit, sem sagt það sem ég meina er að það eru og verða alltaf til sömu týpurnar af fólki. Flottu gæarnir, nördarnir, bólufésin, fínu píurnar og hinar sem sjást ekki svo mikið. Þetta var ótrúlegt, mér fannst ég hafa stigið aftur í tímann, en þarna voru ekki: Gummi, Svavar, eða Ragga, Iðunn, Lára og,,,,,allir hinir sem eru hættir að fara á þessi böll, þau heita eitthvað annað núna.

Dansaði og skemmti mér vel.

Margt mis áhugavert rætt, kom heim um klukkan 3 og át tvær risastórar samlokur og las gamla mogga.

Páskaeggið mitt er nú hálfklárað, ég nenni ekki neinu, systkini mín eru dauð í sitthvoru herberginu, pabbi farin í húsin og mamma að bardúsa eitthvað í eldhúsinu, Glúmur galdraköttur er með meiddann framfót, halltrar eins og versti róni.

Ég er farin að hressa mig við.