fimmtudagur, desember 11, 2003

Set slóðina aftur inn fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða Guardian greinina á netinu, þar sem fjallað er um nokkra ráðherra á Íslandi og menntun þeirra. Víst menntahroki að mati Umhverfisráðherra vors.

www.manitobawildlands.org

Ekkert meir ætti að vera að yfirgefa Kanödu á morgun en sem betur fer frestaði ég því um viku því það er svo margt að gera og skoða núna. Fer til Hollow Water í dag, kem aftur á laugardaginn.

Bless, bless.
ÞAÐ ER 30 STIGA FROST ÚTI!!!!!!!

Ég datt inn á dagbókina hennar þarna sem er umhverfisráðherra á Íslandi,,,fyndið því hún er að vísa í greinina sem ég setti slóðina inn á í gær....endilega kíkið á þessa grein í Guardian. en hér kemur dagbókar brot frá umhverfisráðherra inni í minni dagbók...sorry umhverfisráðherra þetta var bara áhugavert...vona að þetta sé í lagi.


Fékk senda rjúpnaveiðifrétt úr DV í morgun á faxi úr ráðuneytinu. Þar var eftirfarandi gullkorn haft eftir Eggerti Skúlasyni:
Ég segi nú bara við Siv: Sveiattan” segir Eggert Skúlason og vísar til menntunar umhverfisráðherra. “Það er óþolandi að sjúkraliðar sem aldrei hafa stigið út í náttúruna skuli þykjast vera einhverjar náttúruperlur og ákveða svo jólamatinn fyrir okkur hin. Annars bý ég svo vel að eiga rjúpur í kistunni.”
Ja, hérna, um þessar mundir virðist vera vinsælt hjá hinum ýmsu skríbentum að vísa til menntahroka í umfjöllun um ráðherra, en fyrir nokkrum dögum birtist álíka viðhorf í grein um Kárahnjúkavirkjun eftir Susan De Muth í Guardian.
Þar sem ég hef haft gott samstarf við Eggert í gegnum tíðina ákvað ég að hringja í hann til segja honum að ég væri ekki sjúkraliði, sem ætti svo sem ekki að skipta öllu máli, heldur með BS gráðu í sjúkraþjálfun, sem er fjögurra ára háskólanám í Háskóla Íslands
.

Hvort skiptir meira máli,,menntun eða reynsla í því fagi sem maður er að vinna að eða í,,,,?????? gaman væri að fá smá comment frá ykkur lesendur góðir,,,því þetta finnst mér áhugavert, vona að ykkur finnist það líka.

Ég persónulega hefi meiri trú á reynslu,,,ásamt einhverjum teskeiðum af menntun...en reynslan situr í fyrsta sæti.

Fyrirlesturinn gekk vel. Þetta var rosalega gaman. En, já það er alltaf en í öllum sögum. Illugaskotta er alltaf stundvís og hún ákvað að mæta klukkutíma áður til að setja tölvuna í gang og tékka hvort ekki allt virkaði, og viti menn það borgaði sig.

Einhvern vegin hafði það ekki komist áleiðist að Illugaskotta æltaði að nota tölvu og skjávarpa til að sýna myndir af hinum ýmsu skepnum sem búa á Íslandi. Og það var engin tölva og enginn skjávarpi og enginn vissi að það átti að vera tölva!!!!!

Adrenalínið fór að renna, úfff, hvernig átti Illugaskotta að flytja þennan fyrirlestur og engin tölva. Hún var með allar bækurnar,,,andskotinn sjálfur. Allt þarf maður að gera sjálfur annars fer allt til hans kölska. Sigrid bókavörður hringdi eitthvað og fyrir einhverja heppni var einhver reddari enn þá í vinnunni og þessi reddari þekkti annan reddara...og allt fór vel.

En var búin að hugsa þetta út án skjávarpa og án tölvu. Alltaf tilbúinn!!!! En það mættu um það bil 30 manns, mikið spurt, og hlegið. Fyrirlesturinn var tekinn upp á video og verður settur á netið!!!! Hummmm já,,,svona er tæknin ekkert einkalíf lengur...tíminn situr kyrr í tækninni.

Fínar veitingar, vínarterta, ostar, kex, ídýfur og grænmeti. Góðar samræður á eftir, margir með áhuga að vita meir um skepnurnar sem búa á Íslandi.

Ég var spurð hvort ég hefði séð drauga og hvort ég tryði að álfar og huldufólk væru til. og fleira og fleira....sveitin á morgun og fleiri ævintýri. Mikið er gott að vera ekki í skólanum.

og nú er bara að drífa sig út í frostið og ég er í síðu pilsi,,,,25 stiga frost úti. Ég mun nú deyja því ég er að fara eftir hégóma mínum að vera fín og þá verður mér kallt. Farin á minn eigin fyrirlestur.....mikið hlakka ég til jólanna.

miðvikudagur, desember 10, 2003

Var að flakka um eina af þeim síðum sem ég skoða nokkuð oft, sem snertir á umhverfismálum hér í Kanada,,manitoba,,og hvað haldið þið að ég rekist á. Fann bara skjaldamerkið mitt, hið íslenska skjaldamerki, og það er verið að fjalla um Kárahnjúkavirkjun. Verst að þetta var ekki fyrr, en góð grein sem er vísað á.

skrolla aðeins niður og þá getið þið lesið áhugaverða grein á www. manitobawildlifelands.org,,,,,hyperlinkurinn er ekki að virka þess vegna er ég að gera þetta svona.
Hvaðan koma skrímslin? Úr okkar eigin haus eða annara haus?

Held bæði.

Fór inn í gamla byggingu hér í dag, flott maður. Stigar út og suður fannst ég vera komin í stiga atriðið úr Harry Potter, nema þessir stigar voru ekki að hreyfast úr stað. verð að fara að lesa þjóðsögur til að koma mér í stuðið sem er í kvöld. neita því ekki að ég er spennt, alla vegana 20 manns sem ætla að mæta,,

kaffi,,,ég er háð því,,,ef ég er ekki búin að fá kaffi eftir hádegi þá líður Illugaskottu ekki alveg nógu vel

Míkon Mí Íkwe,,,það er annað nafn á mér. Sem Garry gaf mér. Það er gaman að hafa nokkur nöfn,,,ég sjálf hef gefið mér nafnið Illugaskotta.

Hef einu sinni séð draug, nei tvisvar. Bæ bæ,,þar til næstu pælingar detta hér inn.
Það er 23 stiga frost úti. Úfffff,,,nú þarf ég að fara í föðurlandið góða. Ég ætla ekki að fá frosna leggi eins og í gær þegar ég labbaði heim í 18 stiga frosti. Þurfti að koma við í búð til að afþýða freðna leggi.

Þessi búð var eins og kjörbúðin gamla á Blönduósi, allt gamalt, hillurnar og loftið. Einnig súrefnið,,,kannski fór ég aftur í tímann.

Úff,,,farin að útrétta með Kuldabola á hælunum.

Fyrirlesturinn er tilbúinn, bara eftir að prenta út það sem mig langar að segja. Lesa yfir 3 sinnum og muna það.

Hringdi í Garry Raven, er að fara aftur til Hollow Water á fimmtudaginn með galdrakallinum honum. Verð þar fram á laugardaginn. Fór í hrísgrjóna mat til Manju það var gaman. Indverjar eru nægjusamir. Manju sefur á gólfinu í stofunni. Hann er ekki með skrifborð og ekki sæng. Bara teppi. Hummm..hann lærir í skólanum, hefur þar tölvu og allt. Já draslið sem ég er með miðað við hann. Illlugaskotta skammaðist sín fyrir sína vestrænu græðgi,, við getum lært margt af öðrum þjóðum.

Ég er bara að hanga á netinu. Skrifa tölvupósta og skipuleggja sjálfa mig.

Vil að pistillinn minn fyrir blaðið heima heiti "Kúrekar og indíánar". Gott nafn, fékk þessa hugmynd frá Guðrúnu vinkonu sem býr í Victoria á Vancouver Island.

Farin að sofa. Stór og skemmtilegur dagur á morgun. Allt getur gerst. Veit ekkert hverjir mæta, hvort margir eða fáir. Þetta verður spennandi.

Fékk tvö símtöl frá Íslandi í dag, það var gaman. Eitt að norðan og hitt að sunnan...

bless, bless.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Ég er þvílíkt að skoða öll þessi persónuleika próf,,,,og nú er þetta ég.

elf
You are Form 6, Elfin: The Wyld.

"And The Elfin saw the evil and
misjudgement in the world and shot her arrow at
the sky. Bolts of lightning struck the earth
and gave the world balance and
growth."


Some examples of the Elfin Form are Demeter (Greek)
and Khepry (Egyptian).
The Elfin is associated with the concept of growth
and balance, the number 6, and the element of
water.
Her sign is the half moon.

As a member of Form 6, you are a very balanced
individual. You can easily adapt to most
situations and you may be a good social
chameleon. You aren't afraid of changes in
your life, but sometimes you evolve too
rapidly, leaving others to think that you are
leaving them behind. Elfin are the best
friends to have because they are open minded.


Which Mythological Form Are You?
brought to you by Quizilla
Ég rakst á þessa frétt á mbl.is í dag. Veit ekki hvað mér finnst um þetta....en segir margt þessi frétt finnst mér.

Landsvirkjun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára um eflingu ferðamennsku og útivistar á Snæfellssvæðinu.
Landsvirkjun mun á næstu árum aðstoða félagið við viðhald á Snæfellssskála og mæta hugsanlegu rekstartapi af þjónustu Ferðafélagsins við ferðamenn á svæðinu.

Landsvirkjun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs munu vinna saman að kynningu á þessu samstarfi og einnig við eflingu ferðamennsku og útivistar á Snæfellssvæðinu, en virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka eru taldar hafa í för með sér aukna umferð ferðamanna um svæði þar sem Ferðafélagið hefur skála sína.


Hvernig er það með skrattann og selja sál sína. Einhvern vegin kom það upp í huga mér þegar ég sá þessa frétt. Gott og blessað og allt það.

Ég mun aldrei binda trúss mitt við Landsvirkjun. Viðhorf Landsvirkjunar til náttúruverndar er furðulegt, kannski er ég svo mikill þverhaus að ég skil ekki neitt sem Landsvirkjun er að segja. En mér finnst þeir ekki bera virðingu fyrir landinu okkar. Landinu sem er eitt af fáum perlum í heiminum þar sem maður þarf ekki að hreinsa vatnið áður en það er drukkið. Ísland er land sem hefur alla möguleika á því að halda sé óbreyttu til þess að vera einstakt en okkar stjórnvöld vilja feta í heimskuspor Bandaríkjanna. Þar eru endalausar sorgarsögur um hvað hefði ekki átt að gera varðandi virkjanir þar. Þeir geta ekki tekið skaðann til baka.

Við erum að feta í sömu fótspor. Ásamt því að vinna orku fyrir Bandarískann álrisa. Sem mun menga okkar land. Fussum svei.!!!! Ég væri sáttari við þessa fjandans virkjun ef það væri verið að fara að vinna vetni með orkunni sem við Íslendingar gætum selt út. Nei það er einblínt á mengunar iðnað. sem mun framleiða ál sem mun fara í einhvern skrattann.

ég held ég sé að fara aftur út í sveit....sem betur fer.

allt verður logandi í partý rugli hér um helgina, ég er hætt að partýjast bara eitthvað annað núna. öll eins þessi partý.

arnold swartsenager er í sjónvarpinu verið að gagnrýna kosningarbaráttu hans. hann er þvílíkt heimskur, en það vilja þessir god dam yankees...
Hvað er að gerast heima á Íslandi? Hvað er með öll þessi rán, alltaf verið að ráðast á einhverja og endalaus innbrot?

Ég held að fólk sé orðið alveg klikkað, en hvað veldur? Veit það ekki, félagfræðingar og aðrir hausafræðingar ættu að fara að pæla í því.

Ég er bara að skrifa fyrirlestur hér heima hjá mér. Hitta fólk og tala og gala. Drekka kaffi og njóta þess að vera búin í skólanum. Fyrirlestur á miðvikudaginn. Grýla og hennar hyski og fleiri skepnur verða lifandi þá hér í Kanödu.

Ég seinkaði för minni til Bandaríkjanna, fer þangað 21. desember. Væri annars til í að flytja í hús úti í skógi hér í kanödu. Sé til. Er farið að langa til að setjast að einhvers staðar.

Bækurnar mínar vilja komast í hillur og ég sjálf vill eiga heima einhvers staðar. Kannski bara jóla eitthvað í mér núna.

Tröll eru æði. Kv frá Björk

mánudagur, desember 08, 2003

Ég fór í svita hof, sweat lodge. Það var gaman. Ég svitnaði meira en nokkurn tíma áður. 3 klukkutímar í tjaldi úti í móa, með Indíána og öðru fólki. Mér líður eins og ég sé að breytast í hippa,,nei það mun aldrei gerast.

Það var ekki þurr þráður á mér eftir þetta. Eldur logaði úti, vindurinn blés en ég fann ekki fyrir kuldanum þar sem ég stóð úti við eldinn til að þurrka mig. Eftir svita baðið, var farið inn í húsið hans Garrys. Étið, drukkinn alls kyns vökvi,,en mest appelsínu safi og mikið talað. Garry vinnur mikið með jurtir, en ég komst ekki til að tala við bróður hans sem er sagnamaður. Verð að fara aftur til þeirra. Og gleymdi að fá að vita afhverju Hollow Water heitir þessu nafni.

Illugaskotta er ekki alveg tilbúin í þessa Bandaríkjaferð. Veit ekki alveg afhverju, eitthvað bara. Kannski mun Illugaskotta aldrei koma aftur til Íslands......eða týnast í Kanödu, eða gleyma sér hér í Kanödu. Allt getur gerst í sveitinni,,,ekki í borginni, sem er hrútleiðinleg.

Borðaði bestu súpu sem ég hef smakkað, gulrætur,hrísgrjón og annað grænmeti en það besta við súpuna var elgskjötið sem var í henni. Sterkt og kraftmikið kjöt.

Var að vesenast með Manju í dag, fórum í alþingishúsið og svo á markaðinn. Hitti þar Roselle, elduðum saman og fórum svo í bíó. Gott kvöld til þess að fara að vinna í fyrirlestri og ritgerð, og svo einhverjum pistli fyrir eitthvað blað heima á Íslandi. Allt á að vera tilbúið fyrir 10. desember. Hvað er þetta með vinnu, hún hleðst alltaf einhvern vegin á einn andskotans dag í dagatalinu.