fimmtudagur, júní 17, 2004

Gleðilega þjóðhátíð!!!

60 ár síðan við losnuðum undan stjórn flatalandsins,, til lukku með það góðir landar. Nú er Illugaskotta farin að ganga um í miðaldabúningi í vinnunni, ég er sem sagt í kindaskinns skóm, serk sem eru í hör, hann er brúnn í jarðarlitunum og svo er ég með græn dökkt sjal úr ofinni ull, sem er fest saman á brjóstinu með víkinganælu úr silfri...og svo gerði Siggi belti á mig úr hlýraroði og ull og einnig hrafnaarm,,sem er úr hlýraroði þannig að nú get ég vafið því um hendina á mér og þar geta Manga og Imba, staðið. Ótrúlega flott múndering,,,ég á eftir að svífa aftur í aldir í þessum búningi.

Siggi heldur núna að hún Imba sé kall!! Nú versnar í því. Hrafnarnir eru ótrúlega skemmtilegar skepnur, með dreka tungur. Ég er farin að tala hrafnamál og þá er það orðið gott. Þær eru einnig miklar blómaáhuga konur, naga og klípa blómin í jurtagarðinum. Einnig velta þær sér upp úr blómum, stundum veltast þær um garðinn.

Nú skeiðar rauður með Illugaskottu austur á bóginn. Góða helgi til ykkar allra.

Ps, það var hringt í Illugaskottu í gær af SagaFilm, og henni boðið að taka þátt í gerð heimildarmyndar um Lagarfljótsorminn. Þetta verður seinustu vikuna í júlí, er að hugsa um að taka þessu kostaboði. Þarna verður fólk úr öllum áttum: skrímslafræðingur frá Evrópu, íslenskur skrímslafræðingur, ljóðskáld, kafarar, flugmenn, þjóðfræðingurinn ég.. og fleira og fleira fólk. Allt uppihald og ferðakostnaður er borgaður. Þetta getur ekki annað verið en skemmtilegt.

Lífið er skemmtilegt.

þriðjudagur, júní 15, 2004

Sælinú!

Illugaskotta heldur barasta að það sé alltaf gott veður á Ströndum. Er núna á Kirkjubóli. Ester er að baka, fæ mér á eftir heimabakað rúgbrauð hjá henni. Elska allt sem er heimabakað og er brauð eitthvað. Ég og Ásdís erum búnar að hamast í herberginu sem verður mitt. Máluðum það hvítt, og ég má svo mála á veggina það sem mér dettur í hug. Hef hugsað mér að mála fjöll og galdrastafi, ásamt því að mála "medicen wheel" í loftið. Sem er tákn frá indíánum. Venjulega hef ég haft stjörnur í loftinu hjá mér, svo er glugginn minn stór og flottur. Þetta verður nú flottasta herbergið á Hólmavík og líklega líka á Ströndum.

Var að tala við Fríðu vinkonu áðan, hún býr í Danmörku. Kannski fer ég á miðaldarhátíð í Danmörku í endaðan ágúst. Sé til. Allar helgar eru eitthvað bókaðar. Ragga vinkona og hennar foreldrar koma á Blönduós um helgina. Það er jarðarför Þórðar Pálssonar, frænda. Hann bjó til besta reykta urriða sem ég hef smakkað. Kann ekki að reykja fisk eða kjöt, það væri gaman að kunna.

Verð að fara að byrja aftur á ritgerðinni minni, því ekki langar mig að hafa hana hangandi yfir mér það sem eftir er míns lífs.

Farin út í sumarið.

sunnudagur, júní 13, 2004

Sunnudagur. Draugar og aðrir árar hoppuðu og skoppuðu um allt Sæberg í nótt. Illugaskotta hvorki svaf né neitt annað. Fannst alltaf einhver vera að koma.

Hitti hana Margréti sem vann með mér á leikskólanum Lindarborg. Hún kom á Galdrasafnið ásamt nokkrum samstarfs konum. Það var gaman að hitta hana. Sagði þeim frá galdramálum og nokkrum göldrum. Siggi tróð upp sem galdramaður og kvað niður draug með þeim.

Imba og Manga fóru á Kaffi Riis, til að láta taka myndir af sér með starfsfólkinu þar. Það var flott.´

Fór í langan göngutúr eftir vinnu. Fylgdist með æðarkollum og blikum, sem voru að rífast um unga. Fann flottan klett sem er úti í hafinu, Steingrímsfirði.