fimmtudagur, september 01, 2005

Jæja!...sterkt kaffi, hugsa og hugsa, pakka og pakka,, vinna og vinna,,,tala og tala..sofa og sofa...vera til án afskipta annarra...ég sakna Jóns Glóa, hann var góður krummi.

Bless.

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Rignir..ég er í skóm. En ég er einnig máluð sem þýðir að ég er í of flegnu pilsi! Oj...það nær lengst upp á læri, draugur er eins og haugur í þessu öllu. Reyni að ímynda mér að ég sé mjög svo frábær viðskiptagella, í svörtum fötum á leið í vinnuna mína á skrifstofunni. Þar get ég komið áfram mínum efnum, haldið mér við efnið og gert eitthvað af viti,,skiti, piti,,hiti,,bryti. Ruglið er yfirþyrmandi í mínum haus, eins og að flóðgáttir opnist og þá er aldrei að vita hvað mun eiga sér stað næst.

Eitt enn, krakkaskítur á efri hæðinni grenjaði og grenjaði í morgun, ógeðis börn hugsar Skotta,,því hún er ljót rotta, með kanínutennur, sko nú er bullið farið af stað eina ferðina enn.

Ég fer á næsta fund eftir klukkustund, eins gott að vera búin að ná tökum á sér þá!...kjá og mjá..þetta er spenna sem fær að flæða hér yfir síðurnar.

Blessss

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Þá er að taka á honum stóra sínum á morgun, muna að ekkert varir að eilífu, einungis í umbreyttu formi..að ég held. Norðan vindurinn er sterkur og kaldur hér á Ströndum.

Kisa litla er eitthvað að bauka undir baðkarinu, draugsi treystir sér ei í það að kíkja undir..þar gæti leynst ægilegt skrímsl..eða bara dauður fugl eða mús!!!!

mánudagur, ágúst 29, 2005

Vinkona mín ein á afmæli í dag, Illugaskotta óskar Valdísi Veru innilega til hamingju með daginn. Draugur skrapp í heimsókn til fjölskyldunnar sinnar um helgina, það var gaman. Því var ekki að neita að um mig drauginn fór skringileg tilfinnig þegar hann var að kveðja fólkið sitt og dýrin í gær, mun ekki sjá þau í 5 mánuði. Hins vegar fékk draugur þær leiðinlegu fréttir í gær að hann Jón Glói krumma strákur væri dáinn. Greyið flug víst á rafmagnsvír.

Svo mitt í þessu öllu er draugsi með magapínu, kannski bara stress? Held það..þjóðmálin...já Gísli Marteinn í fyrsta sæti sjálfstæðismanna...gott sagði einhver að þeir hafi sett kjána í fyrsta sæti. Hvað fleira er í þjóðmálum? Ég barasta veit það ekki. Það væri gaman ef í þjóðmálum væri það helst að þingmenn landsbyggðarinnar hefðu ákveðið að fara að gera eitthvað sniðugt og gagnlegt fyrir landsbyggðina.

En frekar mun rigna gulli og tvíhöfða þursum heldur en að það gerist!