föstudagur, júní 04, 2004

Er komin suður.

Gisti í Dallandi sem er frábær staður, dýr og plöntur og fullt af öðru áhugaverðu.

Ragga er 30 ára í dag, til lukke gamle ven.

Ég er að stressast á þjóðarbókhlöðunni, auðvitað voru bækurnar ekki til sem ég bað um að væru á einum stað! en svona er þetta.

En dagurinn byrjaði vel, fór í tollinn tróð kvittunn í rassgatið á þeim! um að ég hefði ekki keypt það sem mér var sent, sem var mín afmælisgjöf frá Skotanum klikkaða. Og ég þurfti ekki að borga gjöfina mína út,,það lak af þeim fýlan, og ekki brosir þetta fólk.

Illugaskotta stökk hæð sína í loft upp í öllum herklæðum þegar hún stökk út í sumarið með þessa fínu afmælisgjöf.

Brúðkaup á morgun og allt er brjálað!!! og líka afmælið hennar Röggu,,hvar endar þetta allt!?

miðvikudagur, júní 02, 2004

Í dag var meira unnið á Galdrasýningunni, ég er búin að finna út hvaða plöntur vantar og allt það.

Fórum áðan að skoða hrafnana tvo sem munu búa fyrir utan sýninguna,,þeir görguðu og görguðu. Mötuðum þá með brauði, þá stoppuðu þeir aðeins enn goggarnir á loft aftur,,,meira gargið í þeim, hrafnar eru víst alltaf svangir.


Fór norður í Bjarnarfjörðinn í kvöld, kom mér í laug Guðmundar góða, en sat bara á laugarbakkanum og sullaði, enda eins gott, var öll bitin af einhverjum óára. Mikið um toppendur hér á Ströndum, sá einnig mikið af álftum, æðarfugli og straumöndum. Það er gaman að skoða fugla.

Það var verið að þvo sundlaugina sjálfa, þannig að ég fór í heita pottinn sem er náttúrulaug, þvílíkt flottur, heitur, þægilegur..og allt það. Síðan fór ég til Magga á Bakka til að fá hjá honum nokkrar plöntur.

Við fórum að þræta! Já, geri Illugaskotta betur, ég og hann erum ekki sammála um plöntuna Lúpínu! sem Illugaskotta er ekki hrifin af en Maggi er það en hann hatar eitthver gras, sem ég man ekki hvað heitir.

Við þrættum um þetta þó nokkra stund, þar til ég sagðist ekki vilja tala um þetta meir, enda var draugurinn orðinn leiður á þessu þrasi. En kall vildi ekki hætta og þusaði meir um lúpínuna og þetta gras sem mun víst drepa okkur öll! Þetta bévítans gras! Hlátur núna en mér var orðið býsna heitt í hamsi, en fyndið eftir á. Nú er ég komin með lyfjagrasið, maríustakkinn og hvönnina, en vantar aðal gelluna, fjandafæluna.

Sem er að fela sig einhvers staðar í Kaldbaki, sem er fjall hérna á Ströndum. Ég og Maggi munum fara að finna þetta gras, það verður gaman. Þá munum við þrasa endalaust og þetta gras og þessa lúpínu og klífa fjallið.

Hvað ætli komi lifandi af fjallinu Kaldbaki? Ég, kallinn eða fjandafælan sjálf? Eða við öll saman? Það verður áhugavert að sjá.

þriðjudagur, júní 01, 2004

Þrifum allt hátt og lágt á sýningunni, lærðum á kassann og erum að vinna í svæðinu fyrir utan sýninguna. Illugaskotta tók öll blómabeðin í gegn, reif arfa, hreinsaði og skráði niður þær galdraplöntur sem eru þarna og þær sem vantar.

Það vantar: hvönn, maríustakk, lyfjagras og hvítsmára. Þetta eru allt plöntur sem auðvelt er að nálgast hér í nágrenninu. Einnig vantar að setja smá mold í beðin.

Fékk góða gesti í dag, Ragga, mamma hennar og frænka þeirra. Fórum í sjoppuna hér á Hólmavík og fengum okkur sjoppufæði!!! sem er algjört æði.

Fór svo seinni partinn að versla mér í matinn, og fann þá kaffikönnu sem er alveg eins og mín, en Siggi Atla hefur átt í ástarsambandi við mína könnu sem veldur því að ég var orðin afbrýðissöm, þannig að draugurinn keypti könnuna, pakkaði inn og gaf kalli.

Hann skildi ekkert í því hvaðan þessi pakki hefði komið, ég sagði að kona í Kaupfélaginu hefði gefið mér hann og ég hefði átt að láta Sigga fá þennan pakka. Þá kom svipur á kall, og hann sagðist ekkert opna einhverja ómerkta pakka sem einhver kona væri að senda honum. Þá hló Illugaskotta hátt!! Þetta var fyndið, en sagði svo að ég væri þessi kona. Þá mildaðist hann, reif upp pakkann og brosti hringinn, hann varð ástfanginn af könnunni, og nú á ég mína alveg alein!

Góður dagur á Ströndum er að líða, hér er gaman að vera. Nenni alls ekki suður en þess er víst þörf.

mánudagur, maí 31, 2004

Komin á Galdra Strandir. Veðrið er sól,blíða, kríur og kindur niðri í fjöru að jappla á þara og kannski dauðum marbendlum.

Mikil umferð að vestan og eitthvert suður á bóginn. Sumarið leggst vel í mig.

Fékk góða gesti í gærkveldi, sem voru að koma úr Skagafirðinum.

Skil ekkert í þessu öllu saman hvað allt breytist hratt og hvað maður er alltaf að prufa eitthvað nýtt.

Er að fara að vinna hér á Galdrasafninu í sumar, lesa margt og mikið um galdra, tala við fólk, skrifa lokaverkefnið mitt,,,(hlátur) og vinna í laugargrein um laugar að fornu, þjóðtrú tengda laugum og nytjar áður fyrr af laugum. Þetta mun svo birtast í laugarbók sem við nokkur erum að fara að skrifa saman. Alls kyns vitneskja um laugar á Íslandi, að fornu og nýju. Arkitektar munu skrifa, og einhverjir fleiri fræðingar.

Farin út í sumarið.

sunnudagur, maí 30, 2004

Veðrið gæti ekki verið betra. Á Blósnum er sól og blíða. Ætlaði að draga Hugrúnu í bíltúr en hún stökk í pottinn, letihaugur hún. Ofvirknin ég.

Búin að bóna bílinn, þrífa, laga hitt og þetta í honum.

Setja niður kartöflur með pabba og Hugrúnu, éta kökur og góðan heimamat. Slappa af og sofa. Klipa köttinn og njóta þess að vera til.

Fer á Strandir á morgun, verð komin þangað um hádegis bil, til þess að hitta á Röggu og hennar fólk á Hólmó, en þau eru að koma frá Bolungarvík.

Sumarið er æði, fyrir norðan er gott að vera. Fuglar og flugur á ferð og flugi, ég líka.