föstudagur, maí 27, 2005

Tjarga, tjarga,,og tjarga. Nú er það svart sagði hún,,og datt á höfuðið.

Sólin grillar allt hér á Ströndum, hér vantar rigningu...bara þegar við erum búin að mála hús galdrasýningarinnar. Illugaskotta fer á Blósinn í kvöld, yngri systirin er að verða stúdent, og fjölskyldan ætlar að halda smá veislu. Ég mun baka gulrótarköku og fjallagrasafléttubrauð..smá langt orð.

Jæja ætla að setja framan í mig sólarvörn númer 25, er samt farin að brenna.

miðvikudagur, maí 25, 2005

Bjartar nætur, kaldur vindur, þurr gróður, kátt fólk. Þannig er þetta núna. Gestir í heimsókn þar á meðal voru tveir Þjóðverjar. Illugaskotta reyndi að tala þýsku,,en talaði bara dönsku og ensku í hrærigraut..ægilegt. Ég sem lærði þýsku í fjögur ár,,og get varla sagt aukatekið orð. Sóun á tíma, myndi ég segja.

Fór í sjoppuna, vantaði súkkulaði,,,hamaðist í sundi í dag, þrekið er að byggjast upp hægt og rólega, er samt í slæmu formi. Einkun vegna ritgerðar kemur í næstu viku einhvern tíma. Illugaskottu dreymir heimsenda hverja nótt, druknun í hafi, eða hún sé stödd í lyftu sem hrapar vegna þess að vírarnir slitna.

Fórum í dag út að Kirkjubóli að ná í rekavið í borð. Tókum fram úr manni á reiðhjóli sem var íklæddur kuldagalla, hundur nokkur hljóp um götuna ráðvilltur og þreyttur. Illugaskotta starði bara og spáði í það hvort manninum væri virkilega kalt þar sem hann púlaði upp hæðina.

Fékk ægilegt hláturskast í fyrradag. Hitt orðljótasta mann sýslunnar að ég held, Siggi Atla kippti sér lítið upp við orðaflóðið ljóta, á meðan Illugaskotta starði bara, hlustaði og síðan hrisstist hún út úr húsinu vegna hláturskast af verstu gráðu. Sat í bílnum og hló svo mikið að mig verkjaði í magann, Siggi hló líka þegar hann sá það fyndna við þetta allt saman.

Næsta miðvikudag kemur 1. júní, þetta líður allt ægilega hratt, hlakka svo til jónsmessunnar...þá verður fjör að velta sér upp úr dögginni.

þriðjudagur, maí 24, 2005

Það er aðeins farið að hlýna hér, sem betur fer. Nóg af gestum á Galdrasýningunni, sem er gaman. Einnig er nóg að gera í alls kyns málingavinnu og tiltekt. Illugaskotta skilur ekkert í því hvað dagarnir fljúga áfram. Bráðum er maí á enda, og júní byrjar. Árið er næstum því hálfnað. Illugaskottu er umhugsað um þessar pestir sem eru að ganga yfir heiminn, fuglaflensan í Asíu og hermannaveiki í Noregi.

Hvað ætli séu margir með fluglaflensu sem komu með forsetanum frá Kína? Umhugsunarvert, er það ekki? Eða ofsóknarbrjálæði?

Jæja, þá er það sundið og svo dund heimavið. Elda einhverja hakkkássu og hrjóta fyrir framan sjónvarpið,,,lífið er frábært eftir að ritgerð lauk, segi ekki meir.

mánudagur, maí 23, 2005

Það er logn úti, kannski er kuldaboli að sleppa sér, sleppa klaufum sínum af norðurlandi,,á erfitt með að trúa því. Setti upp Skype í tölvunni hennar Ásdísar, en það vantar hljóðkort í tölvuna þannig að það virkar skammt. Allt er svo sem ágætt, nóg að gera. Dreymir frekar oft að ritgerðin mín sé heil hörmung og ég útskrifist aldrei! Útbræddur heili. Ætlaði að blogga eitthvað um pólitík, en nenni því ekki.

sunnudagur, maí 22, 2005

Mikið er gott að vera hress og sérstaklega í hríðinni og kuldabola sem heldur kuldaklaufum sínum vel yfir Strandasýslu og fleiri norðan sýslum þessa helbláa lands.

Breiddi nokkra klúta yfir galdrajurtirnar sem allar hríðskulfu í norðan garranum í dag. Fór í minn göngutúr, í hríðinni þann 21. maí. Undarlegt allt saman, það er eins og það sé nóvember. Var að koma úr góðu matarboði á Svanshóli, og þvílíkar kræsingar..vá. Frábært kvöld í góðra manna hópi. Illugaskotta er í andstyggilega lélegu líkamlegu formi, eftir allar þessa inniveru í vetur, en nú er draugurinn búin að taka sig á í matarræði,,ekkert gos ekkert nammi,,og hreyfingu..göngutúr einu sinni á dag,,sund og 500 metrar þá...úfff hvað það er gott að vera frjáls...

Nú liggur grátt yfir jörð,,,hvenær kemur sumarið? Vonandi sem fyrst. Illugaskotta mun fara í eitt brúðkaup á þessu ári, hélt að ég myndi ekki fara í neitt..og var farin að undrast þetta mjög mikið. Nú gefst tækifæri til að nota kjól og allt. Mikið verður þetta gaman, og draugurinn á meira að segja að búa til blómvöndinn. Íslenskar galdra-og þjóðtrúarjurtir munu draga brúðina út úr kirkjunni og lengst upp á fjall til trölla og álfa. Því skal ég lofa þér fröken brúður..!!! bráðum frú brúður!