laugardagur, nóvember 22, 2003

Hann Siggi vinur minn í sveitinni sendi mér rosa vísnabálk en ég mun setja einungis eitt erindi hér úr þessum sniðuga bálk. Kannski eitt á dag??? Halldór á Svínafelli í Öræfasveit samd þennan kvæðabálk . Þessi marga bálka flokkur fjallaði um vesen sem nokkrir bílstjórar hjá Austurleið lenntu í á Fjallabaksleið í sumar. Fjallabaksleið liggur inn í Landmannalaugar. Vísurnar eru fullar af húmor og snilld. Ég birti þetta hér án leyfis frá Halldóri, en held að honum sé sama. Annars verður hann bara bandbrjálaður, en hef nú aldrei séð hann þannig.....

Á Fjallabaksleið var fjandinn laus
og flest allt var komið úr skorðum
í ströngu þar bílstjórar stóðu á haus
um streðið nú fara skal orðum.


Tveir kaflar eftir, um dagleg störf og fræðslu og niðurlag og smá í kaflanum "Upplifun landvarða sumarið 2003"

Þessi skýrsla er góð þótt ég segi sjálf frá. Ágætis skýrsla sem kemur fólki til að hugsa. Það er málið með þessari skýrslu líka. HAHAHHA,,,,,BEST AÐ HÆLA SÉR, enginn gerir það nema ég. Trallla,,,tralla la...ætla að gefa mér gallabuxur í gjöf í dag, fyrir það að hafa tekist þetta skýrslu dæmi......

Vantar bara að fá póst frá tveimur landvörðum sem voru að vinna með mér í sumar og þá verður þetta fullkomið. Mun þó ekki skila inn formlega því það eru engar myndir núna,,,allar fastar hér og þar í tölvunni og hef ekki forrit til þess að gera þetta allt saman.

Kemst saman í janúar, þegar ég fer í ærlega tölvukennslu í Jöklasels skólanum.

Mér finnst íslenskan mín hafa versnað,,,dæs,,jæja þá það, ég er þó betri í ensku en ég var.

já smá annað, Deb kallar mig "his grandmother" og hann kallar Manju "his grandfather"....bullið heldur áfram í hringi.
Ég sit hér heima með kveikt á gömlu tölvunni minni sem ég skrifa allt í og kveikt á þeirri nýju sem er samband mitt við alheiminn. Ég er búin að stúta einum Elgs haus,,,bjórinn heitir það. Ég er að skrifa skýrslu sumarsins 2003. Þetta eru drög, engar myndir bara texti.

Myndirnar koma seinna. Erfitt að koma orðum rétt og fínt á blað. Ein vika eftir. Margt að gerast. Er að komast líklega í samband við fleiri Indíána, til þess að taka viðtöl við og já, búa hjá í smá tíma. Komast í Sweat Lodge, ekta sko!!! Ekkert íslenskt bull,,nei,,þetta er sko ekta,,,veit varla um hvað ég er að tala, hef aldrei prufað Sweat Lodge en þetta er ekta. Allt sem er ekta er gott

Veðrið er búið að vera kallt 13 stiga frost og sól. Það er gott veður.

Kringlan á morgun með Carrie-Anne, við ætlum í búð sem er fyrir hávaxnar stelpur!!! það verður fyndið. Carrie-Anne er já um 185 cm á hæð,,,hún er Úkraínumaður, Svíi, Englendingur og eitthvað.

Farin að pikka inn skýrslu og halda áfram að tala vel um landverði og náttúruna. Hlátur og gnístran tanna.

föstudagur, nóvember 21, 2003

Fórum út að borða ég og Carrie-Anne í gærkveldi,,og oj oj oj,,ég er enn þá með skrítið bragð í munninum,,,svínabitum stráð yfir allt draslið,,og svo vont og ógeðslegt svín. Ég er svín

En þegar ég kom heim um 11 í gærkveldi þá var slökkviliðsbíll fyrir utan húsið. Það hafði sprungið vatnspípa á fimmtu hæð. Ég bý á fjórðu hæð,,og það hafði flætt vatn út um allt!!! þar,,og ofan í íbúðina við hliðina á mér,,en mín íbúð slapp!!! sem betur fer.

En svo fór eldvarnarkerfið tvisvar sinnum í gang eftir 11 og engin sagði okkur hvað gengi á..og já. Ef það verður eldur þá bara bjargar hver sér. Enginn að skipta sér af manni.

Dreymdi fúla drauma og svaf illa, og ætlaði ekki að nenna í sund. En fór í sund, og fraus næstum því á leiðinni, því það er bara 13 stiga frost úti.

Horfði á fyrstu DVD myndina í tölvunni minni í gær "Ghost ship". Furðuleg draugamynd. Er að pikka þetta með frosnum puttum,,,og er á leiðinni í næst seinasta tímann minn. Þegar skólinn er búinn þá ætlum við Manju og Carrie-Anne að gera svo marga hluti sem maður gerir ekki þegar maður er sífellt að gera verkefni.

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Ef ég væri skáld þá myndi ég búa til ljóð en er ekki góð að búa til ljóð,,hef aldrei alveg dottið inn í höfustafina gömlu og allan þann lagabálk

Jane sagði að ég og Manju værum skrítin. Því við gerum grín af öllu en hún skilur samt ekki grínið, því við skiljum það bara. Gerðum grín af henni í allan dag í tölvustofunni,,,hún var að missa vitið, var að reyna að skrifa eitthvað, tölvan hans Manju er fyrir framan hennar...og hann var alltaf að trufla hana.

Jane er sú sem spurði gaurinn frá Banglahdes hvort hann hefði drepið einhvern. Við Manju höfum hins vegar ekki drepið neinn í dag,,furðulegt. En höfum haft svo margt annað að gera en að drepa einhverja.

"How many?" spyr Manju mig "just four" segi ég,,,,bara svona..ekkert öðruvísi.

En sem sagt við Manju erum systkin, Deb er faðir okkar. Og Deb kallar Manju afa sinn!!! Þetta er frekar súrt rugl,,en kemur okkur til að hlæja endalaust.

Annað kvöld ætlum við nokkur úr bekknum að fara heim til Jane og elda saman indverskan mat..versla fyrst og svo koma allir með eitthvað heim til hennar til að elda það. Ég og Manju ætlum að gera indverskt brauð og einnig karrý hrísgrjón,,,almennileg. Svo mun ég kenna Fannari bróður að gera búa svoleiðis til, en hann elskar karrý hrísgrjón.

Annars hef ég ekkert fleira súrt að segja,,matarboð annað kvöld og líka á laugardagskvöldið.

Dæs,,,

Uppáhalds bloggið mitt er bloggið hennar Dagrúnar Strandastelpu. Fyndið, skemmtilegt og áhugavert blogg. Flott ljóð sem hún býr til og svo er hún skemmtileg stelpa.

Er búin að vera inni í allan dag!!! að lesa og læra og lesa og læra..kallt úti og hlakka til að fá vindinn í andlitið.

Dúnúlpan bjargar lífi mínu hér i hinu þurra og kalda veðri sem er hér.

1 vika eftir í skólanum og verð með 2 fyrirlestra í næstu viku.

Mér finnst oft eins og ég sé kynningarfulltrúi fyrir hið Íslenska ríki. Ég sé sneiðmynd af því hvernig allir séu á Íslandi, eins gott að standa sig og vera dugleg glymur inni í hausnum á mér alla daga. Og í fyrirlestrum hér þá verð ég ægilega stressuð, er hrædd um að það séu stafsetningarvillur í glærunum eða ég sé að segja vitleysu, ég gleymi orðum og þá frís allt. En svo fer ég þarna upp á aftöku pallinn það kalla ég pontuna og stressið hverfur, því ég passa mig á því að tala um það sem mér finnst skemmtilegt....en veit samt ekki hvort það sé nokkurt vit í því.

Ég verð með fyrirlestur um íslensk skrímsli og aðra óvætti þann 10.desember í Íslenska bókasafninu.
Það verður boðið upp á Vínartertu og margt annað góðgæti.

Hlakka til.

Bestu kveðjur til ykkar frá Illugaskottu bandbrjáluðu sem ætlar aldrei í kjól því það er ekki hægt að hreyfa sig í þeim.
Fór á pöbbinn með nokkrum bekkjarfélögum og ég lykta ekki af sígarettum vegna þess að það er bannað að reykja á öllum krám og veitingarstöðum í Manitoba!

Hvað finnst ykkur um þetta lesendur góðir?

Fimmtudagur á morgun og ekki sveitarferð, ó skít!!!! fúllt!!!!,,,,,,fjandans helvíti..

grái kallinn labbaði framhjá mér í dag og mér fannst hann senda mér mjög slæma strauma. Er þannig bara með sumt fólk. En grái kallinn er sá sem er með mér í tímum sem formar skoðanir sínar eftir hvað öðru fólki muni finnast.

Hann gerði Illugaskottu alveg bandvitlausa í september. Ég hef ekki talað við hann síðan. Enda var hann líka að reyna að stjórna mér og þá verður bleik brugðið og bleikur fer að slá og andskotast!!!!!

En grái kallinn er í trúarhóp sem kallar sig Mennonite. Fólk sem flutti frá Þýskalandi hingað til lands fyrir um 300 árum. FóLk sem trúir að konan eigi að vera heima sjá um börnin, allir eigi að lúffa fyrir eiginmanninum því hann veit allt, kann allt og hefur peningavöldin. En sem sagt búa um alla Ameríku og eru í Suður-Ameríku. Í Suður-Ameríku í Menonite samfélögum er þetta þannig að konurnar eiga að vera í kjólum, enginn má nota getnaðarvarnir og fólk á alls ekki að mennta sig meir en grunnskóla....engin má drekka alkóhól,,,fólk má varla brosa.

er að ýkja með brosið,,,

Öfgar og trú.

Veit ekki hvað þetta er?????? furðulegt dæmi sem mér finnst einkennast af kúgun.....

En ég er bara íslenskur draugur í kandísku samfélagi sem sér hlutina öðruvísi.

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

hahahha,,,,,hún Hugrún litla systir mín er æðstistrumpur!!!!! ahahahahha,,,,,nú hlæ ég. Var að tala við hana á messanum.

Bara fyndið.
Var að koma úr sundi, þvílík snilld að synda. Var að skoða stærsta stökkbrettið, humm, já. Á eftir að klífa það og skoppa af því á bólakaf í þessa ótrúlega djúpu laug.

Vantar nokkra stökkbrettara með mér, sem ég hef verið að æfa með, knáir piltar það. Óhræddir og frumlegir.

Fundur, hópavinna og verkefni. Það ganga dagarnir út á hér í náminu.

Farið að kólna aftur í veðri sem er gott, sef alltaf með opinn gluggann og loksins er farið að koma eitthvað kallt súrefni aftur inn í herbergið.

Mikið er allt skrítið hér í fréttunum í Kanödu. Það er fjallað um allt á svo flatann hátt. Meina bara fréttin, aldrei viðtal við einn né neinn sem er á staðnum. Aldrei upplifun fólks bara túlkun fréttastofunnar, sem þýðir að það er allt ritskoðað áður en það er birt. Mínar samsæriskenningar eru svona.

T.d varðandi heimsókn heimskasta forseta allra tíma en samt þess valdamesta. Bara sagt, hann er í Englandi, það eru mótmæli, hann verður í 3 daga. Búið og bless.

Hvar er raunveruleikinn? Kannski er þetta bara raunveruleikinn? Maður á ekkert að vera að hugsa eða ræða málin, bara hlusta og samþykja. Þannig er það hér finnst mér.
Dýragarður, fullt af furðulegum dýrum sem ég hafði aldrei séð áður.

Mikið um uglur,,,,mjög margar snæuglur og dveruglur. Flest þau dýr sem eru í útrýmingar hættu í heiminum í dag, hafa ekki pláss,ekki jafnvægi í heiminum of margar manneskjur sem taka búsvæði frá dýrum.

Leðurblökur eru flott dýr, mýs með vængi, sem borða banana. Einnig tígrar, tveir og fjallaljón. Birnir,skógar og ísbirnir.

Margir apar, sumir voru kátir aðrir eitthvað annað að hugsa.

Vonandi, vonandi kemst ég út í sveit um helgina, kemur í ljós eftir því sem líður að helginni.

Ef ég fer þá fer ég á dádýraveiðar með Roselle og einhverju sveitagaurum þarna. Þá verður vaknað snemma kl 5 um morguninn og farið út í skóg.

Puntsvín eru í Kanödu, moldvörpur, elgir, dádýr, hreindýr, refir, úlfar, birnir, fjallaljón, fjallageitur, þvottabirnir þjófar, kanínur, íkornar, villihestar, bjórar, gaupur, og fleiri dýr sem ég veit ekki hvað heita á íslensku, man það ekki núna.

Úti í sveit þá fer maður ekki bara í göngutúr hugsunarlaust.

Maður getur verið étinn af birni, maður getur rekist á úlfa eða fjallaljón. Ef maður hittir björn sem er með húna, þá á maður að bakka ekki hlaupa á braut. Ekki horfa í augun á birninum heldur tala rólega og reyna að koma honum í aðra átt en maður er að ganga í. Helst er það að reka birni á braut að hafa hátt, en þeir eru mjög varasamir ef þeir eru með húna.

Bjórar eru verkfræðingar í Kanödu, myndu keppa verklega við LV ef þeir ættu heima á Íslandi. Miklir stíflugerðarsnillingar. Þeir eru sífellt að. Naga niður tré, draga drumba í grenið sitt og styrkja stífluna sína. Svo veiða þeir fiska í lóninu sínu.

Fyrir nokkrum árum þá brast bjórastífla í Ontario fylki, sú stífla tók aðra bjórastíflu og svo koll af kolli þar til stór flóðbylgja komst af stað og hún tók í sundur mikilvægan veg í Ontario fylki. Stíflurof er þetta kallað hjá Landsvirkjun. En þeir hjá Landsvirkjun vita nákvæmlega hvað mun gerast við öll stíflurof á Íslandi.
Hvað myndi gerast ef stíflan heima í Blönduvirkjun myndi bresta?

Ekki er vitað með stíflurof bjóra. Þeir eru eigin herrar og gera það sem þeim dettur í hug.

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Og bullið heldur áfram í því að segja okkur hver við erum,...Ragga vinkona er með þetta dýrapróf hjá sér og ég tók það og ég er ..


..


Take the What
animal best portrays your sexual appetite??
Quiz




Já,,,hvað ætli það verði næst,,,hummm,,,,veit nú ekki alveg,,ætla ekki að opinbera mig hér á blogginu, en þetta er fyndið...

Ragga er kanína, ég er köttur.
Tók STRUMPA PRÓFIÐ, sem ég fann hjá Adda.

Og ég er málara strumpurinn. Strákur sem vinur minn leigði hjá fyrir um ári síðan,,átti allt strumpa liðið,,,það fannst mér skrítið. Hann átti strumpahús, allt strumpa draslið..en kíkið á hvaða strumpur þið séuð.


Find your inner Smurf!


Elgir (Moose) eru vandamál í Nýfundnalandi, því þeir eru svo margir og valda umferðaslysum.

Þeir sáust fyrst þar árið 1909. Sá sem sá elginn, hélt að hann hefði séð djöfulinn. Hann skaut djöfulinn og fór svo heim á kajaknum sínum og sagði öllum að hann hefði hitt djöfulinn og skotið hann.

Við nánari athugun sást að djöfullinn var elgur, sá fyrsti sem sást á Nýfundnalandi.

Þetta er falleg eyja, há fjöll, stórir skógar og vötn.

Núna eru elgir kallaðir djöflar í Nýfundnalandi svona óbeint þó,,,í tengslum við söguna 1909,,, því þeir valda einu umferðaslysi á dag að minnsta kosti. Um 900 kg dýr sem ekki er sniðugt að lenda í árekstri við og einnig er þessi mikla fjölgun þeirra á eyjunni sögð stofna vistkerfinu þar í hættu.

Vörubílstjórar eru með risa grindur framan á bílunum sínum. En málið er að það eru fáir óvinir þessara dýra á eyjunni. Nema bílar og skógarbirnir. black bear. En þeir ráðast bara á kálfanna,,,þeir eru það sem skógarbirnir ná. En á meginlandinu þá eru fleiri óvinir sem elgir eiga við að etja, óvinir eins og úlfar. Elgir eru kallaðir risa kanínur, því þeir éta svo mikið.

Rakst á flakki mínu um vefinn á þetta ljóð sem tengist Íslendingum í Winnipeg

Í kvæðinu Winnipeg Icelander skopast Guttorm J. Guttormsson að málfari þeirra Íslendinga sem settust að í Winnipeg. Haldið er þeim engilsaxneska sið í kveðskap að hefja hverja línu með upphafsstaf.

Eg fór on' í Main street með fimm dala cheque
Og forty eight riffil mér kaupti
Og ride út á Country með farmara fékk,
Svo fresh út í brushin eg hlaupti.
En þá sá eg moose, út í marshi það lá,
O my- eina sticku eg brjótti!
Þá fór það á gallop, not good anyhow,
Var gone þegar loksins eg skjótti.

Eins og lesendur þessara síðu hafa tekið eftir þá er ég alveg hundleiðinleg þessa daganna, einna leiðinlegust við sjálfa mig. Beiti mig aga til þess að mæta í bulli bull og bulla eitthvað bulli bull í þessum skóla.

En langar til fjalla, til sjávar og stranda. Væl myndi ég segja. En svona er þetta bara. Þetta er ekki mitt umhverfi. Skrattans vesen hvað umhverfi hefur mikil áhrif á mann, það skiptir öllu máli.

Forseta fíflið hann Bush var í viðtali í sjónvarpinu í gær, djöfull er hann heimskur!!!

"Við Bandaríkjamenn berjumst fyrir friði, við ætlum að koma á lýðræði í Írak og frelsið er mikilvægast"

Oj maður! Hver í heiminum myndi bera virðingu fyrir einhverjum sem ryðst inn í landið manns, segir manni að koma á lýðræði og að þeir fari ekki fyrr en lýðræðið er komið. Það er ekki hægt að koma á lýðræði einn, tveir og þrír í landi sem hefur ekki þá sögu. Þjóðir byggja allt á sögu og reynslu.

Hvað er svo sem lýðræði annað en of nauðgað orð?

En Saddam Hussein? Hann var ógn við allan heiminn og sína eigin þjóð? Rétt, en hann er það ekki lengur. Hunskist í burtu frá Írak....og svo kom ógnar mikið bla hérna frá mér,,,ógnar leiðinlegt bla.....

mánudagur, nóvember 17, 2003

Hugmyndir eru til skemmtilegar. Sérstaklega þegar maður getur komið þeim í framkvæmd. Er núna til dæmis að fara að bóka miða til Íslands. hummm það er furðulegt, en kem samt ekki fyrr en í janúar. Til að vinna. Það verður skemmtilegt.
Fékk hugmynd í fyrradag,,,um að setja pinna í augnabrúnina á mér. Er ekki viss, Carrie -Anne bekkjarfélagi minn sagðist þekkja fólk sem hefur orðið blint eftir að það fékk sér lokk í augnabrúnina. Því það kom sýking í sárið og allt fór í rugl.

Jæja bara. Langar að gera eitthvað sem brýtur daginn upp, eins og fallhlífar stökk eða hestbak,,,eða veiða, ganga á fjall eða fara niður í fjöru, eða fara í ferðalag sem tekur engan enda. Bara ekki vera lengur í Winnipeg. Þetta er ekki skemmtilegasta borg sem ég hef komið í og mæli ekki með henni, en mæli með sveitinni í Kanödu, það er annað mál.

Sunnudagar,,,,vá hvað þeir eru skrítnir.

Man þegar það var alltaf "Húsið á Sléttunni" á sunnudögum og svo skóli daginn eftir.

Fór í Kringluna, eina af mörgum í dag. Fann bókabúð og auðvitað dvaldi ég þar í svona já nokkrar klukkustundir þar, fann ótrúlega mikið af áhugaverðum bókum. Keypti tvær,,,sem munu nýtast við lokaverkefnið ægilega.

Dimmt og suddalegt veður, svona frost þoka er að leggjast yfir Flatapeg.

Bless