laugardagur, desember 04, 2004

"Til að illskan hafi yfirhöndina þarf ekki annað en að góðir menn aðhafist ekkert.“ Þessi fleygu orð, sem eignuð eru breska átjándualdarheimspekingnum Edmund Burke, hafa þátttakendur í skoðanakönnun bókaútgáfu Oxfordháskóla valið eftirminnilegustu tilvitnunina.Ljóðlínur Williams Butlers Yeats urðu í öðru sæti: „Gakktu varlega um, því þú gengur á draumum mínum.“ Í fimmta sæti þekkt orð Martins Luthers Kings: „Ég á mér draum.“ Í því sjötta orð Actons lávarðar um áhrif valdsins: „Valdið er gjarnt á að spilla mönnum, og fullkomið vald spillir fullkomlega.“ Í níunda sæti voru upphafsorð skáldsögunnar Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen: „Það eru almennt viðurkennd sannindi að vel efnaður og einhleypur maður hlýtur að vera að leita sér að konu.“

Það snjóar í logni, verið að baka súkkulaðibitasmákökur niðri í eldhúsi. Fór í göngutúr í morgun, ótrúlega hressandi en einnig er alveg hræðilega erfitt að vakna í þessu myrkri. Það er eins og klukkan sé 6 um morgun þegar hún er að verða 9, furðulegt.

Horfði á fallhlífa stökksmynd í gærkveldi, ég fann alveg adrenalínið og stressið renna um æðar mér þegar liðið var að fara að stökkva og þegar það sveif um loftið, eða var að steypa sér eins hratt niður og hægt er. Magnað fyrirbæri að geta stokkið út úr flugvél, og togað í spotta,,búmmm,,fallhlíf tekur af manni fallið. Veit hins vegar ekki alveg hvort ég prófi þetta, kannski.

Þarna var Manga hrafn að éta hafragraut,,sem búið var að setja út á stein fyrir hana,,svo flaug hún á braut.

föstudagur, desember 03, 2004

Kaffið er gott,,,einnig var göngutúrinn góður sem ég fór í morgun. Snjórinn fauk, og vindurinn skemmti sér við það að búa til litla hvirfilvinda og skafrenning. Hressandi fyrir dauð myglaðann drauginn, sem var haugur fyrir göngutúrinn. Annað kvöld verður fjör.

Fór á upplestur í gærkveldi á bókasafninu. Það var fínt.

Var einnig ein í sundi í gær,,sem var eins og maður ætti barasta laugina og allt sem henni fylgir.

Hugrún systir á afmæli í dag,,til hamingju stóra mín, hún er orðin 21 árs,,og er á leið í Hússtjórnunar skólann í janúar.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Það er til fjall sem heitir Herðubreið. Hún er svokallaður móbergsstapi, varð til við gos undir jökli og lýtur út eins og risa stór muffins kaka, finnst sumum. Herðurbreið er eitt af þessum fjöllum sem lætur mann finna það að allt sé smátt í veröldinni miðað við hana. Merkilegt fjall að mörgu leyti. Hún var fyrst klifin árið 1908 af Íslendingi Sigurði Sumarliðasyni sem var leiðsögumaður fyrir Þjóðverjann Hans Reck að nafni.

Einnig höfðu verið til sögur af Englendingi, sem hafði notast við akkeri og flugdreka til þess að láta hann hífa sig upp fjallið. Þá átti hann að hafa kastað akkerinu upp fyrir sig og svo einhvern vegin fljúga upp fjallið. Ekki veit ég hvort þetta er satt, en merkilega vel gat þessi Englendingur lýst jarðfræði fjallsins sem er á toppi þess!.

Sögur og svæði,það skiptir miklu máli að sögur fylgi stöðum, eiginlega öllu máli. Þá lifnar landið við á annan hátt.

Ég þarf að fara í eftirlit til tannlæknis, þori því ekki, þarf alltaf að hugsa það lengi áður en ég panta tíma. Bæði er það sárlega dýrt að fara til tannlæknis og svo er það oft óbærilega vont. Þar sem þeir stinga mann með risa nálum, bora og það heyrist hræðilegt hljóð....oj...ég finn fyrir þessu núna þegar ég skrifa þetta.

Nú er það lestur danskrar skruddu frá árinu 1909, sem bíður mín. Þvílík spenna og eftirvænting að hella sér út í það.

miðvikudagur, desember 01, 2004

Nú hlær marbendill...ef þessar spár myndu nú rætast í næstu kosningum. Þá er flokkurinn sem ég held alls, alls, alls ekki með..farin norður og niður.
Á landsvísu fengju Vinstri grænir 18% fylgi, Framsóknarflokkur 11%, sjálfstæðismenn 35% og Samfylkingin 31%, samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.

Dagur alnæmis er í dag. Ég er farin að skilja allt. Frelsið mun eiga sér stað 21. janúar 2005.

Var að skoða bloggið hans Stefáns Pálssonar,,þar kemur fram nýtt nafn á landbúnaðarráðherra vors lands og þjóðar= pulsumálaráðherra!!!!! Mikið styð ég þetta nafn.

"Krakkar,munið nú að borða nóg af pulsum og drekka kók, þá verðið þið stór og sterk"! Ég var ekki að trúa því að maðurinn væri að láta þessa vitleysu út úr sér. Fyrst hélt ég að það væri búðið að talsetja gaurinn, en nei. Þetta voru orð PULSUMÁLARÁÐHERRANS eina og sanna.

Nú mun æska vors lands detta í pylsu át og kókdrykkju.Þetta er allt byggt á fáranleika, landinu er stjórnað af fáranleikanum einum saman, sem fær gott fylgi, því miður.

Pulsumálaráðherrann spurði líka fólkið sem var að mótmæla stríðinu á Austurvelli um daginn, hvort það styddi Saddam. Ég á ekki til orð. Draugur er haugur.
Farin í sund.
Vinurinn minn hann Mark Logan, hringdi í mig í fyrradag. Hann var að koma heim frá 3 vikna ferðalagi í Ástralíu. Hann át kengúru, hann át krókódíl, hann sá sjaldgæfan fugl sem er víst hættulegur, hann sá risa leðublökur, hann fór til Singapore sem er mjög snyrtileg borg. Á heimleiðinni þá stoppaði hann í Dubai sem er eitthvert Arabaríki þarna í eyðimörkinni. Þar fór hann í eyðimerkurrallý með einhverjum brjáluðum aröbum á risa jeppum.

Merkilegt allt saman, ég sá þetta allt fyrir mér sem eitt alsherjar furðuland sem hann hafði verið að ferðast um. Hann fékk einnig næstum því kókoshnetu í hausinn, sem hefði drepið hann. Hann át kókoshnetuna, kærastan hans fékk næstum því eitthvert mangó í hausinn þegar leðurblaka flaug yfir hana og missti mangóið úr klónum. Eitt alsherjar skop ævintýri. Ekki að undra að fyrr á tímum hafi orðið til alls kyns furðusögur af einfætlingum, skrímslum og öðrum furðuverum.

Jamm og já,,Í Thailandi drepast um 30 manns á ári vegna þess að þeir fá kókoshentu í hausinn.

Sólaruppkoman er mögnuð, þvílíkir litir hérna. Best að drösslast til að halda áfram.

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Illugaskotta vill benda Davíð Oddssyni á að betra er að segja: afturhalds kommatittaflokkur,,heldur en að segja afturhaldskommatitts flokkur,,,vegna þeirrar augljósu staðreyndar að í flokkum eru fleiri en einn tittur. Annars var utanríkisráðherrann ekkert mjög öruggur með það að segja þetta merkilega orð í ræðustóli í gær, og tungan var ekki alveg að melta þetta orð í munni hans, en það komst þó út..og olli umræðum í fréttatíma og í Kastljósinu.

Illugaskottu finnst undarlegt hvernig þingmenn geta hagað sér í ræðustól, og fannst ekki mikið til þessa orðaskaks koma. Einnig er enn þá undarlegra að stríðið sé stutt þarna úti í arabaheimi, af íslensku ríkisstjórninni. Hef sagt þetta áður,,,og fer ekki ofan af því að það var heimskulegt að styðja þetta stríð.

Annað,,,ég þoli ekki menntahroka, gjörsamlega ekki. Vinur minn er búin að fá það óþvegið á stað sem hann vinnur. Vegna þess að hann er ekki með einhverja pappíra frá einhverjum skólum út á það sem hann kann. Það er efast um getu hans vegna þessa..það er ömurlegt, þegar fólk er áhugasamt,,spyr svo "já hvað er hann eða hún menntuð" svarið er "grunnskólapróf",,"nú já",,og missir einhvern vegin áhugann. Þetta kallar Illugaskotta vanþekkingu, virðingarleysi, hugsunarleysi og menntahroka.

Snjór, hressandi veður..hvar er Glúmur galdraköttur?

mánudagur, nóvember 29, 2004

Hvað er með álfum, hvað er með tröllum? Eigi veit ég það,,,en fyrsti í aðventu var í gær. Furðulegt hvað allt æðir áfram.

Siggi og Alex eru að fara suður. Mánudagur. Það verður jólakortagerð þann 8. des hjá Iddu piddu, ég ætla að gera nokkur kort.

Krummi krunkar úti, sjórinn er lygn, loftið er ferskt...sund í kvöld.