laugardagur, nóvember 26, 2005

Já það er ljótt að bölva og ragna, það veit Illugaskotta. Stundum verður hún orðljót en það er ekki sagt í vondum tón frekar í grín tón, en texti talar ekki til manns í grín tón, hann talar oftast í tón sem hver og einn túlkar fyrir sig.

Það eru engar fregnir af púkunum þremur, nema þær að sá elsti er komin í meðferð í Selkirk, en hinir tveir hanga á hóteli daginn inn og daginn út, á kostnað ríkisins, 400$ á dag, kostar að hafa þá á hóteli. Illugaskotta sér fáar leiðir út úr þessum vanda sem mörg ungmenni hafa í dag. Það þarf að vinna með fjölskyldunum, en ekki bara unglingunum. Það er eitt sem er víst. En nú eru að fara að koma kosningar og Paul Martin sem er forsætisráðherrann hér, og hefur stolið mörgum milljónum,,,þess vegna eru að verða kosningar vegna þess að hann stal milljónum dala....já hann vill núna ausa milljónum og milljónum í að hjálpa First Nations.

En það er ekki lausnin að ausa endalaust peningum í þetta fólk. Hvernig er hægt að hjálpa? Jú í fyrsta lagi að byggja upp eitthvað á þessum svæðum, samverkefni. Vinna að einhverju saman og sjá árangur. En ég er enginn Félagsfræðingur eða uppeldis eða menntafræðingur.

Í gær hélt ég að það yrði 1. desember í dag. Var í Winnipeg í gær en fórum með öll föt strákanna aftur til Winnipeg, þar er allt vitlaust í jólainnkaupum. Allt vaðandi í jólaljósum, jólaskreytingum, jóla einhverju. Keyrði bæði til Winnipeg og aftur heim, var frekar lúinn þegar heim var komið. En skellti mér beint í video gláp, keypti mér myndina Sin City! og vá hún lofar góðu, horfði á helminginn af henni. Þvílíka snildin það verð ég að segja.

Í dag erum við að fara í það að ná í um það bil 80 steina, sem verða notaðir í sweat lodge, verðum að ná í þá áður en það snjóar yfir allt. Síðan ætla ég að neyða Garry til að gefa mér viðtal, það er búið að taka mig núna fjóra daga til að fá hann til að gefa mér viðtal um vatn, en það er alltaf svo mikið að gera hjá honum að dagurinn er búinn og svo líða dagarnir.

Bestu kveðjur heim.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Nú er hann kaldur! Hann er þurr og kaldur þessi kuldaboli sem býr hér í Manitoba. Smýgur í gegnum merg og bein, svo úr því verður vein. Alla vegana í þessum tveimur flækingsköttum sem hafa reynt að troða sér ítrekað hér inn, en nú eru þeir farnir og einnig strákarnir þrír, sem hér dvöldu. Áttu að dvelja hér við leik og störf í einn mánuð, svona eins og fósturheimili.

En viti menn, þeir struku! Nú hlær Illugaskotta hátt,,þetta var og er eiginlega mein fyndið. Kvikindin litlu undirbjuggu flóttann vel, 11 ára, 15 ára og 17 ára pjakkar í sniffgengi frá Pangassi. Á mánudagsmorguninn þegar átti að fara að vekja þá, þá voru bara pokar fullir af þeirra eigin fötum undir svefnpokunum þeirra! Illugaskotta upplifði sig eins og í bíómynd, Gary vildi ekki trúa Skottunni þegar hún kallaði á hann og sagði að þeir hefðu strokið.Jæja, það var hringt í RCMP, en það er lögreglan kölluð, og svo fattaði Illugaskotta að skrattans, helvítis pjakkarnir hefðu stolið vetrarjakka sem hún hafði keypt á 4$ en var örugglega 200$ virði, og einnig uppáhalds húfunni hennar sem var í jakkanum.

Þá hætti ég að hlæja,,og varð eiginlega bara hundfúl! Og fór að bölva þeim, eins og sést á þessum nokkru línum. Aumingjans greyin komust alla leiðina til Selkirk sem er í 2 og hálfs tíma fjarlægð héðan í bíl, það er bær rétt við Winnipeg. Þangað fóru þeir til að heimsækja vini sína sem voru læstir inni á einhverri stofnun! Svo kom aðal brandarinn, Gary varð að keyra til Pine Falls sem er klukkutíma héðan, til að ná í þá tvo yngstu. En þegar þangað var komið, þá neituðu pjakkarnir að fara út úr bílnum. Sátu bara sem fastast eins og límdir steinar, með húfurnar niður fyrir augu, þeir voru reiðir, skömmuðust sín ægilega og líklega einnig einmanna eftir sínu rétta umhverfi.

Þeir fóru aftur til Winnipeg, ég veit ekki hvar þeir eru núna. Ég dauðvorkenni þeim, en hvað er hægt að gera við ungmenni sem vilja ekki hjálp? Þeir struku héðan klukkan 2 um nóttina, húkkuðu sér far alla leið, og borguðu víst eitt farið með jakkanum. Farið hefur fé betra! Fussum og svei og nú segi ég ekki orð meir um þessa aumingjans stráka.

En var í dag að keyra eldivið heim á snjósleðanum, það er drullukalt úti en á þessar fínu snjósleðabuxur, og var vel klædd. Það er gaman að puða í kuldanum og enn þá betra að koma inn fá sér kaffi og með því, eins og amma niður frá sagði alltaf. "Smurt og með því".

Ég ætlaði að eyða komandi helgi í Winnipeg hjá Roselle, en hún er alveg á haus í verkefnum, fer þar næstu helgi þangað.

Illugaskotta er með smá vandamál í Word foritinu. Hvernig í púkanum er hægt að láta það leiðrétta enskan texta. Forritið segir bara að allt sé í fínu lagi, þegar villurnar blasa við mér!!!! Hjálp frá einhverjum, ég er að urlast á mínum stafsetningarvillum á ensku......Hvernig er hægt að láta forritið leiðrétta þegar það segir að allt sé í lagi, en allt er ekki í lagi!!!!???Svar óskast sem fyrst.

Bestu kveðjur heim í heiðan dalinn, frá Björk.....sem er alltaf að lenda í undarlegum ævintýrum á orði og á borði....Ps: varðandi orð, ensk-ensk orð eru ekki þau sömu og ensk-kanadísk. Gary var í dag að leita að torch! sem er í ensku-ensku, vasaljós, en á kanadísku-ensku svona gaslampi sem hægt er að nota til að bræða klaka. Hann starði og starði þegar ég benti honum á vasaljósið og ég hugaði með mér að maðurinn væri galinn að sjá ekki þetta torch, hann varð alveg pirraður og sagði að þetta væri ekki torch, þetta væri flash light! Illugskotta er enn og aftur að læra orð! þetta er hálfgert morð,,nú er ég í rímleik......