föstudagur, apríl 04, 2003

Siggi vinur minn úr sveitinni er í hjálparsveitinni Kára,sem er staðsett í Öræfasveit. Það var svoldið hvasst á svæðinu í gærkveldi sérstaklega við Kvísker, og ég sá á mynd sem hann sendi mér að vindhraðinn fór upp í 46 m/sek,,,bara svona vindur sem feykir fólki um koll, rífur upp malbik og hendir bílum af stað...það hefur verið fjör þarna í sveitinni. Drekanum var ýtt úr vör og Siggi var að rúnta á honum í hvassviðrinu, tala við ferðamenn og bjarga ferðamönnum. Fyrir þá sem ekki vita þá er Drekinn, brynvarinn bíll sem hjálparsveitinn fékk frá Þýskalandi. Glæsi kerra sem gaman er að keyra, hægt að setja járnhlera fyrir gluggana og keyra eftir speglum.

Langar norður en verkefni og snatt neita mér um það. Gæti samt farið og gefið skít í verkefnin og snattið en þá verður of mikið af því í næstu viku sem er leiðinlegt, kemst aðeins í gegnum hauginn um helgina ef ég hangi hér í suðurhlandinu, ojbarasta hér er leiðinlegt.

fimmtudagur, apríl 03, 2003

Blóðbankinn er málið var að koma frá því að gefa blóð. Ótrúlega gott að losna við þessa 450 ml, fá að tala við skemmtilegar hjúkkur, svo eftir að allt er búið þá er bara hlaðborð inni á kaffistofu sem inniheldur allt mögulegt, í dag var það nýtt að það var nammi, muffins, ávextir og kókoskossar, svo étur maður í sig orku, blaðar í nýjustu blöðunum og lætur sér líða vel. Ekki slæmt slor. Mæli með Blóðbankanum við alla þar sem þetta endurnýjar blóðbirgðirnar hjá fólki, léttir á skrokknum og maður lætur gott af sér leiða. Sem sagt konur mega gefa á 4 mánaðar fresti en kallar á 3 mánaðar fresti. Það vantar alltaf nýja blóðgjafa, nú er ég með áróður og predikanir en er víst alltaf að predika eitthvað.

Tvær manneskjur hafa viljað fá bílinn minn lánaðann til að skreppa á fjöll en ég á að sitja heima. Hef svoldið velt þessu fyrir mér, ég meina enginn vildi fá litla bláa bílinn minn lánaðann þótt hann væri jeppa ígildi og væri með dráttarkúlu. Hins vegar þá hef ég sagt :"Nei".Verið leiðinleg.

Hvað er annars markvert? Stjórnmálin eru hrein hörmung, allir vilja útrýma fátækt og hjálpa öryrkjum sem er að hinu góða en afhverju allt í einu núna? Nú til að fá atkvæði maður.
Í myndinni "Englar alheimsins" þá sagði aðal söguhetjan Páll að örykjar heita öryrkjar því þeir yrkja svo hratt. Nýr flokkur kominn fram. Stríðið er enn þá og bráða lungnabólga gengur yfir heiminn. Hún mun koma hingað það er bara spurning hvenær?

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Vá lyktin úti er ótrúleg, prófið bara að fara út, hvort sem þið eruð fyrir norðan eða sunnan....
Snjór,,,sybbinn,,,,,nenni ekki að skrifa neitt. Afhverju er rafmagn svona dýrt en allt fullt af virkjunum sem eiga að auðvelda okkur lífið? Afhverju hætta sumir vinir mans að hafa samband við mann? Er maður alltaf að móðga fólk eða er ég svona rosalega flæmandi leiðinleg? Eða hefur fólk almennt ekki tíma fyrir vini sína? bleugh,,,dæs.

þriðjudagur, apríl 01, 2003

1.apríl í dag. Svavar vinur minn laug að mér að hann væri með orma í maganum, sem löfðu út um rassinn á honum. Ég bara: "Ha, nei er það",,,allt í einu fóru varúðar bjöllur um lygi að hringja í hausnum á mér,,en þær virka mjög illa. Það er alltaf hægt að ljúga að mér.

Eitthvað markvert að gerast? Humm,,,, stökk af einum stöppli yfir á annan í hádeginu, hélt að ég myndi ekki ná á milli,,stöpplarnir eru fyrir neðan Aðalbygginguna og það er frekar langt á milli, svona tilfinning þegar maður stekkur að kannski nær maður ekki á milli allt brotnar í manni sem brotnað getur, buxurnar rifna ó nei! en svo þegar maður lendir á hinum stöpplinum þá líður manni vel.

Smalaði fuglum með tveimur heimspekingum, fuglum sem hvæsa. Hálsbólga, verktaka vitleysa við bókaútgefendur. Langar úti í sveit, sofa úti í skafli í svefnpokanum mínum góða. Glúmur ofur köttur sem er maður í álögum er allur að ná sér eftir umferðarslys sem átti sér staða fyrir 3 1/2 viku, skottið hefur verið lamað en það er allt að koma til og kötturinn líka.

mánudagur, mars 31, 2003

Hver stenst það að opna eina öskju?
Spurning dagsins: Hver var Pandóra, og hver er sagan á bakvið öskjuna hennar? Svar óskast strax.
Er hætt að geta logið að mér að það sé fínt að vera hérna í Reykjavík hér er bara ekki fólk af mínu sauðahúsi, kannski er það fólk ekki til.

Átti góðan þynnkudag í gær, ekki þynnka af verstu gerð, svona heiladauð þynnka, veldur því að maður kemur fáu í verk, liggur eins og skata fyrir framan sjónvarpið í svefnpokanum og horfir bara á allt, án þess að hafa skoðun á því, yndislegt. En nú er heilinn komin í gang en ekki maginn, langar að æla. Árshátíðin var góð, ballið var frábært, og djammið eftir það enn þá betra.Monnbots er skemmtileg hljómsveit, veldur því að maður ferðast langt aftur í tímann, til áttunda áratugarins....1. apríl er á morgun. Iðunn vinkona á afmæli í dag og ég er að fara að senda alla mína pappíra til Manitoba í dag, og svo er bara að bíða og sjá hvað kemur til baka.

Gæsir vöktu mig í morgun, gargandi að þær ættu að hækka flugið að ég held...bla bla...