fimmtudagur, september 08, 2005

Í dag fer Illugaskotta til Indjánalands, er með stresshnút í maganum, en þetta er bara svona er svo mikið hross í mér, sem þýðir að ég er með taugakerfi hrossa.

Þegar þið eruð hrjótandi klukkan 5 í nótt er ég að lenda í Kanödu og á þá eftir að keyra í um það bil 3 tíma til Hollow Water verndarsvæðisins þar sem ég mun búa næstu mánuðina. Ég fer út í óbyggðir á sunnudaginn í sjóflugvél, vá það verður áhugavert að prófa.

Bið að heilsa ykkur, þar til næst, holla!

mánudagur, september 05, 2005

Það er komin tími til að laga uppsetningu þessa bloggs.

Huldufólk og álfar eru skemmtileg fyrirbæri, en það er ekki tekið tillit til búsvæða þeirra í bæjarskipulagi Hafnarfjarðar, þótt sá bær sé álfabærinn. Þetta finnst Illugaskottu merkilegt.