laugardagur, ágúst 06, 2005

Annað kvöld fer ég í langt frí,,,komin tími á að kíkja á Austurlandið, fljúga um sveitir,,mengast í borginni og hitta vini sína! sem ég er eiginlega búin að gleyma hvað heita og hvernig þeir líta út.

Það er heldur betur kominn tími á að breyta um umhverfi og sjá gömul andlit.

föstudagur, ágúst 05, 2005

Föstudagur! Vá...og útréttingar eru aldrei fleiri en þessa daganna. Trygginamiðstöðin, Tryggingarstofnun, vottorð frá Bankanum,,,um að ég eigi aur, vottorð frá Lækninum að skrokkurinn sé í lagi. Vottorð frá indjánanum um að ég fái að dvelja heim hjá honum. Vinna í tillögu minni...taka til, pakka, finna út hvað skal koma með og hvað ekki með mér til CANÖDU.

Sólin hefur verið í fríi, veit ekki hvar. Það er 5. ágúst í dag....mér finnst maí hafa verið í fyrradag, þegar ég var að skvetta tjöru á galdrahúsið. Þarna kom Glói, og allt varð brjál.....

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Mótmælendur stóriðjustefnu og virkjanna hanga á krönum uppi á hálendinu, æðarkollur hamast við að koma ungum sínum til að stækka sem hraðast, fólk æðir hingað og þangað en alltaf kemur sólin upp og sest á ný. Það kemur að ég held alltaf nýr dagur eftir þennan dag, þess vegna á kona eða kall,,barn eða umskiptingur, skoffín eða skuggabaldar alltaf að gera það besta sem þau geta við daginn.

Þess vegna á fólk alls, alls ekki að vera að spá í hvað hinum og þessum finnst um mann, segir um mann, eða flokkar mann í. Það er eyðsla á orku í óþarfa. Illugaskotta gefur þeim langt nef og löngutöng, sem eru að spá í og segja henni hvernig hún er og hvað hún er. Hún ein veit hvað er henni fyrir bestu. Kill them all.er gott lag!

Hvað er það sem lætur fólk hlaupa á eftir dauðum hlutum? Í stað þess að spá í að rækta samband sitt við fjölskylduna eða vinina.

Illugaskottu langar að vera gáfuleg í dag,,en það getur hún ekki. Er að rembast eins og rjúpan við staurinn. Eldgamla Ísafold hljómar hér á Rás 1. Greyið Ísafold, hún er tætt í sundur af heimskingjum sem ekkert skilja í því að landið er okkur allt, og með því að selja það til stórfyrirtækja úti í heimi erum við að selja sál okkar skrattanum.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Illugaskotta brunaði í gærkveldi eftir vinnu og át á söltu lambakjeti,,, með einn Íslending, einn Breta og einn Bandaríkjamann í sund á Krossnesi. Það var fjör, útlendingarnir voru að frjósa ef þeir stungu sínum öxlum upp úr vatninu..en ég og Binna erum miklir jaxlar enda Íslendingar...og stungum okkar öxlum mikið upp úr lauginni til að sýna þeim að hvorki kaldur vindur né nokkur önnur náttúruöfl myndu koma okkur í vist hjá henni Hel.

Hins vegar tjáði Bretinn mér eftir laugarferð, að hann hefði upplifað margt á sinni ævi hér og þar um heiminn. En þessi sundlaugarferð, væri eitt það eftirminnanlegasta sem hann hefði upplifað..laug niður við Atlantshafið, undir berum himni lengst norður í einhverju, eins og hann sagði. Draugur varð kátur..og svo komum við heim í nótt, þreytt en alsæl.

Það eru komin krækiber, en ekki hef ég enn þá séð bláberin góðu.

mánudagur, ágúst 01, 2005

Í gær fór Illugaskotta á frábæra sýningu um Kvennaskólann á Blönduósi, sem sett var upp í skólanum sjálfum af Aðalbjörgu Ingvarsdóttur, þessi sýning er mögnuð og á lof skilið.

Annað sem ég sá er að stofna þarf aftur Kvennaskólann á Blönduósi, þar sem kenndar yrðu hinar margslungnu mataraðferðir forfeðra okkar og formæðra. Einnig yrðu hinar ýmus hannyrðir kenndar. Boðið yrði upp á hin ýmsu námskeið sem væru bæði stutt og löng í tengslum við matarmenningu og handverk ýmisskonar. Staðurinn er þarna, húsið, og allt. Það þarf einungis að koma skólanum aftur af stað. Nýsköpun og kraftur er það sem þarf inn á Blönduós. Ég skora á bæjarstjórnina á Blönduósi að taka þetta mál fyrir og koma þessu verkefni af stað. Vonandi verður það gert.

Fékk símtal frá Binnu vinkonu í dag, hún er að koma á Strandirnar í fylgd tveggja Ameríkana. Það verður nú gaman að hitta hana svölu Binnu, New York farann og konuna sem kom mér til þess að vera þrælahaldari í New York í desember 2003! Það var ein versta upplifun Illugaskotta nokkrun tíma í útlöndum.

Draugurinn er kátur vegna þess að VERSLUNARMANNAHELGIN ER BÚIN! og útvarpið getur tekið ró sína á öldum ljósvakans, nú eru þetta bara dagar,,,ekki óðsmannsæði og múgæsingar helgin brjálaða..hún er farin og kemur aldrei aftur.