laugardagur, október 02, 2004



Þetta er Illugaskotta að leika sér með eldbolta í Dómadal í sumar. Þegar ég var í brúðkaupinu sem var frábært. Vá þetta er gaman,,elska eldboltana mína.

Fullt af myndum frá þessu brúðkaupi á vefnum atvinnuferda.is

Farið inn á myndir og flettið svo niður á landvörður eitthvað...þar eru margar myndir úr skemmtilegasta brúðkaupi sem ég hef farið í.

fimmtudagur, september 30, 2004

Einhverjir fjórir aðilar hafa á seinustu dögum googeld mig,,,sem sagt leitað að Illugaskottu bloggara á netinu.

Hverjir eru þetta? Skrítið,,,,,jamm,,en Halldór er ekki búin að svara mér.

Dagurinn gekk vel. Kláraði að gera efnisyfirlitið, gerði formálann, fór á opnun bókmenntahátíðarinnar" Galdur úti í mýri" það var gaman..er í Norræna húsinu þessa helgina.

Ritgerðin mín sem ég er að bisast við að skrifa til MA prófs í umhverfisfræðum er um "Heimsmynd norrænna manna og hvernig það er hægt að nota þessa fornu vitneskju til umhverfisfræðslu fyrir börn" , en þette er ekki titilinn,,,er ekki komin með vinnu nafn á skrímslið mitt.

T.d þá erum við núna inni í hausnum á Ými, askur Yggdrasils heldur heimunum þremur saman, Sól og Máni systkin ríða um himininn,,,,og döggin kemur frá mélum Hrímfaxa sem er hestur Nætur...bara smá punktar um það sem ég er að skrifa um.

Og á morgun fer ég og finn restina af heimildunum á Þjóðarbókhlöðunni. Úffff,,,ég stressast upp með hálftíma fresti yfir því að ég nái aldrei að klára þetta, en svo róa ég mig með því að segja við sjálfa mig að ég sé sérfræðingurinn í þessu...Draugar eru merkilegar skepnur.
Seinasti dagur septembersmánaðar er í dag. Fór með Laufeyju í leikskólann fyrir Valdísi í morgun, og afrekaði það að gleyma símanum heima hjá þeim. Enda er ég ekki vöknuð enn. Fæ ekki símann í mínar hendur fyrr en um 18:00 í dag, sem er ágætt.

Fór í Bílanaust, keyrði fram hjá Ríkissáttasemjara, þar var allt fullt af kennurum í verkfalli. Greyið þeir, endalaust fúlt.

Lýðræðið er lygi og tjáningarfrelsið er farið í íslensku samfélagi í dag.

Gaman væri að fá skilgreiningu á þessum hugtökum frá þeim flokkum sem eru inni á Alþingi, og bera saman svör þeirra.

Illugaskotta ætlar að byrja að spyrja Halldór Ásgrímsson.

"Hérna Halldór, gætir þú aðeins hresst upp á minnið hjá mér og útkskýrt fyrir mér hvað lýðræði og tjáningarfrelsi er, ég er nefnilega orðin alveg rugluð vegna mismunandi túlkanna í samfélaginu í dag".

Þið mættuð segja eitthvað um þetta sem eruð að lesa þetta blogg.

Annað að sjá hann þarna fjármálaráðherra Geir, í Kastljósi í gær, hann var svo ekki að svara á sannfærandi hátt afhverju hann valdi JS sem hæstaréttardómara.

miðvikudagur, september 29, 2004

Fréttin í gær á RÚV, sjónvarpinu af brunanum, gekk út á grín þessa Gísla fréttamans, sem kemur frá Akureyri.

Virðingarleysi og kjánalegt grín einkenndi þessa frétt hans. Kallinn tók úr brunarústunum leyfar af Vilkó súpu umbúðum og sagði:"Það má segja að súpan hafi brunnið við".

Kjána kall, segir Illugaskotta.

Þegar svona slæmir atburðir eiga sér stað í litlum bæjum úti á landi þá eiga fréttamenn að gæta sín, og vanda orðaval. Það virðist hafa gleymst hjá honum Gísla.

Rigning úti, lífið heldur áfram, ekkert fær stoppað tímann...það er merkilegt,,,en þetta ár hefur liðið hratt,,,,,hraðasta ár lífs míns.

þriðjudagur, september 28, 2004

Votmúli brann! Stærsta húsið á Blönduós. Vilkó súpur brunnu einnig, 20 manns búnir að missa vinnuna. Þetta er slæmt. Vona að hægt sé að koma þessum málum í lag þarna heima.

Er að fara að troða í mig morgunmat, Bjarni bró og Hugrún eru að fara að ná í mig. Jarðarför kl 1330.

Er að lesa Íslandsklukkuna, með fyndnari bókum sem ég hef verið að lesa. Jón Hreggviðsson er minn maður.

Bið ykkur um að kíkja á vefinn bokmenntir.is en þar er dagskrá sem mun fara af stað í Norræna húsinu sem er tengd galdri.




mánudagur, september 27, 2004

Keypti mér jakka í dag og spennur í hárið, svokallaða gogga. Fundurinn með leiðbeinendum mínum var góður, gaman þegar fólk með reynslu úr mismunandi fræðigreinum er að tala um hluti eins og t.d. umhverfið. Alls kyns hugmyndir koma fram.

Þeir eru hræddir um að þetta sé ekki nógur tími, að klára fyrir 10. janúar. En ég skal. Enda er allt vel skipulagt, og ég veit að það er mikil vinna fram undan sem ég hlakka til að takast á.

Þrammaði út um allan bæ, gott veður, hitti margt fólk, búin að tala í allan dag. Illugaskotta er þreytt, er heima. Búin að borða. Þarf að strauja fötin mín fyrir morgundaginn og bíða eftir að Sopranos byrji.

Tony einn mafíósinn í Sopranos er æði, hann er karlmennskan uppmáluð,,,,magnað fyndið að fylgjast með honum. Í seinasta þætti fékk hann nei frá kellu einni,,,það féll ekki í góðan jarðveg hjá honum. Tók þá fram vindilinn og vélbyssuna. Sat í stól og beið eftir bjarndýri.


sunnudagur, september 26, 2004

Mánudagur á morgun. Tæknigarður, lestur, labba, Mokka, Bjarni bró, Gullsmári, fjölskyldan.

Heim. Er með margt á prjónunu, allt gengur ágætlega. Er orðin algjör dreifbýlis vargur, vill hvergi vera annars staðar en úti á landi.

Er farið að langa sjúklega mikið að fara til útlanda, bara smá að kíkja. Ísland er nú alltaf best, en stjórnvöld og þeirra aðferðir eru að gera mig meira en fúla.

Ég vil að íslensk stjórnvöld dragi stuðningsyfirlýsingu sína til baka varðandi stríðið í Írak. Við eigum ekkert með það að styðja þjóðarmorð og vera á lista yfir hinar staðföstu þjóðir.

Ísland ætti að gefa sig út fyrir það að vera friðarþjóð. Eins og Halldór forsætisráðherra vor sagði, þá eigum við að horfa fram á veginn varðandi stríðið í Írak. En það er ekki hægt! Við, íslenska þjóðin höfum dregist ofan í svaðið með þeim sem ákváðu að styðja innrásina í Írak. Íslensk stjórnvöld verða að bera ábyrgð á gerðum sínum og það geta þau ekki gert ef þau horfa bara fram á veginn.

Þetta er allt of klikkað allt saman.

Bændaþjóðin með hor í nös að styðja stríðsbrölt smekkbuxna hill billy Bush!!!

Fáranleikinn er algjör...það segir Illugaskotta. Saddam er farin en önnur vandamál eru komin.

Hvað ætla Bandaríkin að reyna lengi að stjórna vandræða unglingnum Írak!