föstudagur, nóvember 19, 2010

Illugaskotta er með áhyggjur af ræktun á erfðabreyttu byggi og hvað eina sem er erfðarbreytt. Vildi óska að Ísland yrði yfirlýst lífrænt vottað land og án erfðabreyttra matvæla og fræja

Varúðarreglan ætti að gilda um þessi mál sem þýðir að það ætti alls ekki að taka inn ræktun á erfðabreyttum fræjum eða flytja inn erfðabreytt matvæli. Vitum við nokkuð hvað við erum að borða? Eru ekki vínber án steina erfðabreytt matvæli?

Það er ekki búið að rannsaka þessi matvæli nóg, og engin veit hvaða áhrif þau hafa á manneskjur, dýr eða náttúruna. Þeir sem eru fylgjandi ræktun með erfðabreyttum fræjum segja að það stafi engin hætta af erfðabreyttu fræjum eða matvælum. Dæmi hver fyrir sig en náttúran er sú sem okkur ber að vernda og lifa í sátt og samlyndi við. Þegar erfðabreytt fræ blandast inn í óerfðabreytt fræ þá er komið fram eitthvað afbryggði sem ekki er búið að rannsaka og ekkert er vitað um áhrifa þess afbrygðis á náttúruna. Einnig gæti hið óerfðabreytta fræ horfið af sjónarsviðinu og hvaða áhrif myndi það hafa?

Þetta er hættulegur leikur.

Fyrir þá sem ekkert skilja í þessu orði: erfðabreytt, þá þýðir það sem sagt að vísindamenn eru búnir að krukka í DNA erfðaefni, taka t.d. út erfðaefni sem lætur steina vaxa í vínberjum og setja eitthvað annað erfðaefni í staðinn úr einhverjum öðrum ávexti sem lætur viðkomandi afurð t.d. vaxa ógnar hratt þannig að hægt er t.d. að hafa 4 sinnum á ári uppskeru sem áður var t.d. bara einu sinni á ári. Allt snýst þetta um skjótan gróða, hagvöxtinn ógurlega og á kostnað hvers?

Kosntaðurinn lendir á heilsu okkar og heilsu jarðarinnar.

Ég tók þessa skilgreiningu á varúðarreglunni af vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is

Varúðarnálgunin

Í niðurstöðum Ríó-ráðstefnunarinnar var viðurkennt það sjónarmið að náttúran skuli að jafnaði njóta vafans. Þetta er hin svokallaðavarúðarnálgun (precautionary approach) sem er að finna í Ríóyfirlýsingunni um umhverfi og þróun. Þessi nálgun er sett fram í 15. grein með eftirfarandi hætti: Í því skyni að vernda umhverfið skulu ríki í ríkum mæli beita varúðarreglunni eftir því sem þau hafa getu til. Skorti á vísindalegri fullvissu, þar sem hætta er á alvarlegu eða óbætanlegu tjóni, skal ekki beitt sem rökum til þess að fresta kostnaðarhagkvæmum aðgerðum sem koma í veg fyrir umhverfisspjöll. Varúðarreglan hefur á undanförnum áratugum rutt sér til rúms sem meginregla í alþjóðlegum umhverfisrétti. Hún var fyrst sett fram árið 1987 í Lundúnaryfirlýsingunni sem kom í kjölfar aþjóðlegrar ráðstefnu um verndun Norðursjávar og er nú einn af hornsteinum umhverfisréttarins. Varúðarreglan á við þegar fyrir liggur, að framkvæmd muni líklega valda alvarlegu eða óbætanlegu umhverfistjóni, en ekki er hægt að sanna það vísindalega. Þá ber að beita þeim aðgerðum sem nauðsynlegar teljast til þess að koma í veg fyrir slíkt tjón og óheimilt er að bera fyrir sig skort á vísindalegri fullvissu um að tjón sé yfirvofandi.