sunnudagur, september 11, 2005

Illugaskotta er lent i Kanödu. Hún hélt að hún myndi deyja í fluginu frá Minneapolis til Winnipeg. Flugstjórinn lét vita að loftræstiskerfið væri bilað, sem þýðir að taka varð loft frá hreyflum..ekki gott að vita fyrir flughræddann draug,,,og já skalf og svitnaði í því flugi. Svo tók ægilegt ævintýri við í tollinum þeim kanadíska,,Illugaskotta krossaði sig og blessaði fyrir að hafa fengið vottorð frá indjánanum um að hún myndi búa þar. Þetta litla blað kom mér inn í landið. Yfirheyrslur, skönnun farangurs..og endalaust bla.

Þeir tóku af mér 5 sneiðar af hangikjöti ægilegur glæpur.

Jæja en hér er um 30 stiga hiti, mikill raki, og góð lykt, eins og í frumskógum Thailands. Fór í langa bátsferð í dag um ár og vötn hér við Manitoba vatnið,,vorum að safna rekavið, og fundum risastóran lurk af rauðviði.

En á morgun held ég í einhvern tíma lengst út í óbyggðir, ég er hér í góðu yfirlæti, var að éta fisk og grænmeti. Hér sveima um moskítóflugur sem elska mig heitt og innilega, drekaflugur sveima hér einnig en þær éta moskítóflugur, hér eru indjánatjöld, en ég bý í tveggja hæða húsi við á.

Þangað til næst, bestu kveðjur, ég fer í sjóflugvél á morgun, það verður fjör, á einhverja eyju.