laugardagur, desember 11, 2004

Lítið um að vera....fátt gerist og allt er við það sama. Illugaskotta vil fara að komast í einhver ævintýri, það er komið nóg af þessu ævintýri. Tröllið verður rétt bráðum drepið og allir lifa hamingjusamir upp frá því...skrítið.

föstudagur, desember 10, 2004

Komin á Hólmavík. Það var fjör á leiðinni norður, fékk með mér farþega, hana Alex. Ekki er draugur vanur að ferðast með einhverjum, en það er gaman. Í Borgarfirðinum rak Illugaskotta augun í einhvað óvenjulegt fyrir utan veg, þá hafði bíl verið að fara út af. Við stoppuðum eins og góðum borgurum sæmir, og drógum bílinn upp á veg.

Það var fjör, og hugsaði ég vel til vinar míns sem hafði eitt sinn gefið mér þennan öndvegis kaðal, snilld! En gaurinn sem hafði runnið svona verklega út af var í algjöru sjokki, Illugaskotta sagði Alex til, en gleymdi að stjórnast líka með bílstjórann, gerði bara ráð fyrir að hann vissi hvað hann ætti að gera. Svo var hnýtt í,,og dregið af stað, þegar draugurinn lýtur aftur fyrir sig, þá er bílinn á leiðinni út af hinum megin.! Vegna þess að gaurinn hafði barasta ekkert verið á þeim buxunum að vera inni í bílnum þegar ég myndi draga hann upp á veginn,,og einnig var bílinn á leiðinni á mig og rauð!!!! En allt fór vel...Alex var hress og líka útafaksturs gaurinn.

Núna erum við að taka upp úr matarkössum og bókarpokum,,,Illugaskotta hyggur mjög bráðlega á Blönduós jólafrí.

fimmtudagur, desember 09, 2004

Í gær fékk ég tölvupóst frá vini mínum í Canödu, hann sagði mér að Íslendingar hefðu verið í kanadísku fréttunum. Illugaskotta varð spennt að vita fyrir hvað: t.d. Íslendingar gefa skít í stjórnvöld og setja fram að þeir studdu aldrei stríðið í Írak eða Íslendingar eru sagðir vera fyndnasta fólkið og það skemmtilegasta...nei.

Íslendingar voru fréttunum vegna þess að þeir eru með kaupæði! Fréttin snérist um ferðir þeirra til St.Johns og fleiri staða í austur Canödu, sem bjóða upp á alls kyns vörur fyrir jólin. Íslendingarnir eyddu víst fjöllum af peningum þarna. Æj..en ægilega eitthvað bjánaleg frétt. Hömlulaus þjóð að mörgu leyti.

Annað: Ferðaþjónustu uppbygging í stað stjóriðju uppbyggingar? Ekki ný hugmynd, en margir halda það. Stjóriðjan er hins vegar auðfengnari gróði, og þetta gengur allt út á hann, hvort sem það er í peningagróða eða persónulegum frama gróða.

Skjálfandafljót er næsta æð lands og sjávar sem á að stífla. Hvenær drepst þetta land? Illugaskottu er spurn hvort eitthvað annað en stóriðja komist inn undir þykka hauskúpu þeirra sem ráða. Nú hrisstir draugur hausinn...skilingsleysið er algjört. Fyrir fólki, börnum og umhverfinu.

miðvikudagur, desember 08, 2004

Einn vinur minn skuldar: stöðumælasektir, og einhverjar aðrar sektir. Hann hefur hundsað bréf sem hóta honum lögfræðingi, sem hóta honum að bílinn hann verði tekinn, því hann á ekki bíl. Ekkert gerist þótt hann borgi ekki, þannig að hann ákvað að vinna þetta af sér í samfélagsþjónustu. Sem sagt, hann skuldar 70. þúsund, og þarf að vinna eitthvað í 20 stundir. Ekki slæmt, þannig að brátt byrjar hann að vinna eitthvað. En eitt fylgir, hann má alls ekki fá sér neitt í glas sem inniheldur alkóhól...

"Bakkus sér um sína".

Í gær var gaman, sérstaklega um kvöldið. Í dag verður enn þá skemmtilegra. Ps: Illugaskotta á heitann pott, varð bara að minna mig á það og fleiri.

Jólagjafir, jólakort, jólakökur, jólamatur, jólaöl, jólaköttur, jólasveinar, jólatröll, jólahús, jólasokkar, jólaskraut, jólahundur, jólakona, jólakall, jólakúla.......endalaust hægt að segja jóla eitthvað.

þriðjudagur, desember 07, 2004

Í heitapottinum um daginn var verið að ræða þjóðsögur...þá átti maður að nefna sínar uppáhalds þrjár..Illugaskotta nefndi:
Galdra-Loft
Djáknann á Myrká
Miklabæjar-Sólveigu
.

Ég sturlaðist af hræðslu yfir Galdra-Lofti þegar ég las hana sem krakki, en alltaf vildi ég þó lesa hana aftur, því það var eitthvað spennandi við að vera hrædd.
Djákninn á Myrká var einnig óhugnanleg,,og Miklabæjar-Sólveig virkaði mjög spennandi, sorgleg og óhugnanleg,,.

Illugaskotta er í Reykjavík, ætla til ömmu á eftir..fundurinn gekk vel, allt er á áætlun. Mikið hlakka ég allt í einu til jólanna. Bestu kv Björk

mánudagur, desember 06, 2004

Mánudagur,,,það ganga jarðskjálftar hér yfir,,,húsið skelfur. Skelfilegt...tröll,,,
eða Loki að umbylta sér?

Landskjálftar er betra orð. Tilnefningar til íslenskra bókmenntaverðlauna eru ávallt áhugaverðar. Unnur Jökulsdóttir var flott í sjónvarpinu í gær.

sunnudagur, desember 05, 2004

Fátt er títt. Hláka. Snjótittlingar á flugi,,hrafnar að sveima.

Kristján Hreinsson skáld orti þetta:

HINN ÍSLENSKI ÞRÆLL
Hinn auðmjúki, íslenski þræll
er ötull og víst er hann dæll
þótt kvalin hann störfin sín stundi
og stæri sig mest af því
að biðja um betri laun,
hann brosir að sinni raun
og líkist þá hógværum hundi
sem húsbóndinn sparkar í.