laugardagur, ágúst 07, 2004

Ekkert er meira pirrandi en fá ekki svör við sms eða tölvupósti, þegar maður nennir ekki að hringja í viðkomandi og ræða málin,,því það er aldrei hægt að hitta viðkomandi, bara hægt að tala við viðkomandi í gegnum síma. Nenni ekki að hringja,,læt það eiga sér. Fari viðkomandi norður og niður. Svei!

Hljómar eru með ball í bragganum á Hólmavík í kvöld. Illugaskotta nennir ekki.

Það var fjör á Galdró í dag,,spenna og gleði. Bestu kv frá Björk sem er að fara í ferðalag á morgun,,mikið hlakka ég til,,, ps Manga er á sveimi en ekki Imba.

föstudagur, ágúst 06, 2004

Var að vinna í dag. Galdra-Manga hrafn kom heim til sín um hádegisbilið,,,en engin Galdra- Imba sást við Galdrasýninguna....humm þetta er skrítið hugsaði Illugaskotta...

Galdra-Manga er þögul, hún fór í leitarflug í dag..en kom ein heim.

Hvar er Galdra-Imba? Einhver bauð 20. þúsund krónur í sitthvorn hrafninn í gær, þá var Illugaskotta ekki að vinna.

Fáir á ferli.

Þórdís kemur á sunnudaginn og um kvöldið munum við þeytast af stað norður og niður,,,nei ekki alveg, norður á Strandir myndi ég frekar segja. Heyri ekkert frá Garry Raven indíánanum vini mínum í Canödu, hins vegar er Deb komin til Bangladesh og þar eru hræðileg flóð, og Manju er komin til Indlands, og gæti ekki verið hamingjusamari.

Indland, Bangladesh og Canada,, voru lönd sem Illugaskotta hafði ekki mikið pælt í áður en hún fór til Canödu. Það rignir á Ströndum og sem betur fer myndi ég segja, hér er allt skrælnað.

Bestu kv,,skotta rotta.

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Prótókollstjóri er víst staða innan Utanríkisráðuneytisins. Þessi Prótókollstjóri er að fara að verða sendiherra einhversstaðar úti hinum litla heimi. Illugaskotta var að lesa mbl.is, en þar er frétt um breytingar í Utanríkisráðuneytinu. Hélt að það væri verið að tala um breytinga í stefnu eða áherslum, en þá voru það mannabreytingar. Fyrrverandi menntamálaráðherra hann Tómas Ingi,,, er að fara út til Frakklands í víking mikinn sem sendiherra þar. Hvað gerir hann þar? Kannski fer hann að lemja á potta og pönnur?

Illugaskotta hefur grun um að það sé svona jamm,,hvað heitir það. Þingmaður fær ekki stöðu innan þings,eða hefur verið óþægilegur fyrir flokkinn þannig að flokkurinn missir fylgi eða eitthvað annað fúlt fyrir flokk,,,..þá er nú alltaf hægt að senda þennan þingmann út í Utanríkisráðuneyti...þá verður hann bara endalaust í utanlandsferð, og flokkurinn getur farið að laga vitleysur, rangfærslur og lélegt fylgi.

Hvað gera utanríkisráðherrar? Éta þeir kavíar og drekka góð vín alla daga? Eða eru þeir á fullu í því að koma öllu sem íslenskt er á framfæri við erlenda ráðamenn?

Hef ekki hugmynd, en Illugaskotta væri til í að fara í starfskynningu sem sendiherra í Japan, því þar er dýrasta sendiráð Íslands staðsett, í dýrasta hverfi Tókýó borgar. Það munar ekki um minna fyrir hornasarþjóðina okkur!

Illugaskotta vil sjá duglegri sendiherra, þótt hún viti ekkert hvort þeir séu duglegir, en finnst ekkert bera á verkum þeirra. Innst inni held ég að þeir geti alltaf sofið út, mætt í vinnuna þegar þeim henntar, skoðað landið sem þeir búa í eins mikið og hægt er, og bara gert það sem þeim dettur í hug. Svo af og til mæta þeir í veislur og tala um málefni Íslands á ráðstefnum og fundum.

Illugaskotta vonar að einhver sendiherra lesi færsluna hennar. Svo hún geti fengið viðbrögð frá duglegum eða lötum sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir að það sé nauðsynlegt fyrir íslenskt efnahagslíf að hafa svona mörg sendiráð. En hver hefur ávinningurinn fyrir Ísland verið? Hann langar Illugaskotta að sjá, svart á hvítu blaði.

Veit ekki hvað kom yfir mig, er nývöknuð eftir að hafa sofið fastar en grjót. Er á leið í göngutúr og sund. Steingrímsfjörðurinn er spegil sléttur og allt er gott.

Bestu kveðjur frá Ströndum til allra utanríkisráðuneyta hvort sem þau eru afkastamikil eður ei.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Nú er Illugaskotta kát!

Fór í göngutúr yfir borgirnar í morgun en það heita klettarnir fyrir ofan Hólmavík. Þá rakst ég á tvo hrafna í berjamó! Það voru Manga og Imba, og alveg lengst frá Galdrasýningunni.

Svo kom í ljós að Imba er farin að fljúga,,,sem betur fer. Hún flaug hátt um loftin blá ásamt Möngu sem var samt alltaf að ráðast á hana og láta henni bregða.

Ég og hrafnarnir lágum í berjamó í borgunum,,þær éta ekki krækiber, bara bláber. Gaman að fara í berjamó með hröfnum, þeir reyna líka alltaf af og til að ráðast á mann. Fyndin dýr. Það er sól og gott veður, en það eru engar fréttir, hér er alltaf gott veður.

Hygg á ferðalag norður í Ófeigsfjörðinn á mánudaginn, ásamt Þórdísi. Þar ætlum við að gista í tjaldi og ganga um. Ásamt því að skoða margt fleira á leið okkar um Strandirnar. Vonandi heyrum við í Flöskudraugnum.

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

3. september þá verð ég að skrifa. Frekar fátt ádöfinni þessa dagann hjá mér. Er komin í frí í 2 daga, svo vinna um helgina...og Þórdís kemur á sunnudagskvöldið. Förum að skrattast um Strandir á mánudaginn og þriðjudaginn. Hlakka til að fá hana í heimsókn, þá hef ég einhvern til að hjálpa mér að drekka þetta rauðvín sem ég freistaðist til að kaupa.

Sá sel í morgungöngunni í morgun, en hef ekki séð einn einasta í sumar. Þeir hafa verið einhvers staðar í sumarfríi.

Skál og sund. Kv Björk

mánudagur, ágúst 02, 2004

Þetta er magnað, Ásdís er að elda fiskikökur, gæti étið þurkaðann fíl, sko afríkufíl, ég er svo svöng. Rólegur dagur og ótrúlega mikið um að það væri að koma mjög skemmtilegt fólk í röðum á sýninguna. Það gerir daginn góðan.

Í dag gerðist samt annað ótrúlega magnað. Illugaskotta sá svoldið í fyrsta sinn á ævi sinni. Hún sá í morgungöngunni fugl að nafni Haförn. Fyrst var Illugaskotta ekki að trúa sínum eigin augum, enda var þetta frekar snemma morguns. Jú þetta var nú ótrúlega stór hrafn, nei glætan!

Þetta var Haförn. Hann skellti sér fram af klettunum niður við Steingrímsfjörðinn og svo sveif hann af stað, með sterkum vængjatökum. Illugaskotta stóð eins og myndastytta upp í brekku einni. Vá hann snéri við og kom til baka. Flaug rétt yfir Illugaskottu og þóttist ekki sjá hana. Hann var að sögn fuglabókarinnar frekar gamall, eða réttara sagt fullorðinn fugl, því stélið var hvítt.

Besti dagurinn Illugaskottu var því í dag á Ströndum. Hafernir eru og munu vera uppáhaldsfugl Skottu, með honum krumma kallinum.

Nú ætlar draugurinn að fara að gúffa í sig fiskikökum, ropa og lemja svo á bumbuna. OOOO hvað það er gott að vera til og vera alveg ótrúlega saddur draugur....

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Sól og blíða. Komu um 100 manns á Galdrasýninguna í dag. Ótrúlega mikið finnst Illugaskottu. Er með hálsbólgu og má því ekki fara í sund. Fer í staðinn í göngutúr.

Sunnudagur í dag og 1. ágúst! Ótrúlegt hvað sumarið hefur liðið hratt. Nú fer að líða að því að Þórdís komi að heimsækja mig, þarf að skipuleggja eitthvað sniðugt og skemmtilegt að gera í tvo daga á Ströndum með henni.

Illugaskotta mun búa á Hólmavík í september og annað er óákveðið. Skrifa það verður gert. Mamma og pabbi fór að skoða Kárahnjúka í gær, veit ekki hvað þeim fannst. En veit að pabbi hefur verið hress með allar þessar vinnuvélar.

Bestu kv frá Skottu rottu.