laugardagur, mars 13, 2004

Ég get svo svarið fyrir það að ég heyrði í lóunni í morgun, eða kannski var það einungis löngun í vorið sem olli þessari eyrnabilun.

Fékk pakka í gær frá útlöndum.

Er að fara í göngutúr í bæinn ásamt nokkrum öðrum. Lítið og ekkert eiginlega að gerast.

föstudagur, mars 12, 2004

Illugaskotta ætlaði að fara að hitta þjóðfræðinga í gærkveldi en treysti sér alls ekki vegna þess að hún lennti í smá hrakförum. Þannig að ekkert varð af bjórdrykkju og annari snilld.

Draugurinn fór sem sagt að aðstoða vinkonu sína seinni parts dags í gær. Illugaskotta fór að passa barn sem er þriggja ára, barnið var búið að borða súkkulaðiköku og kókómjólk fyrr um daginn, hoppa og skoppa um íbúðina áður en Illugaskotta sveif inn. Illugaskotta dreif barnið í útiföt því það er glatað að sitja inni þegar veðrið er aðeins að batna.

Margt um nýjar búðir á Laugaveginum, sáum beygluhúsið, sem er Amerískt frá helvíti, varð að sjá þetta. Æddum inn, barnið æddi inn í kæli og vildi Kókó mjólk, auðvitað keypti ég hana.

Svo slafraði barnið henni í sig, en rétti Illugaskottu allt í einu fernuna og sagðist vera södd, en fernan var einungis hálf. Haldið var áfram göngunni um Laugarveginn og margt heimspekilegt rætt. Barnið fór nú að rífa upp um sig úlpuna og strjúka á sér vömbina. Illugaskotta hélt að þetta væri bara eitthvað sem hún á vana til að gera, en svo var ekki lesendur góðir. Allt í einu var barnið orðið föllt í framan, og sagðist vilja fara heim. Já en smá labb meir bara að blómunum sagði Illugaskotta. En barnið vildi ekki lengra, það stoppaði og hélt áfram að strjúka á sér magann. Illugaskotta beygði sig niður að henni og spurði galdraspurningar sem kom öllu af stað,,,,,,,,,,"Er þér illt í maganum"?

Barnið ældi í einni gusu yfir sjálfan sig og yfir Illugaskottu. Þarna stóðum við. Stjarfur draugur og starft barn. Á miðjum Laugaveginum, allar búðir að loka og við allar í ælu. Komust loksins inn á kaffihús þar sem buxur og skór voru drifnir í vaskinn. Á leið minni á kaffihúsið í stjörfum gönguhreyfinum mætti ég fyrrverandi Blönduósingi, sem vildi eitthvað ræða við Illugaskottu,,,,nei, sagði bara sæl og bless,,, Blönduósingurinn hefur líklega haldið mig mjög svo merkilega með mig, en hún sá líka ekki æluna á mér og barninu.

En þetta var samt örðuvísi dagur og öðruvísi kvöld en Illugaskotta á að venjast. Börn og draugar eiga ágætlega vel saman þegar það koma ekki endalaust óvænt atvik upp, en kvöldið var einnig áhugavert.

Sami dagur í gær og í dag, nema annað veður. Helgin að koma, og mikið er ég samt fegin að hafa ekki farið út í gærkveldi, þá væri heilinn krumpaður í dag.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Spennan er að fara með mig. Langar norður á hestbak um helgina ásamt því að hitta fjölskylduna mína. Það er ekki heilbryggt að sitja allan daginn við tölvu eða yfir bókum. Það gerir hvern draug meðal brjálaðann!!!

Ætla að vera samt í bænum yfir helgina, þarf að vinna ásamt því sem ég ætla að ganga inn í Blikadal sem mér finnst merkilegt nafn. Blikadalsá, rennur út dalinn sem er á vinstri hönd þegar komið er upp úr Hvalnum...

Ég vildi óska að allt væri klappað og klárt og smátt og skátt....prátt, mjátt, hátt,,,,,,en það er það ekki, best að una við spennu og annað fjör.
Svefninn er góður.

Draugurinn drattaðist í sund, og það var já lausn að hamast í lauginni með storminn í andlitið.

Í gær sagði kunningjakona mín mér frá því að hún hefði lennt í árekstri. Það var víst keyrt inn í hliðinna á henni þegar hún var að fara yfir á rauðu ljósi. Hún æddi út úr bílnum í hræðslukasti, gargaði á þá sem höfðu keyrt inn í hliðina á bílnum hennar. Þeir tveir drógu upp skilríki..og sögðu " Þér hafið lennt í árekstri við lögregluna, og við erum á ómerktum og bremsulausum bíl!" Ekki bara þetta, í kjölfar ófara hennar þá bombaði Thailensk fjölskylda aftan á hana!!!! Lögreglan ætti að skammast sín að keyra yfir á rauðu, og segja svo að þeir séu á bremsulausum bíl. Þvílíkt fordæmi.


Þessi saga er eins og hin mestu ýkjusaga, en hún gerðist hér á bæ, ásamt mörgum öðrum sögum sem aldrei verða skráðar einungis sagðar og hverfa svo í gleymskunnar dá. Á hverjum degi hér á skerinu og alls staðar annars staðar eiga sér stað sögur sem eru ótrúlega bæði að vexti og innihaldi. Ég væri til í að geta upplifað eitthvað af þeim.

Skriftir ganga vel. Sólin er farin að láta sjá sig. Liðið í sundi talaði bara um veðrið og að rokið væri það versta og leiðinlegasta. Ég segi að það sé pirrandi af og til, en það þeytir á haf út mengun og öðrum skít sem á ekkert að vera að angra okkur.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Illugaskotta átti andstyggilega nótt í turninum, andvöku nótt. Las Haustskip, át brauð, drakk vatn, snéri mér eins og hvalur sem kann ekki að vera á þurru landi, urraði að lokum á andvöku drauginn. Drapst einhvern tíma í nótt aftur, og jamm er að blogga núna.

Fór í sund í gær eftir vinnu, rakst þar á ótrúlega marga sem ég þekki og var margt skrafað í pottinum í Vesturbæjarlauginni. Sat í tvo tíma þar sem er persónulegt met og einnig pynting fyrir blóðkerfið.

Veit það ekki en þetta veður er farið að verða svoldið þreytandi, það er ekkert gaman að labba í þessu veðri, maður verður hundblautur, og svo fýkur allt út í vindinn.

Mig langar bara í snjó svo ég geti farið á skíði.

Finn ekki uppáhalds peysuna mína sem pirrar mig ógurlega, var nýbúin að kaupa hana í Skotlandi, með kraga og löngum ermum...sakna hennar, hvar er hún???

Dagurinn virðist ætla að verða góður þrátt fyrir allt dæs og væl hér á þessari færslu.

þriðjudagur, mars 09, 2004

Þegar Illugaskotta er búin að losa sig við eitt atvinnutilboð þá dettur annað inn!!!!! Ekki auðveldar þetta völina, sá draugur á kvölina sem á völina. Eitt má ég segja að allar eru þessar vinnur klikkað áhugaverðar og ég vildi óska að ég gæti unnið þær allar, valið kemur brátt fram á síðum þessarar Skottu bókar.

Illugaskotta hefur ákveðið að afmælið verði haldið þann 17. apríl, langt fram á rauða og alls kyns lita nótt. Í boði verða kökur, mjólk og annar mjöður. Skrímsli og furðudýr eru sérstaklega velkomin.

Þetta á að vera skemmtilegur dagur í góðra vina hópi.

Annað er það að segja að það er gott að vinna í Tæknigarði, þarf að lesa og stúdera þegar ég er þar við vinnu. Ég æpi inni í mér yfir þeirri vitneskju að kannski get ég þetta ekki fyrir seinasta skiladag!!! og þá bara gerist það, andskotinn og allir hans niðjar mega eiga það.

Menning og umhverfi er nafn á eins dags ráðstefnu sem Sagnfræðingafélag Íslands og Þjóðfræðingafélag Íslands munu halda þann 22. maí 2004 á Draugasafninu á Eyrarbakka. Illugaskotta verður þar með einstaklega merkilegt erindi sem ber heitið,,,,veit það ekki. Nákvæmlega,,heitið sem sagt veltur á því hvert ritgerðin mun stefna, hún stefnir út í geim og svo aftur niður á jörð og inn á Íslands mið.

Fór út að borða í hádeginu í gær með foreldrum mínum og Fannari bróður, við fórum á stað sem ég vil mæla með hér,,,"Potturinn og pannan", heimabakað brauð, tvær gerðir af súpum, fullt af grænmeti og sex heitir réttir í borðinu, og svo er einnig hægt að kaupa af matseðli. Einnig er stór plús að þessi staður er reyklaus, þjónustan er snilld og svo er þetta ódýrt og hollt.

Illugaskotta er loksins búin að sjá allar þrjár myndirnar af Hringdróttinssögu og það er gaman.

Smégol/Gollum er mín uppáhaldspersóna, yndislegur með sitt undirferli.

Hvaðan kemur allt þetta vatn sem hamast á jörðinni? Það er eins og syndaflóðið sé að láta vita af sér hér á suðurhorni þessa skrímsla skers.

Fyrsti vinnudagurinn minn í Tæknigarði er í dag það er gaman. Hef ekki heyrt né séð rottuna hér í turninum enda er hún örugglega steinsofandi í öllu þessu veðri.

Held það séu álög á mér og mínum göngutúr með vinkonu minni. Fyrir nokkrum vikum ætlaði ég að fara snemma til hennar og æða í göngutúr með henni og hundum hennar þrem, en þá kom nákvæmlega eins veður og er í dag. Ég ætla samt núna til hennar því hún býr til besta kaffi sunnan heiða.

Farin að reyna að finna út í hvaða fötum ég eigi að vera í dag, það getur oft verið hinn mesti höfuðverkur, því þau þurfa að vera hlý, ekki bert á milli, passa saman og vera flott, sem gerir þetta að enn þá meiri höfuðverk.

Gallabuxur, svartur lang erma bolur og lopapeysa???? humm ætla að prófa það,,,djöfulsins kellingarugl leynist í hugarfylgsnum mínum. Nú hlær marbendill, en ég er víst umskiptingur var mér sagt í óspurðum fréttum.

mánudagur, mars 08, 2004

Öræfasveitin, sveitin milli sanda, litla hérað,,,,,,,,,,,hefur fengið enn eina vísuna orta um sig. Hann Steingrímur J. Sigfússon orti þennan stúf, sem mér finnst hið fínasta hraffl hjá honum. Heimild mín úr öræfa sveit klikkar aldrei.


Þú Öræfanna undra land
sem öllu færð að skarta,
með vötnin stríð um svartan sand
og sjálfan hjálminn bjarta.
Ekkert fyrr ég augum leit
sem unað slíkan veitir,
en næst við þig er Suðursveit
sem að litlu breytir.


Búin að setja dótið mitt inn í Tæknigarð, allt tilbúið og svo að mæta á morgun í lestur og ritun. Einnig verður gaman að taka upp gamlan og ljótan sið hann kallast"að henda bréfkúlum í fólk".

Þá stendur Illugaskotta ásamt meðhjálparanum sínum uppi á efstu svölum Tæknigarðs,,,en húsið er hannað þannig að það eru svalir inni í húsinu og svo getur maður séð þá sem eru að ganga á niðri á gólfinu. En sem sagt þá stundar Illugaskotta það stundum að henda krumpuðum bréfum í hausinn á fólki sem labbar fram hjá í sínu mesta sakleysi. Svipurinn á því þegar það lítur upp er magnaður og það er snilld að láta það ekki sjá sig en maður getur séð það,,,svo hrisstist Draugurinn úr hlátri og einnig meðhjálpari hans. Það er gaman að vera vondur sagði Láki jarðálfur....


Mig langar að tjá mig en hef ekki orð til þess. Hausinn er þver og þungur á mér í dag. En eitt er bjart ég er að fara að sjá Hringadrottinssögu í dag, mynd númer III, loksins. Þetta verður eitt alsherjar ævintýri.

Ætla í hádeginu á Pottinn og pönnuna að borða hádegismat með foreldrum mínum sem hendast hingað í bæinn í dag og aftur heim um kvöldið. Landsbyggðarfólk er ekki að setja það fyrir sig að skreppa í bæinn,,,bara og andskotast í öllu og svo koma sér heim sem fyrst því Reykjavík er víst full af stressi og löngum götum sem leiðinlegt er að keyra um.

Daaaa,,,,af því ég er búin að velja það að flakka um landið og heiminn og aðrar götur þá er dótið mitt í kössum hér og þar og helst myndi ég segja alls staðar. Ég mundi í gær eftir málverki sem Hulda Lilja frækna min málaði og gaf mér. Þetta er málverk af mér og henni þegar við vorum svona 8 og 9 ára, við erum að leika okkur á hól sem er á svínatúninu heima á Blönduósi og kríurnar eru að ráðast á okkur. Þessi mynd er full af litum og lífi. Ég sakna þessarar myndar. Einnig finn ég ekki Íslendingasögurnar mínar, þjóðsögurnar og Eddukvæðin mín. Þetta er hið versta ástand en ég held ég muni og vonandi bregst minnið ekki Illugaskottu í dag.

Hér á suðurhlandinu er rok og rigning. Endalaust spennandi veður hér á bæ.

Illugaskotta tekur vítamín og fær ekki kvef,hún er ekki þunglynd og nennir ekki detta lengur í það og reykir ekki. Hún bara vinnur með hausnum, hreyfir sig og étur hollt. Stundum þá finnst henni bara eintómur grænn grautur vella út úr hausnum á sér og ekkert vera þar inni.

Spurningin:" Hvernig gengur að skrifa?" er efst yfir þau atvik sem leyfa dráp á fólki!!!! Þannig að ef þið viljið hitta þá þarna hinu megin þá spyrið þessarar spurningar......

Illugaskottu vantar kaffibolla dagsins,,,farin í að búa til Delí kaffið frábæra.
Einangrun er lokið nú er Illugaskotta komin á suður horn þessa guðs volaða lands. Í gær, þá þvoði ég bílinn minn og bónaði hann, mokaði út úr fjárhúsunum með bróður mínum, við fórum svo í reiðtúr sem var frábært, heim, setja inn heyrúllu, rífa hana í sundur, hamast meir í bílnum, elda pizzu, drapst svo í heitu baði um kvöldið. Hefði ekki getað verið betri dagur.

Andskotaðist suður í dag, henntist til og frá á veginum, þetta var nú meira rokið, en hrisstir upp í fólki.

Skipulagið er það að nú mun ég vinna á einum stað og sofa á öðrum. Einbeita mér og vera með járn og stálaga á mér.

Bless