laugardagur, nóvember 13, 2004

Er að hlusta á útvarpsþáttinn "Í vikulokinn" þar er Gísli Marteinn að tjá sig,,úff erfitt að hlusta á hann,,en Dagur B. Eggertsson er að standa sig í því að svara vel og skilmerkilega.Hann er klár stjórnmálamaður.

Hláka úti. Enn hvað það væri frábært ef það kæmi nú allt í einu skrímsli syndandi inn í höfnina hérna á Hólmavík. Þá myndi ég fara út og taka myndir, senda þær til útlanda og innanlands og verða milli,,,skrímsla milli.!!! Svo myndi ég temja skrímslið og kennna því að tala eins og maður kennir páfagaukum að tala.

Hvar eru skrímslin, tröllin, huldufólkið, álfarnir og draugarnir? Ætla aðeins að hugsa það.

Nú tryllist ég. Bara nota þetta orð.

Slæki er eitt af mínum uppáhalds orðum. "Þú ert bölvað slæki"

föstudagur, nóvember 12, 2004

Ég hló mikið í gærkveldi af honum herra Slippery sem er ótrúlega fyndinn persónuleiki í breskum sjónvarpsþætti. Hann er 40 ára og eitthvað, á þrjá graða syni og eiginkonu sem hann veit ekkert hvar hann hefur. Hann heldur sífellt að hún sé að halda fram hjá sér, og svo er hann dauðhræddur við lesbíur. Svo í bland við þetta allt kemur hinn algeri breski húmor. Magnaðir þættir, og því miður er bara einn þáttur eftir.

Eins og sést er ekkert að gerast. Það er kannski bjór í kvöld á Kaffi Riis. Svo er hægt að fara þangað í flatböku annað kvöld. Ljósaskiptin eru að sigla yfir landið.

Ég er á bls eitthvað að laga og betrum bæta. Jón segist vera búinn að drepa um 200 hagamýs, og svo er hann í samvinnu við hrafnanna, sem éta allt sem hefur komið í gildrurnar hans. Gott vistkerfi þar á bæ.

Mamma og pabbi hringja oft í mig, ég hlakka til jólanna og komast heim á bæ. Bærinn heima, Blönduósbær er að hugsa um að selja hitaveituna. Það er alveg fráleitt finnst mér, þarna er gull að koma upp úr jörðinni en bæjarfélagið vill selja gullið. Það er afleitt og fráleitt..

Ég vil að farið sé í að byggja sundlaug á Blönduósi og rífa upp menningartengda ferðaþjónustu,,,það er hægt að gera ýmislegt við þetta, það er mergurinn málsins. Ásamt því að stofna hafíssetur/stofu,sýningu,tengda rannsóknum, þjóðfræði og sögu.

Eða bara eitthvað út á þá sögu sem hefur átt sér stað í Húnaþingi. Það er afleitt hvað lítið er gert þarna. Veit ekki afhverju, því ég hef ekki kynnt mér það.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Arafat, sem er búinn að vera í sjónvarpinu síðan ég man eftir mér er dáinn, það á eftir að riðla þessum svokallaða heimsfrið enn þá meir. Dabbi fyrrverandi kóngur styður enn þá innrásina í Írak heilshugar. Til þess að koma á lýðræði segir hann..humm,,þetta svokallaða vestræna lýðræði. Vildi óska að hann myndi útskýra þetta lýðræði,hvað það sé og hvernig það eigi að virka fyrir Íraka og Írak.

Illugaskotta er komin á Strandir, það er kallt úti en enginn snjór. Verslaði 20 brauð í Bónus,það hef ég aldrei gert áður. 20 Bónusbrauð fylla eina innkaupakerru, þannig að þið getið gert ykkur grein fyrir því hvað þetta er mikið magn.

Halla og Ásdís eru að steikja kleinur og parta. Ég er að gúffa þessu í mig.

Mikið að gera á morgun í ritverkinu. Best að halda sér að verkinu.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Allt gengur vel sem er tilbreyting. Skrattast á bókasafninu í dag, ég mun ekki vera að skrifa ritgerð þar til ég mun lenda á heldrikvennaheimili! Nei,,það er farið að sjást og örla á frelsi þarna í fjarlægri framtíð.

Ég hlakka til að keyra vestur sem fyrst, og halda áfram að vinna og fylgjast með haförnum.

Ég er hress eftir fundinn, þetta er allt á réttri leið segja Gísli og Þorri, við skulum vona að það verði það áfram.

mánudagur, nóvember 08, 2004

Komin í bæinn. Selir, ernir og himbrimar að háma í sig fisk sáust á leiðinni suður. Kom við í Dallandi, þar var kaffi og mikið spjallað. Síðan til ömmu, þar kom Beggi og sonur hans.

Síðan í bæinn að hitta vinkonurnar og það var gaman.

Nú er ég komin í Jökulinn,,,og þar er fínt að vera. Nú ætla ég að panta mér flatböku!

Svo útrétta á morgun,fundur klukkan 13:00, bókasafnið, Turninn, kassi í geymslu.

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Í morgun kom ég sjálfri mér á óvart með því að muna lykilnúmerið á visa kortinu mínu þegar ég var að taka bensín. Sem olli því að ég komst í óvænta ferð með sjálfri mér, út á Gjögur að gera það sem ekki má.

Veðrið var magnað, sól og logn. Vegurinn á Bölunum var slæmur. Mikið hefur einnig hrunið af frekar stóru grjóti úr honum Kaldbak, sem er glæsilegt fjall.

Ekki sála á Djúpuvík, og ég mætti tveimur bílum. Á Gjögri var fjör, þar er sem sagt svæði sem ég get varla séð í friði,,eða verð alltaf að skoða með nokkurra vikna millibili.

Svo var bara rosalega mikil drulla á vegnum.

Er komin aftur í kotið, til að pakka dótinu mínu, skrifa geralista, lesa einu sinni enn yfir það sem ég er búin að skrifa og senda það svo í tölvupósti. Elda eitthvað í matinn og láta kvöldið líða.