mánudagur, desember 20, 2004

Það gerist fátt. Horfði á frábæran þátt í gær, eftir Rax ljósmyndara, þegar hann var að ferðast um Thule. Þar er fallegt.

Er með gubbupest, sem er andstyggilegt. Ég og Hugrún skárum út laufabrauðið í dag, 100 kökur og þetta tókst okkur á 1 og hálfum tíma,,gerir aðrir betur..með alls kyns munstrum. Mamma er að klára að steikja það núna.

Ég hlakka til nýja ársins. Þá verður gaman.