laugardagur, nóvember 20, 2004

Mokkasíur, náttbuxur, palestínusjal, lopapeysa og húfa,,hvað getur maður verið smart!

Palestínusjalið mitt er samt ekki alveg eins og það sem Arafat var alltaf með,,en hvað um það. Það er gaddur úti, ég er aumingi, það er eitt sem víst er.

Illugaskottu er boðið ásamt fleirum í svartfuglsveislu klukkan 17:00, því getur draugurinn varla beðið eftir, einn besti matur sem hann kjamsar og smjattar á.

Garry Raven vinur minn í Canödu, er að búa sig undir veturinn. Hann er búinn að taka kanóana upp úr ánni, því nú er víst von á frosti í Canödu, sem er víst allt hér á landi.

Afhverju frjósa lappirnar á andfuglum ekki? Skil ekkert í því.

föstudagur, nóvember 19, 2004

Sól, logn, frost,,,frábært veður,má ekki fara út er aðeins að hressast.

Sem þýðir að ég get farið að skrifa aftur. Fyrsti kaffibolli dagsins er við hliðina á mér. Illugaskotta drakk 1 líter ef mjólk í gær. Það er eitthvað sem draugurinn drekkur eiginlega aldrei, það er mjólk, nema út í kaffi. Margt furðulegt á sér stað og svo át draugurinn hálfa marmaraköku, og hann étur aldrei kökur,,eða mjög sjaldan.

úFFF, hvað mig langar út að hreyfa mig. Þarna úti stendur hann rauður gamli, bílinn minn. Ég hygg á að selja hann, minnka við mig. Hann hefur reynst vel, en margt hefur breyst síðan ég keypti hann. Fréttir og alls kyns dagskrárliðir rásar 1 hafa lekið í gegnum hausinn á mér seinustu tvo daga. Mikið óskaplega er þátturinn "Hlaupanótan" viðbjóðslega leiðinlegur þáttur. Myndi kjósa hann sem leiðinlegasta þátt allra tíma.

Mikið flókið líf. Nú hefjast hin góðu verk vonandi á ný.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Flensan er enn að störfum, og fékk blóðnasir í fyrsta skipti á ævinni í gær. Það toppaði andstyggilegann dag.

Fallegt veður úti. Allt ruglið sem gengur á í hausnum á mér, þegar ég er ekki að vinna, það er engu líkt. Ég er leiðinleg í dag, vona að enginn enn þá leiðinlegri hringi í mig í dag. Þá yrði dagurinn fullkomnaður í leiðindum.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Enn þá nýrri fréttir. Ég sjálf er með flensu, sem er leiðinlegt, andstyggilegt og óþolandi. Hélt fyrst að þetta væri letin að segja til sín og einhver þreyta, en nei. Fór samt út áðan með Ásdísi að ná í nýju lopapeysuna mína sem er jólagjöfin til sjálfrar mín. Hún er æði, rennd með svona rennilás sem er hringur í, svo er hún með hettu, og er svört, grá og hvít. Munstrið er úr gömlu pjónablaði sem er frá um 1960.

Þetta var nú það besta við þennan ömurlega dag.

Gamlar fréttir. Illugaskotta er með kvef og kverkaskít, má ekki fara út eða í sund. Sem er leiðinlegt, en án þessa banns þá batnar mér ekki.

Hef séð að það eru oft fundir á vegum Náttúruvaktarinnar, varðandi hin ýmsu mál sem viðkoma upplýsingum til almennings, náttúruvernd, umhverfisrétti, umhverfissiðfræði og áfram. Þetta er gott framtak hjá þeim.

Gaf krummunum fransktbrauð og fisk í gær úti á steini fyrir utan heima.Ætla líka að gefa þeim í dag.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Ég vil óska Strandagaldri til hamingu með þá viðurkenningu sem hann fékk í dag frá Menntamálaráðuneytinu.Kvæðamannafélagið Iðunn og Strandagaldur fengu sérstök verðlaun. Það skáletraða tók ég úr Morgunblaðinu í dag. Þetta er frábært.

Strandagaldur er menningar- og fræðslustofnun. Tilgangur hennar er að standa að rannsóknum og draga saman vitneskju um galdraöldina á Íslandi, þjóðsagnir, hugmyndaheim og menningararf Strandasýslu sem tengist göldrum, á eigin vegum eða í samstarfi við aðra. Stefnt er að stofnun fræðaseturs um menningararf Strandamanna.

Strandagaldur stendur fyrir fjölbreyttri starfsemi. Þekktust er líklega Galdrasýning á Ströndum, lifandi og skemmtileg sýning á Hólmavík og í Bjarnarfirði. Sýningin var einnig sett upp í Norræna húsinu í október sl. og voru margvíslegir menningarviðburðir skipulagðir í tengslum við hana líkt og gert er í heimabyggð. Strandagaldur hefur gefið út fræðsluefni um hjátrú og galdra, í bókarformi, á geisladiskum og á vönduðum vef, og má sérstaklega nefna nýlegan margmiðlunardisk um íslensk galdramál og þjóðtrú tengda göldrum sem tilnefndur var af Íslands hálfu sem besti diskurinn í flokki menningar.

Starfsemi Strandagaldurs hefur einkennst af miklum metnaði og fagmennsku. Heimamenn hafa á að skipa sérfræðingum um þjóðfræði og bókmenntir. Þeir hafa ásamt öðrum unnið fórnfúst og óeigingjarnt starf og fengið til liðs við sig færustu sérfræðinga. Óhætt er að fullyrða að starfsemi Strandagaldurs hafi blásið lífi í áhuga fólks á menningu Strandamanna og þeim fróðleik um kveðskap, náttúru og sögu sem því fylgir. Fyrir þetta fær Strandagaldur viðurkenningu á degi íslenskrar tungu 2004
Það er frábær dagur í dag! Ekki skemmir veðrið fyrir þessu öllu saman, snjór, logn og sól. Ég vorkenni kennurum.

Fríða vinkona sem er kennari í Danmörku var farin að hugsa um að flytja heim eftir 6 ára dvöld þarna, en er mjög líklega hætt við. Vegna þessarar kennaradeilu og þeirra stöðu sem kennarar eru komnir í. Lýðurinn fær engu um neitt ráðið, þótt það sé svokallað lýðræði hér á landi, merkilegt.

Bræddi úr heilanum í gær,,datt inn í 67 síður,,,og er ekki búin. En allt á leiðinni.

Ég bið vini mína og fjölskyldu afsökunar á því hvað ég læt lítið heyra í mér og hef lítið sem ekkert samband. Ég er að skrifa ritgerð, þótt það virðist ekki mikið, þá er það heil mikið mál fyrir drauginn mig.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Fornir textar gera mig stressaða, afbyggja mig inn í stress. Veit ekki einu sinni hvað ég er að segja þegar ég segi "afbyggja". Er að tala við Carrie-Ann vinkonu mína sem býr í Manitoba. Hún vakir allar nætur, þegar klukkan er 9 á morgnana hjá okkur þá er hún 3 um nótt í Manitoba.

Manju Indverji,,er víst farin að éta kjöt, hann sem var sífellt að segja mér að gerast grænmetisæta.

Það er 28 stiga hiti í Indlandi þar sem hann er núna. Það snjóar ekki í Manitoba eða frystir sem er mjög óvenjulegt.

Hugur minn flýgur á milli landa, eins og allra landa fjandi. Þetta sagði amma heitin á Blönduósi oft við mig, þegar ég var að koma til hennar í heimsókn:
"Er nú allra landa fjandinn komin?". ,,,,Góður dagur til góðra verka er hafin.

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Það snjóar. Gat ekki vaknað í morgun. Fór í göngutúr sá mikið af Hávellu og Sendlingum sem eru skemmtilegir hópfuglar sem einhvern vegin falla alveg inn í fjöruna,sjást varla þar sem þeir eru að pikka og éta eitthvað óskiljanlegt.

Steikti fiskbúðing, kartöflur, ristaði brauð og spældi egg. Hádegismatur-morgunmatur í einni máltíð. Ágætt.

Ætla núna að fara að skrifa.

Muna að hver dagur er snilld á sinn hátt, og kemur aldrei nokkurn tíma til baka.