föstudagur, maí 09, 2003

Heill læknir af norðan náði í atkvæðið mitt og nú líður mér betur. Garnir mínar gaula eins og ljón í svelti, farin heim að éta ristað brauð með osti og kókó malt það er eitt af mínum uppáhöldum í matargerð sem er alltaf flókin og mikil á mínu ekta heimili, lesa í kvöld, sofa með bækurnar undir koddanum til þess að vitneskjan síst inn í heilann á mér í gegnum þykka hauskúpuna og svo brillera í prófinu í fyrramálið.
Það er búið að redda fari fyrir atkvæðið. Ég hugsa bara um bjór og aftur bjór og whisky.

fimmtudagur, maí 08, 2003

Veit einhver um far fyrir lítið umslag sem inniheldur stórvægilegt atkvæði? Látið mig vita strax ef svo er, 8642294, far á Blönduós óskast fyrir eitt atkvæði.
Á morgun segi ég, það er próf á morgun. Ég kaus í fyrradag utankjörstaðar hjá Sýslumanni í Skógarhlíðinni, en er með atkvæðið mitt í bakpokanum. Er skráð á Blönduósi og á því að koma atkvæðinu mínu í póst. Hummm ætli ég geri það ekki í dag, ef ekki þá verður þetta hið týnda atkvæði sem mun verða leitað að á kosninganóttina. Meira lesi les og gali gal í dag.

miðvikudagur, maí 07, 2003

Danir eru pönnukökusálir og við erum eldfjöll.

Þetta segir Fríða vinkona mín um Dani en hún hefur nú búið þarna í fimm ár.
Mesta hagél ævi minnar, var í morgun. Hagél er skemmtilegt, eitt haglið skoppaði upp í mig. Höglin skoppuðu í grasinu og gæsirnar stóðu upp og litu til himins á meðan högglin dundu á þeim, það var eins og þær væru að segja:" Já láttið það koma, við stöndumst högl eins og ekkert sé" og þarna stóðu þær og ég í um það bil 10 mín þær horfðu til himins en ég var að glápa á högglin sem skoppuðu á jörðinni. Loftárás!!!! Ég á bara nokkra cm í það að verða galin.

Í gær eftir mikla umhugsun sagði ég nei við einn vin minn um það að fara í drullupoll á hálendinu, hann sagði að ég væri hræðslukjói en breytti því svo í hræðslupúki, ja hvað fleira er ég eiginlega? Kjói eða púki? Ég nennti ekki í snjó, rigningu og bull, hálfan dag, högg í hægra framhjólinu sem gæti orðið dýrt spaug og svo er ég að læra fyrir próf. En langaði mikið, alveg eins og að langa til að opna pakka en mátt ekki því þú þarft að bíða en þú gætir alveg opnað pakkann en þá opnar þú hann á röngum tíma.

þriðjudagur, maí 06, 2003

Á laugardaginn fór ég í bíó og heyrði fyndnar samræður hjá þremur gaurum um fertugt sem eru í x-d, sjálfstæðisflokkurinn var að bjóða í bíó í stóra salnum í Háskóla bíói. Þeir voru að tala um hvað það væri illa mætt í bíó hjá þeim og hvers vegna það væri nú. Þeir kenndu veðrinu um, að það væri of gott veður til þess að vera að fara í bíó. Svo fóru þeir að ræða það hvort þeir ættu að vera áfram að taka á móti fólki og beina því í bíó. Þá sagði einn þeirra: " Já við verðum að vera hérna ef svo vildi nú til að Davíð myndi koma, það væri nú slæmt að vera ekki hér þegar hann kemur". Dong!!!!! ehehehhehe, brjálæðislega fyndið...eins og þjónar sem vilja ekki svíkjast undan skyldum því húsbóndinn gæti komist af því og þá væru þeir ekki lengur í náðinni.....en ég fór ekki í bíó hjá þeim, enda voru þeir að sýna myndir sem allir eru búnir að sjá.

mánudagur, maí 05, 2003

Ég vil að stjórnin falli, því ég er lítið fyrir stöðugleika, hann er tilbreytingarlaus og útreikanlegur. Keypti mér lúffur í dag í túristabúð sem er við hliðina á Búnaðarbankanum. Í þessari búð er nammi sem eru 10 krónur íslenskar maður étur þær, jurtalyf, gærur, hreindýraskinn sem kosta 7000 krónur stykkið og alls kyns ullar vara. Flott búð. Vindurinn er enn þá kaldur. Fór að sjá myndina "Gamla brýnið" á laugardaginn. Um búskaparhætta í Ófeigsfirði á Ströndum, áhugaverð mynd en hljóðið í henni var ekki nógu gott, stundum erfitt að heyra hvað hann Pétur var að segja, nánast alltaf viturlegt. Næsta mánudag verður einn dagur í frelsið.

Fór í sund í gær, því hausinn á mér sprakk undan lestri.
Ég er oft utan við mig en það í gær sló allt út sem Illugaskotta hefur gert þegar hún er utan við sig. Var á bílnum, hann er fullur af drasli t.d. allt geisladiska safnið mitt um það bil 50 diskar, föt, skór og annað nauðsynlegt konum eins og mér. Sem sagt skildi allt eftir í bílnum eins og símann, veskið, skólatöskuna sem inniheldur dagbókina mína=hugsanir og pælingar, bankabók og annað lífsnauðsynlegt dót. Sem sagt ég kom afslöppuð úr sundi gekk að bílnum mínum og vitið þið hvað!!!!!!! Hurðin stóð galopin. Helvíti og satann, það er búið að stela öllu af mér, hugsaði ég. Gekk með dúndrandi hjartslátt að rauð jú síminn var á milli sætanna, veskið var þarna, og bakpokinn með öllum sínum gersemenum. Sem sagt engu var stolið, skil þetta ekki og kannski er enn þá hægt að treysta samborgurum sínum. Kannski héldu þeir sem gengu fram hjá bílnum að hinn og þessi væri eigandi hans sem var að ganga að honum og látið sem ekkert væri. Fæ enn þá áfall þegar ég hugsa til þess ef allir mínir hlutir hefðu horfið.

sunnudagur, maí 04, 2003

Vá ég keyrði bens í gær sem er 330 hestöfl, sjálfskiptur, leðursæti og ótrúlegt pláss í honum. Ég fór á 220 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni með Bjarna bró mér við hlið. Það heyrðist ekki neitt í græjunni, hann bara rauk af stað og ég vildi keyra endalaust á þessum bíl. Kostar 2 1/2 milljón þessi bíll, árgerð 1991 og verður bráðum til sölu. Hann er æði, þegar ég verð stór þá ætla ég að eiga svona bíl ásamt stóra rauða skrímslinu mínu. Bjarni og Begga eru á leið til Danmerkur í dag en þau koma brátt aftur sögðu þau til að fylgjast með líðan Árna Jóns bróður hennar Berglindar, sem lennti í bílslysi fyrir um 3 vikum síðan og er allur að hressast en var í lífshættu í tæpar tvær vikur. Gott að allt er á betri leið.

1 stigs frost í dag, stutt í frelsið hjá mér og farðu nú að lesa fíflið þitt!!!!! ég sveimhuginn ég.