föstudagur, október 14, 2005

Illugaskotta er að læra að nota power saw, já hvað er það á íslensku?..humm látum okkur sjá, þetta er vélknúinn trjásög, er að læra að saga í eldinn og einnig er ég búin að læra að höggva í eldinn. Þá tekur maður kubbinn sem á að höggva í sundur, lætur sprunguna sem er í honum snúa frá sér og svo heggur maður í hana, og þá hoppar kubburinn í sundur. Ekki alltaf svona auðvelt, en ég er að æfa mig.

Vélsögin er hins vegar önnur saga. Hún sagar hratt og það verður að passa margt. Að tréð detti ekki á hana, að maður sagi greinarnar frá sér og að allt sé í lagi.Einnig verður maður að passa að tréð detti ekki á mann sjálfan eða næstu menn.

Í gær settum við saman eitt stykki Sweat lodge. Fórum og klipptum 14 langar greinar, gerðum hring á jörðina. Grófum greinarnar niður og bundum þær saman, lítur út eins og kúlutjald. Sólin skein og vakti upp mína aðal óvini, flugurnar. Moskító eru farnar en þessar eru verri, svo ein þeirra beit mig fast rétt við hægra augað, þar sem ég var að skafa börk af trjágrein. Fann allt í einu sárt! og vissi strax hvað var að fara að gerast. Þegar ég vaknaði í morgun þá var augað sokkið! Meira ofnæmið!

Haustið er enn þá hér, það hefur bara einu sinni snjóað og sá snjór er farin. Það er enn þá hægt að fara á kanú lengst upp ánna sem er mjög gaman. Við fórum það á sunnudaginn með krökkunum sem komu hingað. Við fórum lengst upp ánna, á leiðinni heim varð eitthvað vesen á krökkunum við fengum að heyra það þegar heim var komið hvað hafði gerst. 3 þeirra réru upp að landi, allt í einu heyrðu þau urr og brak í greinum. Þau urðu ofsa hrædd, héldu að þetta væri Sabí, Sasquash eða eins og hann er kallaður á ensku the wilderness man. Þau voru handviss um að þetta væri hann, eða big foot eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum. En þau sáu ekki neitt.

Í næstu viku er ég að fara á ráðstefnu um vatn, þar sem aðal fyrirlesarinn verður David Suzuki, sem er mjög frægur umhverfissinni og fyrirlesari í Kanada og víðar í heiminum. Á morgun munum við fara og hitta stúdenta upp við stað sem heitir White Shell, en þar eru hellaristur sem enginn veit hve gamlar eru. Þetta eru dýr og menn að sögn Garys, en ég fæ að sjá þetta á morgun, það er að segja ef mitt bólgna auga verður í lagi, kannski set ég upp sjóræningjaband.

Laufin falla hratt til jarðar, vildi bara segja ykkur að ég gat verið á hlýrabolnum í gær, og var að drepast úr hita.

Bestu kveðjur til ykkar, frá Illugaskottu bólgna auga, sem er mitt nýja indjánanafn.