laugardagur, janúar 22, 2005

Hvað skal segja? Hef lítið sofið, vinn eins og versti Akademón, hitti enga og hef það gott. "Ísland örum skorið", nýja Íslandskortið var kynnt í gær, Illugaskotta getur gagnrýnt allt, en ætla að láta það vera núna, sendi þessu fólki, dugnaðar hrós.

Tíminn líður allt of hratt á gerviefna öld. Hvar er stopparinn?

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Næsta bók sem ég ætla að lesa er "Skaftáreldar" sem er eftir Jón Trausta.

Ísland örum skorið, er nýtt skipulagsplakkat, sem sýnir Ísland eins og það mun líta út ef allar framkvæmdar óskir stjórnvalda og Landsvirkjunnar munu ná fram að ganga. Plakatið verður kynnt á Hótel Borg á morgun klukkan 13:00. Það verður gaman að sjá.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Illugaskotta er að lesa góða bók, sem heitir Arabíukonur, og er eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Nú verð ég barasta að fara til Arabaríkisins Oman, sem er stýrt af þvílíkt góðum soldán, sem er víst líka algjörlega hýr, en um það er ekki talað því hann er svo góður við þjóðina sína og hefur rifið hana upp í skipulagt samfélag. Konur þarna vilja flestar vera með blæjuna, því þeim finnst þær vera öruggari, og annað sem er stórmerkilegt, er að það eru sömu laun fyrir kalla og konur í Arabalöndunum. Hvað með litla og ægilega janfréttissinnaða Ísland?!!!! Nei, þar lýðst launamisrétti sem er algjört hneyksli.

Framsóknarsápan er að fara yfirum, er hætt að hlæja af þessari sápu þessa drukknandi flokks. Þetta er orðið vandræðaleg og alveg yfirgengilega þreytandi sápa. Halldór yfirsápumeistari verður nú að fara að birta fundargerðir, til þess að hreinsa sig og horfast í augu við sannleikann. Þjóðin vill ekki gleyma þessu, þótt sápumeistarinn segi henni að horfa fram á við, og ekki að vera að hjakkast í fortíðinni. Birtir einhverja yfirlýsingu og neitar að birta fundargerðir. Þetta er gruggugt mál, og þarf að opinbera strax!!! Lýðræðið er fótum troðið og réttlætið einnig.

Ég sjálf vil ekki segja neitt frá sjálfri mér, því lífið mitt er bara flatt, tilbreytingarlaust og ritgerð. Er ekki að vorkenna mér, bara gera hlutina er það eina sem gengur fyrir. Bestu kveðjur frá fræðidraugnum og norninni: Illugaskottu!!!!

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Hey! Það er þriðjudagur..eina ferðina enn. Fátt að gerast, nema grúsk, ægileg umferð í Reykjavík á morgnana, allir einir í bíl, eins og ég. Maður ætti að eiga hest og ríða í bæinn. Útvarpsstöðvarnar eru hver annarri lélegri á morgnana,,allt of mikið af kjaftæði, og ef það er ekki kjaftæði þá er það alltaf sama tónlistin....frábreytni og hugmyndaskortur einkennir útvarpsstöðvar í dag.

Kleinur...skonsur..rúgbrauð með kæfu,,,fjöll, hellar, jökulár...víðáttur og svartir sandar. Þangað væri gaman að fara. Hux.....

Til allt of mikið af fólki sem hugsar bara um að koma sér áfram, um eigins hagsmuni, gefur skít í hugsjónir,,veit af allt of mörgum sem eru þannig, nefni engin nöfn, en það er freistandi...blogg heimurinn liggur á landamærum ærumeiðinga, lyga, manns eigins sannleika, manns eigins skilnings, kannski líka er þetta allt skáldskapur? Hver veit? Ég er kannski bara að skálda allt sem hefur komið hérna fram?

Snorri Sturluson,,,,var töffari, vildi að ég hefði þekkt hann, enda átti hann heitapott, fannst gaman að pára á skinn og hafði áhuga á fornum fróðleik.

mánudagur, janúar 17, 2005

Og þá er það pólitíkin enn og aftur!!! Guðni Ágústsson fær 10 heil stig frá Illugaskottu, fyrir það að borða mikið af SS pylsum, en mest fyrir það að segja frá því að það voru Davíð og Halldór sem studdu innrásina í Írak, þeirra einka ákvörðun. Siv vildi ekkert tjá sig um málið í dag, hún sem er ritari flokksins sem er að fara til heitasta helvítis,,og Illugskotta hlær og skríkir, og myndi hoppa á trampólíni í allan dag ef hún gæti.

Einnig er að fara að birtast í þessari viku yfirlýsing í New York Times, um að við studdum ekki þetta stríð, við Íslendingar, einungis drengirnir tveir sem eiga skilið að vera hýddir með hrís úti á Austurvelli. Illugaskotta er svo kát að það nær engri átt.

Svo hringdi Hjörleifur Guttormsson í mig í gær, til að þakka mér fyrir símskeytið sem ég sendi honum, gaman af því. Hann hafði líka margt að segja, sem var Illugaskottu mikið að skapi. Held hann hafi verið svona hrifin af skeytinu því mesta pæja hálendisins var á því= Herðubreið.

Landið, réttlætið og allt sem því fylgir á ekki mikið upp á pallborðið hjá stjórnvöldum, nema til að græða á því. En þegar við erum farin að éta börnin okkar, til þess að lifa af, þá er farið að slá í harðbakkann.

Megið þið eiga góðan pólitískan dag.