laugardagur, október 23, 2004

Siggi Atla drap herra Pétur frá Ófeigsfirði kaktus! Það er ekki hægt að drepa kaktusa, ég gleymdi Pétri í Reykjavík í sumar,,hann þornaði næstum því upp. Svo bara gaf ég honum lífsins vatn,,vatn, svo fór ég suður á bóginn. Galdrakarlar geta verið hættulegir kaktusum....

Greyið Pétur er núna í ruslatunnu í turninum, en rottan lifir góðu lífi.

Það er hægt að kaupa amerískar og frosnar flatbökur í Nóatúni á 199 krónur. Illugaskotta keypti tvær, hún myndi kaupa 100 ef hún ætti risastóra frystikistu. Þessar flatbökur hljóta að vera fullur af rotvarnarefnum, geislavirkni og jarðsprengjum. Það er ein núna í ofninum, kannski lifi ég af.
Horfði á frábæra mynd í gær. "The day after tomorrow". Mæli með henni, spennandi, húmor,áhugarverðar pælingar og hittir bara í mark.

Er á Þjóðabókhlöðunni. Það er súrt. kv Illugaskotta.

föstudagur, október 22, 2004

Ég Illugaskotta líð vítiskvalir að vera skrifa ritgerð, ég sveiflast á milli þess að halda og trúa virkilega að ég sé snillingur í það að detta ofan í vonleysi, pirring, þreytu, vantrú, leiðindi, bjór, pizzu, fílu,gremju, pirring,,,,og aftur pirring.

Og annað, er andstyggilega pirruð út í mig að vera að skrifa um mitt væl og pirr hér á opnum vefsínum heimssins!!! En eitthvað verð ég að gera, ekki hef ég neinn til að röfla í,,ekki einu sinni köttinn minn gamla hann Galdra Glúm.

Þetta er svo andstyggilega leiðinlegt en oft skemmtilegt að ég er farin að halda að ég sé haldin kvalarlosta. Að njóta þess sem er vont,,oj,,,það gerir draugur ekki.

Í dag er sólin búin að gretta sig og glenna, vindurinn er búin að vera í fríi,,,en Illugaskotta þykist ekki taka eftir þessu. Bílinn rauk þó í gang þegar ég prófaði í dag....ekkert að honum, nema það að hann heldur að það sé nóg að mótmæla og vera með skoðun til að breyta hlutunum. Þá hefur hann rangt fyrir sér!!!

Úffffff,,,,ég er á barmi klikkunnar!!!! Ég mun horfa til baka á þetta sem bestu tíma lífs míns. Reynir Illugaskotta að sanfæra sjálfa sig um, en þetta er nauðsynlegur áfangi svo ég geti nú haldið áfram á beinu brautinn til sigurs,,sigurs á hverju?....hump!!! Bleugh!!!!

Mig langar til Danmerkur að hitta vini mína, til Kanödu að hitta vini mína,,,ferðast um Ísland og hitta vini mína þar,,,fá góða vinnu...fara að gera eitthvað af viti.

fimmtudagur, október 21, 2004

Mikið að gera í hausnum á mér. Bíllinn minn er farin að mótmæla einhverju, andskotans skoðanir, bílar og fólk á að vera skoðanalaust. Þá virkar allt voða fínt að mati hvers?????

Er komin á Árnastofnun, búin að ná í bækur úr millisafnaláni sem komu frá Englandi, kostaði 3000 krónur að panta þær, en það er í lagi. Góðar bækur.

Fór á Félagsvísindadeild sem er búið að vera á geralistanum mínum síðan í byrjun mánaðarins, til þess að bæta við einum leiðbeinanda.

Eydís vinkona eignaðist sitt annað barn í gær einhvers staðar í Danmörku, önnur stelpa. Til lukke Eydís.

þriðjudagur, október 19, 2004

Fór í heimsókn til Röggu vinkonu í gærkveldi,,ég lág í eiginlegri merkingu orðsins í tölvunni hennar og í rúmminu hennar með henni,,það var gaman. Brenndum diska, spjölluðum eða ég spjallaði endalaust er með málæði, Ragga sat bara alveg freðin undir þessum tungufossi sem óð út úr mér. Síðan lágum við og horfðum á Sopranos,það er nefnilega búið að færa sjónvarpið hennar inn í herbergið sem er bara eitt rúm og sjónavarp og fleira nauðsynlegt.

Merkilega ruddalegir þættir þessir Sopranos, eru að versna ég meina líkamlega ofbeldið.

Það er frábærlega hvasst út, svo hvasst að maður þarf ekki að lyfta upp fótunum, þeir fjúka upp og maður svífur um tún, móa og hollt eins og Marry Poppins sem átti regnhlíf sem gat látið hana fljúga.

Er á Árnastofnun, búin að ljósrita og lesa yfir mig. Maður fær nóg af grúski, það lætur heilann stífna og stíflast. Er að fara út, eftir að fá lánuð nokkur ljósrit frá Gísla og síðan einangra mig næstu daga við skriftir. Þetta er orðið gaman núna.

Hitti Ásu í hádeginu, hún er búin með sína M.A ritgerð, og hún þolir ekki England eftir að hafa dvalið þar í ár.

Farin á fjúkandi ferð, út á tún.

mánudagur, október 18, 2004

æji,,gleymdi að setja þetta í póst sem ég var búin að skrifa

Á vini í Bandaríkjunum, Kanödu, Danmörku, Englandi, Skotlandi,Indlandi og Banglahdesh.....skrítið..

Kv Illugaskotta

sunnudagur, október 17, 2004

Illugaskotta mælir með leikritinu Úlfhamssögu, flott saga, frábær tónlist sem Eyvör Pálsdóttir flytur í beinni og mikið um að vera á sviðinu. Ég hló mikið af Láru vinkonu sem leikur fuglakonu, og köllunum tveim sem voru í álögum og urðu bara skotnir, eða réttara sagt graðir í fugla. Hún hljóp um sviðið og þeir á eftir, æpandi og hún fuglinn sjálfur, flaug út um allt og gerði þá vitlausa.

Allt gerist mein hægt, en gerist þó. Fór í 1 árs barnaafmæli í dag, hjá henni Kamillu Mist,og í hádegissteik til ömmu. Mamma og pabbi eru í bænum, og mamma tók sig til og bauð öllu liðinu í steik.

Hér er rok og él, kallt.