laugardagur, febrúar 14, 2004

Mun halda áfram að skrifa kvæðið hennar Höfðabrekku-Jóku sem er eftir hann Ólaf Jónsson, og er að finna í bókinni
Fjöllin blá . Ég vil ekki drepa alla úr mínum náttúruverndarpælingum sem duttu inn hér fyrir neðan. En þessar pælingar eru nauðsynlegar.

Áratugi tvo ég hef
til að svala lund.
Enginn vill mér flutning fá
fram um Eyjasund
Argur þræll í Eyjunum
unir sínum hag,
ætti að hljóta allt um það
endalokadag.
Ef hann kemur eitthvert sinn
upp á þessa strönd
reyni ég að kyrkja karl,
klæjar mína hönd.
Við mér tekur vítiskvöl,
völt er heimsins náð.
Þá koma dagar,
og þá koma ráð.
Eigi er það gott með öllu að ekkert heyrist í Landsvirkjun öðru nafni Illvirkjun eða Náttúruverndarsamtökunum. Þögnin er slæm, hún er lognið á undan storminum. Kárahnjúkar er búið spil, því verðum við að taka og þeir sem eru með þeim framkvæmdum fagna.

Það eru fleiri svæði sem stendur ógn af Illvirkjun,,,það eru t.d. Langisjór, en planað er að veita Skaftá inn í Langasjó og gera það merkilega svæði að uppistöðulóni, því hann er hið besta uppistöðulón frá náttúrunnar hendi. Engin skrifar neitt um hann, ekki fyrr en allt er farið af stað þá vill fólk hlaupa til handa, fóta og hausa og stoppa framkvæmdirnar,,,en þá er hið stóra EN komið inn í myndina. Allt er komið af stað, afhverju sögðuð þið ekki eitthvað áður en við fórum að fara í þessar pælingar???? Þið þarna verndunar bjánar,,,farið bara í rass og rófu,,við erum með þetta svæði segir Illvirkjun/Landsvirkjun.

Ég sé Landsvirkjun/Illvirkjun og framkvæmdagreddu stjórnvalda sem hina mestu ógn við þetta land og komandi kynslóðir. Það er meira til en virkjun og annar iðnaður. Náttúra þessa lands á engan sinn líkann í öllum heiminum, hún er svo verðmæt að ekki nokkur hagfræðingur getur treyst sér til þess að setja verðmiða á hana, því allt sem er fágætt og einstakt er verðmætt. Þannig virkar hagfræðin einnig umhverfishagfræðin.

Með þessum pælingum mínum um Langasjó fylgir önnur tilfinning. Mikil kvíða og stress tilfinning um að mér takist ekki að bjarga þessum svæðum eða sjá þau áður en Landsvirkjun/Illvirkjun fer að sprengja þau í loft upp, stífla ár og dali, grafa niður fjöll og hnjúka og bora sig út og suður um landið.

Hvað er að okkar þjóð að líta ekki til annara þjóða sem hafa sprengt sitt land í loft upp, stíflað ár og dali, grafið niður fjöll og hnjúka, og borað sig út og suður um landið? Þessar þjóðir gerðu mistök sem þær geta ekki tekið til baka. Þurfum við þá líka að gera þessi mistök?

Svar mitt er nei, en stjórnvöld þessa bananalýðveldis virðast líta upp til annara landa og taka þau til fyrirmyndar, eins og barn sem getur ekki sleppt hendinni frá pabba eða mömmu, óöruggt barn sem hefur engan dug í sér að sýna frumkvæði á annan hátt en foreldrar þess.

Ég vil sjá Langasjó og einnig vil ég að komandi kynslóðir þessa lands fái að sjá hann án þess að framkvæmda gredda Landsvirkjunar/Illvirkjunar nái til hans.

Þið fáið ekkert kvæði í dag um hana Höfðabrekku-Jóku því þið eigið að pæla í því sem ég er að segja, þetta er líka ykkar land, en ekki land Landsvirkjunar/Illvirkjunar.

föstudagur, febrúar 13, 2004

Jæja nú faðma ég klósettið og er nú ekki gaman af því..úffff, ég er að drepast, það er þriðja pestinn að angra mig. Einhver er að senda mér sendingar það er ég viss og fari sá eða sú norður og niður. Ég er farin í stórkaupa leiðangur fyrir vítamín,,,skrokkurinn er í hakki.

Það er frábært veður úti, mikil rigning og rok. Hér kemur erindi tvö í kvæðinu Höfðabrekku-Jóka syngur við Bárð skælu. Þið eruð kannski búin að fatta að hún er afturganga.

Afbrýðinnar eiturhjör
inn í hjartað sker.
Það eins og brenni bál
í brjóstinu á mér.
Aldrei skulu ókindurnar
ástar njóta seims.
Það að kvelja þrái ég
þessa og annars heims.
Óskin mín að afmá Gvend
úr mér gerði draug.
Aftur sálin andsælis
inn í búkinn smaug.
Þótt mér heppnist hefndin sú,
hvíld ég enga finn.
Berðu þig að blunda
Bárður auminginn
!



fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Ég er í hamfarahug, og fer hér hamförum í því að vinna, lesa, skrá og pæla. Allt gengur vel, en gleymdi að hreyfa mig í gær, sem þýddi andvökunótt, allt of mikið af hugsunum í gangi. Ætla að synda í dag mikið og fá góðan svefn.

Gott að framkvæmdir dragast á langinn við Kárahnjúka og að veðrið vinni á móti þeim, meigi allir kraftar þessa lands vinna á móti þessari fáranlegu framkvæmd.

Er mikið heima við, ásamt rottunni minni. Bý mér til öndvegis kaffi. Er alltaf til í að fá heimsóknir vinir, þótt ég sé að vinna.

Þar sem ég er farin að setja kvæði inn á bloggið þá mun ég halda því áfram því hann Ólafur Jónsson á það skilið, hann er kvæða hetjan mín. Hann gerði kvæði um konu nokkra sem var svikin af karlmanni, Kvæðið heitir
Höfðabrekku-Jóka syngur við Bárð skælu

Nú er hann á norðan
með nóga brælu og reyk.
Útburðir og afturgöngur
allar fara á kreik.
Blundaðu Bárður
byljir þjóta um tind.
Skal nú Jóka skemmta
skælukind.

------

Eitt sinn var ég ung og kát
unni réttri trú,
eftirsótt og ástargjörn
átti fagurt bú.
Hjartað þráði hýran svein
honum blíðu gaf,
ekki samt hann átti mig,
ekkju bar ég traf.
Aðra kaus sá,yngri hrund,
okkar kynnum sleit
Gvendur vildi gifta sig,
en grimm varð Jóka og beit.
Auðna smá er ungri mey
að elska þvílíkt skarn.
Vertu ekki að væla,
vesalings barn
!

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Eitt af mínum uppáhalds skáldum er Ólafur Jónsson frá Akureyri sem fáir þekkja eða vita að hafi verið til. Hann var áhugamaður um Ódáðahraun og það svæði. Ólafur Jónsson kannaði svæðið í 20 ferðum á árunum 1933-1945 og gaf síðan út þriggja binda ritsafn um ferðir sínar, Ódáðahraun I-III.

Mörg ljóða hans tengjst sögu og umhverfi þessa svæðis, draugar, útilegumen og tröll eru þarna á ferð. Þegar ég les þessi ljóð þá man ég hvað það er sem ég sæki á fjöll: Það er frelsið. Ljóðabókin, Fjöllin blá kom út árið 1947, þar eru ljóðin sem ég kíki oft á.

Kvæðið Strýtur, fjallar um Kjöl. Tek hér tvö erindi úr því.

Vikur, ár og aldir líða
yfir þessa fjallaþröng.
Dunur vatns og vetrarhríða
vofleigan kyrja söng
Ljós þótt deyi, dagar þjóti,
dyngjur hyljast köldum snjó,
Strýtur efst á storknu grjóti
standa vörð með kaldri ró.

Stirðnuð tröll að steypuverki
stóðu meðan grjótið rann
eru nú sem minnismerki
móðu hrauns, er þarna brann.
Eldsins mikla ólguróti
iðin breytir tímans hönd.
Nornir báls, í nökkva grjóti,
nátttröll verða á gígsins rönd.



Ég er að drepa tímann, uppgötvaði Íslendingabók aftur. Það var nú meira fjörið, fór að skoða ættir hennar mömmu sem tengjast Snæfellsnesi og Grímsnesinu. Rakti margt og sniðugt fram.

Oddur Álason forfaðir minn og bóndi á Ströndum var veginn 1234. Svo er ég skild honum Þorsteini "alviðrukappa" Þórðarsyni sem var fæddur 905., einnig honum Úlfi "skjálga" Högnasyni, landnámsmanni á Reykjanesi. Svo fann ég hann Hrafn Oddsson 1125 er hann fæddur og hann afrekaði það að verða goðorðsmaður, síðar hriðstjóri í Noregi og það sem er mergjaður sannleikur, hann var riddari!!!!,,,,það var rómantískur riddari í minni ætt, hann bjó einnig á Eyri í Arnarfirði og á Glaumbæ í Skagafirði. Einnig hann Jón"langur" Sveinsson, hann varð nú einungis ríkishöfðingi á Stóruvöllum 1330, svo fann ég eitt skáld, hann Einar"Ölduhryggjarskáld" Snorrason, 1465, hann var nú bara prestur og skáld á Staðarstað. Svo er hitt liðið ókannað, en einn forfaðir minn var eitthvað að vesenast á Ási í Þingeyjarsýslu

Mikið rosalega er þetta skemmtilegt, á eftir að finna forfaðir minn einn sem var tekinn af lífi á Þingvöllum.

Ég er alveg að sofna, hvar er Spánverjinn minn knái?

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Er enn þá vakandi, en nóg að horfa á í sjónvarpinu. Hef ekki skoðun á neinu. Frétti það að sumum finnst ég hafa breyst í umskipting, þegar ég mætti aftur á fjöll í fyrra. Þetta er magnað, Illugaskotta er umskiptingur, í gervi draugs. Það virkar ekki þjóðfræðilega séð,,,,gargar og argar eins og versti umskiptingur.

Umskiptingar voru þegar ungabörn tóku umskiptum hjá mannfólki. Þá var talið að álfkona hafi tekið hið mennska barn en komið álfi fyrir í staðinn. Barnið argaði og gargaði,,,og hægt var að lemja þetta úr því., þá var komið aftur með hið mennska barn
Ekki mér, því ég er draugur og umskiptingur

Annar þá sit ég í turninum, með bókastaffla fyrir framan mig, og allt í röð og reglu hér í íbúðinni. Endalaust eitthvað fólk og koma og spyrja um lykla hvað!!!! og skrúfur, og skrúfjárn og annað. Illugaskotta horfir á fólkið furðulostin og það á hana. Hvað vill þetta fólk?
Á ég að hjálpa því eitthvað?

Því finnst það og dregur Illugaskottu út á hárinu, með ásökunaraugnarráði svo hún hjálpi því eitthvað varðandi hurðir.
Ég er bara draugur á háaloftinu, látið þið mig vera!!!
Afdrifarík eldgos, nú eru það náttúruhamfarirnar. Móðuharðindin, Skaftáreldar, Katla, Hekla, Heimaey....Surtur læðist um með logandi sverð. Farin að horfa á imbann og hætta að hugsa, núna!!!!!

Ég varð örugglega geðveik í gær, þvílíki textinn hérna frá því í gær.

Vaknaði klukkan 5 í morgun til að byrja á ritgerðinni, nú er klukkan 7 og ég hef farið hamförum í ritgerðarbeinagrindar smíðinni. Nú ætla ég að fara í sund í Vesturbæjarlauginni. Ræða lands- og heimsmálin.

Margt liggur fyrir í dag:
Bókasafnið, ná í alls kyns bækur.
Félagasstofnun stúdenta: fá útskrift af íbúðum fyrir Bjarna bróður, ef einhver veit um íbúð til leigu núna þá væri það vel þegið að fá upplýsingar um þá holu.
Skrifstofuheimsóknir.
Hitta þjóðfræðinema klukkan 17:00 í Odda, óformlegt rabb um þjóðfræði og umhverfið, dvöl mína í Canödu og fleira. Sem betur fer varð ég geðveik í gær en ekki í dag.

Ég er sybbin en eigi verður lagst í koju í dag, nú er það vinna, vinna, vinna.

10. febrúar, já nú man ég, ég verð að vera heima í kvöld, þarf að vinna verkefni nokkurt fyrir mann sem ég þekki.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Vá,,,þetta eru einar verstu og lengstu hugmyndafæðingarhríðir sem ég hef gengið í gegnum á ævi minni og er hún nú orðin löng. Sat hér í allan dag til klukkan 16:00, skrifaði rugl og varð pirraðri og pirraðri. Svo ákvað ég að þetta gengi ekki lengur, æddi út. Er búin að reyna við þessa ritgerðarbeinagrind í um það bil 3 vikur!!!! Djöfull og andskotar hans allir fari þeir og veri.

Fór í Blóðbankann og viti menn, ég fékk hjúkku sem stakk á æðina þannig að blóðið spýttist út í allar átti, dauði og djöfull. En hún var voða hress, sagði mér að hún stoppaði alltaf á kaffihúsinu á Blönduósi, því heimatilbúni ísinn þeirra væri sá besti sem hún hefði smakkað. Hún og vinkonur hennar taka alltaf smurt og með því með sér í ferðir út á land, en eftir að þær uppgötvuðu Árbakkann á Blönduósi, þá væru þær hættar því. Þetta var gaman að heyra. Loksins eitthvað jákvætt um bæinn minn.

Jæja, fékk mér kaffi með hinum blóðgjöfunum, eitthvað var ég skrítin vegna þess að ég var eiginlega ekkert búin að éta í dag. Fór í sund, og þá fór huxið af stað, þetta bara gengur ekki að skrifa um þetta efni sagði skynsemin við mig. Ég neitaði að hlusta á þessa andskotans skynsemi. Sat í pottinum eins og ljótur pottormur, og neitaði að fara upp úr. Svo komu sundæfingar krakkarnir ofan í pottinn, fór að tala við þau. 7 ára snillingar.

Stóð upp loksins eftir mikið hux, og þá bara leið næstum því yfir slækið!!!! Of mikill hiti, of lítið blóð, of mikið hugsað...þurfti að stoppa setja hausinn niður við jörð,,,auli, sturta, geðvonska og meiri geðvonska...ræddi þessi ritgerðarmál við klárann vin minn.

Bölvaði og ragnaði,ég væri hætt við þetta allt, ég myndi bara skrifa um þjóðgarða og þeirra kosti og vandamál. En leiðinlegt efni,,,,,,,,,,,,,,ég vil skrifa um pælingar fólks áður fyrr á umhverfinu og hvernig það fór af því að skilja allt hér áður fyrr í náttúrunni.

Þá kom hugmyndin loksins, hún fæddist þar sem ég öskraði af reiði inni í bíl í símann minn sem var að grilla á mér heilann!!!! Svona er þá að fæða barn. Ég er svo aldeilis hissa. Nú held ég áfram að hugsa án geðvonsku heldur með bjartsýni í hausnum.

Kom við í Subway og bullaði bara eitthvað við stelpurnar þar, ég er eins og hálfdrukkin manneskja, án 450 millilítra. Nú er ég farin að sofa í hausinn á mér.

Sendi hrafnasparkið mitt til Stranda Jóns,,,en hann má eyða því og henda því á hauganna.....Jón, ég er komin með þetta.
Klukkan er 15:00 og ég hef ekki stigið fæti út úr turninum mínum og rottu helvítið sefur værum blundi. Illugaskotta er komin með ægilega dynnti út af kaffinu sínu. Nú sem sagt er mjólkin hituð í potti og kaffið látið sjóða í könnu á hellunni. Þetta eru ógurlegar serimóníur sem kalla á rólegheit í eldhúsinu og það er svo gott.

Ég er að vinna í beinagrind ritgerðarinnar og stressast upp þegar ég sé alla vinnuna sem er fram undan, en það þýðir ekkert.

Rigningin lemur húsið að utan og ég tel regndropana sem voru einhvers staðar uppi á himninum áðan.

Smá fræðsla hérna um skagann fræga í Húnavatnssýslu.

Mikið var um selbúskap á Skaganum, því lítið sem ekkert jarðnæði er við ströndina en beitiland er gott á Skaganum sjálfum. Mörg þessara selja voru tekin til ábúðar þegar þrengdist um jarðnæði. Víða liggja selrústir við gönguleiðir og er vel þess virði að stoppa við og hugsa út í þær aðstæður sem fólk bjó við á þessum tímum. Veturinn 1881-1882 bjó í Hraunsseli einsetukona, Guðrún Ólafsdóttir að nafni. Fékkst hún nokkuð við að kenna börnum kristinfræði enda talin greind kona. Stuttu eftir hríðarveður 24. febrúar 1882 fannst Guðrún helfrosin, föst í eldhússtrompinum. Hugðu menn að Guðrún hefði farið út að gefa kindum sínum hey og notað strompinn sem útgönguleið, því fennt hafði fyrir útidyrnar. En er hún kom aftur frá því að gefa kindunum hafi strompurinn reynst of þröngur fyrir hana klökuga og fannbarða, og hún látið þar lífið.

Já ekki hress saga, en samt lítið brot af sögu þessa svæðis.

Ég ætla að gefa blóð í dag, synda og halda áfram að vinna. Góðar kveðjur til ykkar, og nei, það er leyndarmál hvar mér hefur verið boðin vinna. En tvær eru þó í útlöndum.

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Mér bjóðast 4 vinnur næsta sumar!!! Þetta er erfitt og vandasamt val fyrir Illugaskottu. Útlönd eru þarna í tveimur tilboðum. Vandasamt er að velja lífsins braut þegar margt er í boði. Illugaskotta verður eins og vandlát hæna í innkaupaleiðangri. Jú ég ætti að velja þetta, en þá gerist þetta og það vill hún ekki. Humm hux og meiri pælingar og úthugsun.

Konur eru svona og kallar eru svona....ooooo, hvað ég er leið á þessari umræðu. Það er allt of mikið pælt í þessu hér á Íslandi. Þetta er núna í útvarpinu. Hvað með að segja: Fólk og persónuleikar eru mismunandi.

Gærdagurinn var með besta móti. Hitti frænfólk frá Danmörku, skellti mér í hárgreiðslu hjá hárgreiðslumeistaranum mínum og svo á opnun sýningar á Kjarvalsstöðum. Það var hin mesta skemmtun að sjá allt þetta fólk maður!!!! Hvaðan koma allar þessar listaspírur? Sýningin er fyndin og skemmtileg. Ég er ánægð með það að hafa unnið þarna við að setja þetta upp og vera persónuleg senditík fyrir Þórdísi vinkonu mína og listamann.

Spjallað margt mismunandi vitsmunalegt eins og alltaf, drukkið glas af hvítvíni og svo rak nú aldeilis stórann reka á fjörur Illugaskottu. Hún hitti þarna Skota nokkurn sem er að sýna þarna líka og hann var með Whisky á sér, malt whisky sem var svo gott að það var eins og maður væri að éta skoskan jarðveg og sögu þegar maður innbirti þennna lífsins vökva. Þetta bjargaði öllu.

Matur til hárgreiðslumeistarans og aðstoðarmanns hans. Og ekkert farið á djammið, nei, ágætist kvöld fyrir framan sjónvarpið ásamt góðu fólki.

Núna er gott skíðafæri en ég er farin að vinna í lokaverkefninu mínu, því hann Jón Strandamaður kom mér á sporið. Nú er hann farin norður og ég er hér með rottu helvítinu sem er hið besta skinn.