laugardagur, febrúar 15, 2003

Það er að koma vor, finn það í loftinu, skógarþrestirnir eru farnir að syngja heldur mikið og dagurinn er farin að lengjast, sem betur fer. Hjólaði á 100 km hraða í skólann, eða réttara sagt vindurinn í bakið, og allt niður á við, sleppti höndum og reyndi að fljúga af stað en rann bara. Gæsir út um öll tún Reykjavíkur borgar,,,,þessar gæsir eru svo fyndnar. Núna er ég í Þjóðarbókhlöðunni og hér fyrir framan hana voru átta stykki af grágæsum á göngutúr á malbikinu, þær horfðu í kringum sig og stoppuðu, bulluðu eitthvað um að þær fyndu hvergi gras, svo kom ég hjólandi og splittaði hópnum, hjólaði í gegnum hópinn, hahahaha, þá varð nú handagangur í öskjunni/töskunni, vængir út um allt, gargað og öskrað, og hlegið sko ég hló, og þær hvæstu líka. Gæsir eru risaeðlur okkar tíma, eða dvergaeðlur okkar tíma, pælið í því.

Í sumar verður gaman, get ekki beðið eftir sumrinu. Farin út að hjóla með gæsunum.

föstudagur, febrúar 14, 2003

hvað er ég eiginlega búin að vera að gera í dag? Ekkert, nákvæmlega ekkert!!! Það er eitthvað sem ég er ekki vön að gera,,,annað stór alvarlegt mál er það að jeppinn fjandans jeppinn er komin aftur á bílasöluna og á glænýjum dekkjum, glæ nýjum vetrardekkjum.....sem þýðir að hann kallar á mig og Kverkfjöll kalla einnig mjög hátt á mig. Er annars að drekka bjór svona rétt fyrir svefninn á morgun taka á því í heilanum, út að borða um annað kvöld og svo sunnudagurinn fer í að ferðast með tveimur ofur konum,,,,Valdísi Veru og Laufey Mattíönu, við í sund og menningarreisu kannski á Þingvöll, fer eftir veðri. Laufey er 2 ára snillingur og Valdís Vera er 30 og eitthvað ára snillingur. Snörl í nös, hóst í hálsi...Siggi Atla er sá sem kann allt og veit allt, því hann er bloggmeistarinn! Hér hafið þið það stelpur og strákar.
Nú á að taka á því nú skal eitthvað gert í dag annað en að láta sér dreyma um villtar skíðabrekkur og viljug hross sem vilja hlaupa með mann endalaust út og suður. Hoppaði allt of lítið á trampólíninu og er þess vegna frekar óróleg. Fannar bróðir fer í bílprófið sitt í dag, gangi þér vel gamli rauðhaus! Tannlæknirinn minn sem er mikið til umræðu þessa dagana, því hann er svo sniðugur var með margar spurningar út í pinnan í tungunni á mér, hann vildi vita afhverju, hvenær og til hvers? Jæja ok afhverju gerði ég þetta? Vegna þess að ég vildi athuga hvort ég gæti gert þetta og svo var þetta einnig spennandi að prófa, ég lét gera þetta í Glasgow 1998, og til hvers jah! Það er nú málið þetta gagnast manni ekki neitt til daglegra starfa það verð ég nú að segja en karlmenn sumir hverjir eru mjög áhugasamir um pinna í tungum og segja að hann bæti kynlífið, það veit ég ekkert um og pæli heldur aldrei í kynlífi því það eru allir að pæla í kynlífi ég pæli í einhverju öðru í staðinn, þið ráðið hvort þið trúið mér.

Ég ætla að fara á Raufarhöfn þann 31. maí til að fylgjast með sólmyrkvanum, ætla að sofa undir berum himmni og drekka eitthvað gott og éta eitthvað enn betra.

fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Kannist þið við það að þurfa að gera eitthvað, vita alveg hvernig eigi að gera það en koma því ekki í verk því þið viljið vinna undir pressu og gera eitthvað annað ???? Þetta er ég í hnotskurn,,,,,er núna búin að sitja í 3 klukkutíma og hugsa, pikka nokkrar línur inn í verkefnið en kem mér ekki í að móta það bara af því það er eitthvað svo stórt og bara. Er á fullu að hugsa um það hvað ég gæti gert í sumar, og á erfitt með að velja á milli kosta og ókosta, því ég veit ekki hvað er kostur og hvað er ókostur, humm fáranlega orðað en svona er þetta. Enginn snjór. Allir kátir og hressir, er það ekki? Er að fara í trampólíntíma, vona að það verði ekki margir, svo leiðinlegt að bíða eftir því að fá að hoppa og skoppa.
Ég er að drepast því tannlæknirinn minn sem er snillingur og ótrúlega skemmtilegur boraði og boraði í tvær tennur í morgun, mér leið hræðilega! Hljóð, lykt, kafna/ drukkna í eigin munnvatni. Reyndi að hugsa um eitthvað skemmtilegt, fann ekki neitt skemmtilegt að hugsa um langaði að rífa allt úr kjaftinum á mér og hlaupa út, svo enduðu hugsanirnar í Öskju og hugsaði bara um Öskjuvatn og fjöllin, ímyndaði mér að ég væri þar og þá gat ég hugsað mig í burtu. En er búin hjá tannsa. Engar pælingar um þjóðmálin þessa dagana. Stríð og ekki stríð. Almenningur í Bandaríkjunum er að hamstra mat, límbönd og eitthvað fleira sem ríkisstjórnin sagði þeim að kaupa, aumingja fólkið að búa þarna. Ætli Binna snillingur sé að hamstra dósamat og límbönd? Binna hvað er að gerast í U.S.A!!!!


Jæja það er komin næstum því 17. febrúar en þá verður nú gaman því yngsti bróðir minn fær þá bílpróf!!! Hann Fannar snillingur. Þá get ég farið að láta hann keyra mig út um allt þegar hann kemur í heimsókn.

miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Veik, kvef og hálsbólga. Var áðan á fundi með Landsvirkjun um Hálslón, vorum að ræða um mótvægisaðgerðirnar þeirra og ég veit ekki hvað annað áhugavert. Fékk mér svo besta ís sem ég hef bragðað á þessu ári, í ódýrustu ísbúðinni í bænum. Samt kallt úti en borða ís.

þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Skotta, skottaðist á djammið á laugardagskvöldið, það var skrítið og ekkert gaman, en var samt komin heim mjög seint klukkan 7 um morguninn. Týndi öllum einhvern vegin og fann svo alla aftur, gaman að fylgjast með fólkinu. Um klukkan 3 um nóttina breyttust allir, augun urðu eins og í veiðimönnum og veiðitíminn byrjaði. Það var mjög fyndið að sjá, strákar sem höfðu haldið sig til baka, stækkuðu allt í einu risu upp og litu í kringum sig og stelpur sem höfðu verið að kúldrast við borðin æddu út á dansgólfið í von um að verða veiddar, en ég stóð bara við barinn og drakk og glápti, og vissi varla hvað gekk á alveg eins og álfur út úr hól.


Sund í morgun, Siggi Atla ætlaði að hitta mig þar klukkan 7:00 en hann kom ekki, því hann fór út á Nes en ég í Vesturbæjarlaugina, smá misskilningur. Vinir Dóra, er sérstakur hópur sem hittist alltaf í pottunum, þar ræða þessir vinir um lands-og heimsmálin. Svo rýkur Dóri allt í einu upp úr pottinum og segir öllum að nú sé það ræs og allir æða af stað, raða sér í stóran hring og byrja að gera æfingar sem Dóri stjórnar með herforingjarödd. Illugaskotta bara glápti eins og henni einni er lagið og reyndi að drekkja sér í heitasta pottinum því það var svo andstyggilega kallt í morgun.

mánudagur, febrúar 10, 2003

Það er búið að vera æðislegt veður í dag, hvasst og hressandi. Davíð Oddsson heldur áfram að vera fyndinn ég er farin að undra mig á þessum ótrúlega húmor hans, hvenær ætlar hann að hætta svo við getum hætt að hlæja af hrokanum og virðingaleysinu í honum? Hvenær talar Davíð Oddsson málefnalega um einhvern málaflokk? Ég tek ekki eftir því kannski heyri ég bara vitleysuna í honum en vill ekki heyra þegar hann talar skynsamlega. En hann spilaði sinn feita rass úr buxunum fyrir jólin þegar hann kom með þá athugasemd að það væri ekki fátækt á Íslandi og Íslendingar væru þekktir fyrir það að fjölmenna þar sem ókeypis matur og aðrar vörur væru á boðstólnum. En þetta var einmitt þegar mæðrastyrksnefnd var að gefa mat fyrir jólin og mæðrastyrksnefnd hafði aldrei lennt í öðrum eins fjölda af fólki sem bað um aðstoð. Vinkona mín býr við sömu götu og mæðrastyrksnefnd er við og hún sagði að fyrir jólin hefði verið sorglegt að ganga fram hjá röðinni sem sífellt lengdist fyrir jólin. Hún sagðist hafa passað sig að horfa ekki á fólkið því kannski væri einhver þarna sem hún hefði þekkt og hann hefði ekki viljað láta sjá sig þarna það er víst. Þetta var ekki glaðlegt eða stollt fólk sem stóð í þessari röð, engin talaði, fólk stóð og horfði á fætur sér, allir biðu einungis eftir því að röðin kæmi að þeim svo þeir gætu komið sér sem fyrst í burtu með sínar nauðsynjavörur. Það er fátækt á Íslandi.

Það er komin tími á nýjan forsætisráðherra, Davíð er búin að vera allt of lengi við völd, hann er orðin blindur og allt of fastur í sessi. Hann er eins og freki strákurinnn í sandkassanum sem fær öllu ráðið og þegar hann fær ekki það sem hann vill, þá öskrar hann þangað til allir hlýða honum, því maður verður brjálaður á því að hlusta á þessi öskur en getur líka verið útilokaður úr hópnum ef maður hlýðir ekki þeim sem stjórnar, og það er ekki gaman.
Annað í fréttum er það að ég fór til tannlæknis, Illugaskotta hatar sársauka og sársauki tilheyrir tannlæknum en þessi gaur er snilli og ekki var verra að hann er skemmtilegur. En fréttir af kjaftinum í Skottu, hummmmmm, tvær skemmdar hræðilegt!!! rífa á úr mér endajaxlana en verra!!! og tannholdið í mér er í fílu þá meína ég skítafílu, verð að nota tannþráð og þið líka sem lesið þetta því það sparar peninga að nota tannþráð, en ég var eins og vampíra í kjaftinum sem er nýbúin að fá sér blóð að drekka þegar hann var búin að rífa tannsteininnn í burtu og hamast með tannþráðinn á mínu auma tannholdi.
Sumarbústaðaferðin, ferð Norðlendinga, var farin á föstudaginn, ég og þrjár aðrar, höfum verið vinkonur frá því við vorum 5 ára. Ferðin var góð, festum bílinn, ýttum bílnum, og festum hann aftur. Bústaðurinn er staðsettur efst á hnjúk einum, og ég sagði ekki neitt en óskaði mér þess að ég hefði nú átt að vera búin að kaupa jeppa sem ég hef ekki efni á, þá var tekin ýtupása, slökkt á bílnum, myrkur og fengið sér að drekka, því við vorum orðnar svo þyrstar, bjórinn rann hratt niður. En er ekki sagt um sumarbústaðarferðir að það eigi ekki að tala um þær? Þetta var svoleiðis ferð, ótrúlegustu hlutir voru ræddir, það var étið, hlegið, drukkið, étið meir, drukkið meir, gargað, öskrað,,,,,,,,hummm nú er ég komin of langt inn í kvöldið þessi ferð var hlátur. En ég er ekki viss um hvort að eigandi bústaðarins vill fá okkur aftur inn í hann því um morguninn var svæðið eins og besti skemmtistaður og fólk lá hér og þar og alls staðar. Nei við vorum ekki að prjóna eða sauma út! Við fórum á fyllerí, ærlegt og engin varð vitni að því nema við fjórar. Jæja nú var komið að því að losa bílinn frá þeim stað sem við höfðum ýtt honum á og fengin var hjálp frá einum jeppa gaur sem kunni ekki að setja bílinn sinn í lága drifið og dróg mig næstum því fram af veginum og út í á, þá vaknaði í mér heilinn sem hafði verið dauður, ég -ætlaði ekki að enda þessa snilldarferð úti í á og stoppaði gaurinn með því að flauta á hann á meðan adrenalínið rann um allan skrokk, en allt endaði þetta vel og við komumst af stað með þynnku í skokknum og góðar minningar það er að segja þær okkar sem muna allt kvöldið hehehe.

Spakmæli dagsins: "Eigi er jeppi góður ef maður kann ekki á hann"