laugardagur, janúar 24, 2004

Búin með hörmulegann inngang og enn þá hörmulegra efnisyfirlit. En þetta er þó byrjunin ég ætlaði ekki að blogga um helgina en bara varð.

Ég fór í Kringluna í dag á honum Rauð. Allt gekk vel, var að versla smá í matinn, fór í Body Shop keypti mér góða lykt, og afmælisgjöf var á leið í afmæli til hennar Guðrúnar Óskar, bróðurdóttur minnar sem varð 10 ára um daginn. Jæja síminn hringdi þegar ég var að troða öllu mínu drasli inn í bílinn, sem sagt farþega meginn og fram í.

Ég tók heilann úr sambandi sem ég geri venjulega þegar ég tala í gemsa, setti allt dótið inn í bíl, stakk lyklunum í svissinn, talaði og talaði, og stóð enn þá fyrir utan bílinn nota bene,,,og svo bara skellti ég í lás!!!! Með símann í hendinni, og það seinasta sem ég sagði var:" Ég kem eftir 10 mínútur í afmælið". En það áttu eftir að líða fleiri mínútur en einungis 10.

Ég var búin að læsa lyklana inni í bílnum!! !Djöfull varð ég pirruð út í heila lausu Illugskottu mig. Þetta er í annað skiptið sem ég geri þetta, og til hvers í andskotanum, það veit ég ei. Jú líklega til þess að biðja vini mína og gesti og gangadi til þess að hjálpa mér.

Hringt í bjargvættinn sem býr á Jöklinum og hann bjargaði Illugaskottu úr leiðindarveseni. Aukalykill heima í turninum hjá honum Sigga Atla sem var ekki með sjálfum sér því tölvan hans er líklega horfin til forfeðra sinna.

Komst ekki í afmælið, það var búið og allir að fara eitthvað annað, fer á morgun í heimsókn að sjá gömlu frænku og þá nýju. Ég var frekar pirruð en já allt hefur sinn tilgang.

Sunnudagur á morgun. Fer norður á mánudaginn ein með sjálfri mér, sem er best.

föstudagur, janúar 23, 2004

Nú gerist það, ég er að fara að skrifa innganginn og efnisyfirlitið. Það er mjög svo markverður atburður í lífi mínu.

3 bréf í tölvunni í morgun frá vinum í Canödu, mikið væri nú gaman að bulla með Manju í dag. Ræða við Deb og hitta hana Kimberley. Öll vilja þau fá mig aftur til Canödu en hér sit ég við tölvuna mína frábæru og hörð á því að það hafi verið rétt ákvörðun að koma heim til þess að skrifa.

Það er að koma helgi, búin að vera á landinu í tvær vikur og allt gengur eins og í hinu besta ævintýri. Hef ekki hitt helming vina minna og það er mitt skipulag, óskipulag sem veldur því.

Mér líður frábærlega í nýja húsnæðinu, hér er allt til alls. Nóatún, Krónan, Lyf og Heilsa, fiskbúðin, Hrói Höttur, Subway....sítenging,,,,og náttúrulega hann Siggi Atla og rottu helvítið.

Fór í Góða hirðinn í dag, sem er verslun sem selur notaða heimilishluti, sem áttu að fara á hauganna. Keypti þetta rosalega flotta vöfflujárn sem er búið til í Bandaríkjunum. Stærstu vöfflur Íslands koma úr þessu járni, þetta járn er þvílíkt stórt smíðað í stíl Elvis og Marilyn Monroe. Hver tröllkarl og tröllskessa á Íslandi yrði stollt að bjóða vinum og ættingjum í vöfflur sem eru búnar til í þessu járni.

Skil ekki þessa hor framleiðslu í hausnum á mér, hvernig verður allt þetta hor til? Vitleysa, þarf ekkert að vita allt. Bara sumt.

Keypti einnig í Góða hirðinum tvær bækur. Íslenskar kvenhetjur sem kom út árið 1948 og Gunnlaugs sögu Ormstungu sem er sérstök útgáfa fyrir æsku þessa lands, kom út 1954, myndskreytt. Ég mæli með því að Íslendingasögurnar séu gefnar út í svona litlu broti. Þú gætir t.d keypt Egilssögu og hún væri myndskreytt. Þetta myndi leiða til meiri lesturs hjá ungu kynslóðinni á þessum frábæru sögum.



fimmtudagur, janúar 22, 2004

Búin að setja myndirnar inn í tölvuna mína. Myndir frá Canada, New York og Skotlandi. Á eftir að setja nöfn á allar þessar myndir, engin smá vinna, mig vantar ritara. Ég er afleitur ritari því mér leiðast endurtekningar.

Dagurinn fór í að fara á náttfötunum niður í Nóatún, elda hádegismat, lesa bækur, fara að hitta fólk, ekkert meðal fólk. Arkar og Pétur frá Ófeigsfirði. Fórum að skoða báta í Garðabænum og Hafnarfirði. Það er heil speki að kaupa bát eða pæla í bát, bátaspeki.

Ég væri til í að komast á sjóinn. Hala inn fisk, gera sjálf að honum og koma svo stollt og hress heim, með minn afla, syngjandi sjómannalög og hlusta á rás 1 á leiðinni heim í höfn. Þvílíkur draumur,,ég sé þetta í anda. Sjófuglar að elta mig og einnig selir og aðrar sjávarverur. Hafmenn og hafmeyjar, hrosshveli og hafstrambar.

En ég er bara turnrotta í auganblikinu, heyri ekkert í rottu helvítinu hans Sigga.

Ég kemst af stað á morgun að klára minn lista, hitta fleira fólk og skipuleggja mig í verkefnið.

Ég veit ekkert hvenær ég fer norður. Það kemur bara að því.

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Ef ég væri selur þá myndi ég búa á Grænlandi og fara í sumarfrí á Orkneyjum. En svo er ekki. Mark vinur minn vill frekar fara til Vínarborgar að borða Sachetertu og drekka austurríska líkjöra með sinni kærustu en hann segir nei við Hvannadalshnjúk. Furðulegt. En fjallið fer ekki neitt, en tertan og líkjörarnir gera það.

Ég er að hressast og það er æði. Langar að gera allt í dag, en mun taka því rólega því mér gæti slegið niður eins og eldingu og þá er ég aftur löggst í rúmið.

Nóg af þusi og skusi. Ég er ekkert byrjuð á lokaverkefninu og það eru ekki nýjar fréttir. Ég bý í rosalega fínu húsi, með frábært herbergi, og er með sítengingu á netinu sem er með því besta sem ég veit.

Nú er það arabískt kaffi, bók og sígó,,,nei ég reyki ekki fannst það bara passa inn í þessa atburði. Bók, kaffi og hugsanir. Ragga kemur í hádegismat, ætla að gefa henni reykt svínseyru og þurrkaðann hund að borða.

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Góðan dag aftur. Illugaskotta fór í klippingu í morgun það var gaman og gott. Mig dreymdi mjög svo áhugaverða drauma í nótt sem hæfa ekki þessu bloggi, þá þarf að ritskoða áður en þeir verða við hæfi Bjarna eða við hæfi barna.

Í gær lá ég hér í turnherberginu mínu og Siggi var að prufa tölvuna mína að nota hana sem síma!!! já, tala til útlanda ódýrt með einhverju öfga sniðugu forriti. Ég hló svo mikið að ég sprakk næstum því. Siggi hringdi til Danmerkur í vinkonu sína. Hún heyrði ekkert í honum en hann allt í henni. Siggi talaði inn í tölvuna, færði hausinn til hægri, vinstri og meira að segja bakvið tölvuna. Rödd vinkonunnar kom út úr tölvunni minni. Halló, halló.....og Siggi bullaði og bullaði við tölvuna. Þetta var eins og besta bull. En svo fattaðist að það er engin svona hátalari í minni tölvu. Virkar hins vegar hjá Sigga.

Tölvur eru galdratól nútímans.

Siggi gaf mér margmiðlunardisk Galdrasýningarinnar. Þessi diskur er æði. Hann er besta gjöf í heiminum til þeirra sem búa í útlöndum og tala ensku......þvílíkt svalur diskur. Maður fær bara gæsahúð þegar verið er að tala um þá sem voru teknir af lífi og afhverju. Þvílíkt litlar sakir í dag, en stórar þá. 1650 var verið að taka fólk af lífi fyrir galdur á Íslandi. Svo stutt síðan að ég fæ gæsahúð við tilhugsunina.

Ég er enn þá veik, sem er hundleiðinlegt. Er að hressa mig við með því að hanga á netinu ætti frekar að vera í gufubaði, mínu einka gufubaði og svitna þessu út.

Góðan dag. Illugaskotta er veik. Svaf í lopapeysunni og bráðnaði en flensan fór ekki. Þetta er leiðinlegur dagur.

Friðrik og Gyða eiga afmæli í dag. Til hamingju gott fólk.

mánudagur, janúar 19, 2004

Áðan var það vinstri nösin sem var stífluð en nú er það hægri nösin, ég er með hita. Púff og dæs, er eiginlega aldrei lasin, en þegar það gerist þá vorkenni ég mér ægilega, er eins og versta kelling sem um getur í sögu kellinga.

Fór til ömmu, étin hin mesta mánudagssteik, soðin ýsa, kartöflur, rúgbrauð, smjör og vatn. Át eins og mjög svöng kelling. Hlustuðum á fréttir, veðurfregnir og dánarfregnir og jarðarfarir. Einnig margt skrafað.

Fór í Hafnarfjörðinn að ná í tölvuna mína, villtist í þessum bæ, fann ekki þessa götu, allt einstefnur. Ákvað svo bara að keyra eitthvað inn í hverfið og viti menn þá fann ég götuna. Það var farið að rjúka úr hausnum á mér af geðvonsku og óþolinmæði. Neitaði að gefast upp. Var með götukort og allt, en þar er ekki tekið fram að það sé einstefna eða ótrúlega þröng gata.

Þar sem hitinn er komin þá kom ég mér ekki til þess að hitta vissa manneskju, verð að vera með heilabúið í lagi þegar ég er að fara að tala um hluti sem eru mikilvægir fyrir landið mitt og sjálfa mig.

Á morgun er þriðjudagurinn 20. janúar. Bóndadagurinn er á föstudaginn og þá eiga kallarnir að hlaupa í kringum húsið sitt einungis klæddir í aðra skálmina, er það ekki sniðugt? Ég sé alla þessa reykvísku karlmenn hlaupa í kringum raðhús, blokkir og önnur hús, einungis íklæddir annari skálm bróka sinna. Hlátur....ahahhahaa
Illugaskottu finnst vera allt of fáir dagar í íslenska dagatalinu sem tilheyra köllum, bara þessi bóndadagur, greyið kallarnir.
Ég er með meira kvef en seinast, sem þýðir að ég kafnaði næstum því í nótt í eigin hori. Viðbjóður.

Ég mun neyða mig til þess að klára þennan útpáraða og krumpaða verkalista, sem ég kalla "Geralista"

Fæ mér nú Ameríska kaffið mitt, blönduna frá Aröbunum. Svo trylla af stað niður og út og suður og norður...ég hlakka svo til að komast norður. Hitta liðið og öll dýrin. Glúmur soldán hefðarköttur, Fluga meri, og Skjóni hestur.

sunnudagur, janúar 18, 2004

Nú er leiðinlegt því Illugaskotta er aftur komin með kvef og kemst ekki að gefa blóð á morgun. Skottan er að springa úr blóði. Eitt sem MÉR FINNST MJÖG SVO ÓSANNGJARNT ER AÐ KONUR MEIGA BARA GEFA Á 4 MÁNAÐA FRESTI EN KALLAR Á 3 MÁNAÐAR FRESTI. Svona er þetta ekki í Kanödu, þar gefa allir á 3 mánaðar fresti. Þessu vilL Illugskotta breyta, ég er farin að hugsa um Blóðbankann all oftast þegar það eru 3 mánuðir síðan ég gaf seinast.

Þetta er ekkert annað en misrétti sem er reyst á fáranlegum rökum. Að konur meigi nú ekki við þessu þar sem þær fara á blæðingar, bull og vitleysa, þvaður og kellingarbækur!!!!. Þessu tekur Illugskotta ekki þegjandi lengur, ég vil losna við mitt blóð sem fyrst og ég vil breyta þessari reglu. Takk og bless. T.d er ég í keppni við Arkar vin minn hver hefur gefið oftar og auðvitað er hann að ná mér því hann fær að gefa oftar en ég. Ósanngjörn regla.

Annars góður göngutúr, í skaffrenningi, yfir frosna og bólgna á, sáum Glaldrastafninn Vegvísi á hellu við gönguskilti. Sá stafur er einn af mínum uppáhalds stöfum, því hann kemur í veg fyrir að maður villist af leið. Hittum hressa hesta, fórum í sund og átum svo vöfflur heima hjá Hildi Eddu með Valgeir með okkur sem er hinn mesti Víkingur og kraftajötunn.

Góður dagur eftir allt saman. Rottu helvítið er farið að láta heyra til sín, Siggi át hana ekki. Jæja farin að gera allt.
Ég hitti ekki neina púka. Þetta var bara allt í lagi djamm,,,ég er samt með svona náladofa í heilanum. Mig langar ekki að hugsa, hugsanirnar eru þungar og það gerir mig fúla. Ég er fúlegg.

Mér leiðist að horfa á fullt fólk, ég var bara eitthvað mikið að glápa á allt þetta fulla fólk. Já kallast menningarsjokk. Var að djamma með barnafólki, sem þurfti að vera komið heim klukkan eitthvað visst. Það var ný reynsla fyrir Illugaskottu, sem fylgdist auðmjúk með klukkunni með móður barns.

Komst heim með einkabílstjóranum mínum, sem þurfti að hlusta á þusið í mér. Vildi ekki vakna í morgun, úff allt bara virðist svo fúllt, grátt, tilgangslaust og asnalegt eftir að hafa drekkt heilanum í alkahóli.

Ég er fegin að ég mun aldrei fá skalla, það þó einn ljós punktur í tilverunni í dag.

Heiðmörk, göngutúr, sund og samræður við heilbryggða manneskju mun koma Illugskottu aftur af stað.

Rottu helvítið lætur ekkert bæra á sér í dag, kannski át Siggi hana í nótt. Hlátur sé hann í anda ráðast inn í vegginn, klóra sig að henni og hakka hana í sig.