laugardagur, febrúar 07, 2004

Það er eins og glugginn sé að koma inn eða út úr falsinu. Ég vaknaði við ógurleg læti hér í portinu, og gluggalæti. Klukkan er 524 um morgun.

Það var gaman í gær á safnafundinum. Það sem er megingalli flest allra safna á Íslandi er að það er allt of mikill texti á sýningum þeirra. Merkilegt, þetta grunaði mig nú fyrir en gott að fá staðfestingu á þessu frá gaur sem hefur farið um flest öll söfn Íslands.

Söfn þurfa að verða meira lifandi, fólk þarf að fá að koma við, lykta, hlusta og upplifa þannig. Einnig eru mörg söfn peningasvelt. Sýndar voru myndir frá hinum ýmsu söfnum, t.d. bara geymslu söfnum. En þar eru heilu haugarnir af gömlum hlutum hrúgað saman og litlar sem engar upplýsingar með þeim.

Fyrir hvern eru þessi söfn? Það vantar sérsýningar um atburði sem hafa ekki haft jákvæðar tilfinningar eða atburði í för með sér því það er líka sagan og þetta eru atburðir sem hafa átt sér stað.

Það þýðir ekkert að fjalla einungis um það sem hefur verið gott, fallegt, þjóðlegt og áhugavert. Það vantar að fjallað sé um sögur af hungri, vosbúð, sveitaómagar, hið leynda líf fólks, nasistar á Íslandi, morð á Íslandi, svik og prettir, lygar og djöfulskapur, framhjáhöld, brjóstarhöld,,,nei var að grínast með brjóstarhöld rímar bara saman,,,og fleiri svona dæmi, aftökur, aðbúnað fólks í fangelsum, framkoma við fanga á Íslandi og í Danmörku. Hvað varð um þá Íslendinga sem fóru í fangelsi í Danmörku eða á Íslandi???

Allt er þetta saga sem ber að miðla til þjóðarinnar. Ekki bara Hannes Hafstein og hans heimastjórn!!! Ekki er neitt spennandi við hann, eða það finnst mér ekki. Nema hann kaus sig sjálfur eins og stolltur kálfur.

Andvökur koma af stað pælingum. farin í bælið.

föstudagur, febrúar 06, 2004

Bloggarar fara sjaldan yfir ósýnilegu línuna. Ég er þannig bloggari, var að blogga fyrir Fríðu vinkonu beint inn á spallrásina sem við vorum bara tvær inn á.

Bloggaði eins og ég væri til í að blogga. Hún flissaði og sagði að margir yrðu nú fúlir ef ég myndi blogga þannig. Það er að segja, segja sannleikann í lífi mínu. Hvað sé að gerast í raunveruleikanum og hvað ég sé að hugsa í dekkstu hornum hugar míns.

Ég vaknaði í morgun eftir þungan svefn, ætlaði aldrei að geta vaknað því það er svo gott að sofa með hríðina og vindinn lemjandi húsið/turninn að utan. Rottu helvítið svaf vel, ekki gaulaði hún neitt í morgun. Tók mig til í andlitinu. Bjó til arabískt kaffi, hitaði mjólk út í kaffið sem er hin mesta snilld.
Svo var sest fyrir framan vininn trausta/ tölvuna og byrjað að vinna.

Ég er frá á fæti í dag, mun skoppa um borgina í útréttingum. Enda minn dag á Mokka við skriftir í dagbókina mína, alvöru dagbók sem ég er að klára. Hugsanir, pælingar og myndir sem ég set í þá dagbók.

Jón Strandamaður og ég förum á fyrirlestur í kvöld kl 2030 ef einhver hefur áhuga,, hann er í Sögusundi,,,æji þarna í húsi Sögufélagsins í Fischersundi, þar á að vera fyrirlestur um sýningar, söfn. Hvað sé gott við söfn í dag og hvað slæmt, hvað sé hægt að gera til að gera söfn virkari, meira lifandi...held það allavegana. Þetta verður gaman.

Fara á opnun listasýningar á morgun á Kjarvalsstöðum og svo á Kapital um kvöldið á tónleika með Trabant. Hitta þar Láru kláru og hafa gaman af kvöldinu.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Samsærið er fundið! Það á ekki að fá Óla grís aftur sem forseta. Þess vegna er allt í háaloft. Þegar er verið að skemma fyrir forseta vorum. Eigi er þetta samsæri gott með öllu en því verðum við að taka eins og bestu þrælar og lyddur.
Því ekkert er hægt að sanna og allt eru þetta sæmsæriskenningar hinar bestu að mínu mati.

Ég er búin að vinna í dag. Hamaðist við að líma risa ljósmyndir inn í fataskáp.

Verslaði í matinn í Nettó það hef ég aldrei gert áður, en þvílíkt ódýrt miðað við ránbúðina hana Nóatún sem er í húsinu mínu.

Illugaskotta passar sig á því að horfa sem minnst á fréttir eða lesa hin íslensku blöð. Fréttir eru ritskoðaðar og hreinsaðar, fjölmiðlar vorir eru ekki marktækir lengur.

Hvernig getum við þá fengið rétta sín á þetta mjög svo litla þjóðfélag og hvar er hið sterka aðhald?

Afhverju eru ekki fjölmiðlar að garfa í því að vinna vel að rannsóknum á málum sem snerta heil samfélagins og koma svo fram með haldbærar sannanir sem krefja stjórnvöld eða aðra stjórnendur til þess að gera endurbætur á þeim málum sem eru að fara illa með alþýðu þessa lands? Sem krefja fram svör strax!!!!!

Þeir sem hafa völdin hafa þá ekkert í höndunum, þeir verða að svara.

DV er einn andskotans sori og leiðindar fréttamennska. Fréttablaðið er hið besta flettiblað, og Morgunblaðið er blátt í gegn og allt of hreinsað og ritskoðað,, orðið sem ég er að leita að er kallað,,,,já nú er heilinn botnfrosinn. Morgunblaðið er passasamt og afturhaldssamt. Þar kom það.

Fjölmiðlar eiga að vinna fyrir fólkið í landinu, draga fram mál og sannanir til þess að koma hlutunum í rétt horf. Fjölmiðlar eiga að vera pressan sem kemur þeim valdamiklu til þess að æða ekki eins hratt fram og þeir gera. En samt eru völdin þar sem þau eru. Ég er skák og mát með mínum pælingum. Farin að hrjóta með rottu helvítinu.



Illugaskottu finnst ógnar gaman að skrifa alvöru bréf. Handskrifuð bréf í dag eru núna kölluð alvöru bréf. Hefði maður sagt þetta fyrir svona 10 árum þá hefðu allir haldið að maður væri að tala bull. Þá voru aðallega til alvöru bréf en tölvupósturinn var að taka völdin.

Í alvörubréf er hægt að setja hluti sem hægt er að koma við, skoða, lykta af og t.d. hengja upp á vegg eða á sjálfan sig. Tölvubréfin eru sjáanleg hægt að prenta út en hönd skrifarans er falin bak við skjá. Tilfinningar, pælingar og skap skrifarans koma betur fram í alvöru bréfum.

Í dag skrifa ég enn þá bréf af og til, ég set oftast eitthvað með í umslagið frá þeim stað sem ég bý á. Mér finnst leiðinlegt hve fáir skrifa alvöru bréf í dag og vonandi fara ekki bréfsefna fyrirtæki á hausinn!

Það snjóar hér í borginni. Ég setti skíðinn á pallinn þegar ég var fyrir norðan, og kannski kem ég mér á skiði á morgun. Ég er komin aftur með kvef, ég er ekki að skilja þetta kvefrugl.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Bjó til kort yfir þau lönd sem ég hef farið til.

England, Frakkland, Skotland, Orkneyjar, Danmörk, Grænland, Thailand, Canada, Bandaríkin.



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide
Góður vinnudagur. Endaði daginn á því að fara með þrjá íslenska hunda í göngutúr í hressandi roki uppi í sveit, það var gaman.

Hef ekkert annað að segja.

Illugaskotta viðurkennir að henni leiðist eitthvað sem hún veit ekki hvað er. Hef reynt að finna út hvað þetta er með öllum illum látum en ekkert gerist.

Kannski þarf þessi draugur að koma sér í burtu aftur frá þessu landi og hefja þar annað líf?
Skúlptúrar og aðrar furðuverur umkringja mig nú. Ég hoppa og skoppa hér um Kjarvalsstaði með áhugaverðu fólki og skringiskrúfum.

Veðrið er æði úti, mig langar í heita laug úti í óbyggðum ásamt góðum vinum. Er ekki á heimavelli hér í Reykjavík, er útlendingur hér. Stefnan er tekin norður sem fyrst.

Hef ekki velt miklu fyrir mér þessa daganna. Einungis byggist upp stress og spenna út af lokadæminu merkilega.

Á sunnudaginn gerðist sá merki atbuður að ég ældi í klósett í Mývatnssveit og þar með hvarf hugmyndin af ritgerðinni. Ekki er hægt að lýsa eftir ritgerðinni eða hugmyndinni því hún drukknaði í þessu svellgolandi og brjálaða vatnsklósetti.

Mér er skemmt og skrattanum líka.

Eigið þið góðan dag.

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Er núna á Kjarvalsstöðum, þar er hægt að komast í tölvu. Búin að vera að taka listaverk úr pokum og kössum. Nóg að gera.

Hlakka til að sjá þetta allt verða fulltilbúið.

mánudagur, febrúar 02, 2004

Ég er komin á suðurlandið. Besta ferð hingað, sól og þvílíka útsýnið að ég var að deyja að hafa engan með til að dást af Tröllakirkju og allri þessar dýrð norðan heiða.

Það fyrsta sem blasti við mér þegar ég var að keyra inn í Reykjavík var bílslys, bílar í hakki og fólk eitthvað líka.

Sól og blíða hér í Reykjavík. Ég er farin að vinna.

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Fór austur í Mývatnssveit í gær á þorrablót fyrir fjóra. Það var gaman, átum hamborgarahrygg og hákarl. Veðrið var eins og á póstkorti í Mývatnssveit í dag, logn, frost og sól. Þvílíka blíðan, æddi vestur í dag. Illugskotta heldur nú suður á bóginn á morgun.

Bauðst vinna í viku á Kjarvalsstöðum við að vera aðstoðarmaður í að setja upp sýningu sem mun verða opnuð á laugardaginn kemur. Hlakka til að sjá verkin hennar vinkonu minnar og spjalla við hana margt vitsmunalegt á meðan við setjum allt upp.

Var í stósvörtu éli á Víkurskarðinu í dag, fór þá að hugsa um orðatiltækið, "Öll él birtir upp um síðir". Passar fínt.

Át besta hangikjöt norðan heiða áðan ásamt heimatilbúnu fjölskylduleyndarmálsuppskriftar laufabrauði. Er nú farin í rúmmið, með þunnan haus og þreyttan skrokk. Ég hlakka til að hitta turnrotturnar.