föstudagur, október 08, 2004

Einhvern vegin klikkaði allt í dag, ég meina klikkaði saman í hausnum á mér, eins og dómínókubbaborg sem fellur! Magnað hvað ég fattaði.

Fór á fyrirlestur Rutar sem var að klára MA prófið sitt, það var gaman. Vá hvað það verður gaman að kynna sitt verkefni. Get ekki beðið.

Það er frábært veður ég gæti gengið um fjöll og hóla fram á morgun.

fimmtudagur, október 07, 2004

Ég bakkaði á bíl í morgun, þar sem ég var í kremju inni á bílastæðinu við JL húsið, kemur einhver bíll allt í einu og bamm!!! Rauður skildi ekki neitt hvaða fyrirstaða þetta væri,,sá ekki neitt á honum, enda er hann skrímsli.Smá beygla á horninu á honum aftan, hægra megin

Æji þetta var leiðindar byrjun á deginum, sem annars byrjaði vel.

Þarf að hringja í Tryggingarnar og bla....."ÞETTA ER YNDISLEGT LÍF" hver bjó til þann frasa???
Fór í mat til Iðunnar í gærkveldi, Hildur Edda kom líka. Þetta var þægilegt kvöld. Áður hafði ég verið að pirrast og klikkast, fór þá til ömmu. Þar beið mín pakki frá Garry Raven, póstkort frá honum og tveir geisladiskar og bréf! Síðan lagði ég mig hjá ömmu.

Nú er sól, logn. Ég verð með eldboltasýningu einhvers staðar í Kópavoginum annað kvöld. Það verður gaman.

miðvikudagur, október 06, 2004

Sólin er að brjótast út úr skýjunum hér á suðurlandinu. Er að fara að búa mér til kaffi, svo að ná í möppu sem ég gleymdi í skólanum, síðan á bókasafn UST til að klára að vinna í efni tengdu náttúrutúlkun.

Fór á fund þar í gær með forstjóranum, það var góður fundur. Gat þar útskýrt mitt sjónarhorn og hann stofnunarinnar sjónarhorn. Ýmislegt nýtt kom líka fram.

Kv frá Björk sem setti Illugaskottu í frí, því illugaskotta er agalaus.

þriðjudagur, október 05, 2004

Hvað er með það þótt ég hefði sagt og hann hefði sagt, þau hefðu sagt, hún hefði sagt og allt þetta lið hefði sagt eitthvað? Allt fer hvort sem er eitthvert.

Illugaskotta er undrandi, skilur ekki, spyr sig. Það býr margt í kýrhausnum.

Það kólnar hratt í Reykjavík á gervihnattaöld.

mánudagur, október 04, 2004

Er hundfúl og asnaleg. Allt gengur hægt, of hægt. Sit bara og hugsa eitthvað, vill fara að skrifa!!! Æpandi gámurinn er jafn pirrandi og þetta,,, varla hægt að losna við en er hægt með tímanum.

Rok, laufblöð, fjúkandi blöðrur, suddi og skrítið.

sunnudagur, október 03, 2004

Rok og stormur koma mér í gott skap. Fór með Dagný að ganga á Hengilsvæðinu, sem er í einu orði sagt frábært svæði!

Síðan í sund, svo í mat, thailenskan mat á veitingarstað í Tryggvagötu. Frábært.

Góður dagur. Allt er svo sem ágætt. Kannski fer ég út að leika með eldboltana á morgun. Eða ég veit það ekki, veit ekki neitt þessa dagana.