föstudagur, mars 28, 2003

Fyrirlesturinn gekk vel, þetta var bara gaman þegar á hólinn var komið! Árshátíð umhverfisfræðinema á morgun, förum á Sólheima að skoða vistvænt hús, drekka mjöð sem er bruggaður í þýskalandi og er vistvænn, sá besti í landinu og svo út að borða á veitingastaðnum Á næstu grösum og svo er aðalmálið,,,,ball með Moonbots á Vídalín, það verður stuð og allt þetta kostar 2500 kr! geri aðrir betur.

Einn vinur minn er með stríði, finnst það skrítið en hann segir að maður verður að fylgja sterkasta gaurnum, vera vinur sterkasta gaursins annars er maður ekki með. Gæti verið rétt, einnig segir hann að Bandaríkjamenn séu ekki hættir, þeir muni ráðast næst á Norður-Kóreu. Veit ekki,,nei er ekki fylgjandi stríði en er samt ekki alls staðar að mótmæla og öskra mig hása, réttlætiskend mín segir mér að stríð sé sama og rangur hlutur.

Í gærkveldi var menningakvöld hjá mér og Röggu. Menningarkvöldin okkar ganga út á það að það sem við gerum kosti ekki neitt en sé gaman. Í gærkveldi var það Kvæðamannafélagið Iðunn sem varð fyrir því óláni að við komum á svæðið, breddurnar tvær, en vorum að læra að kveða rímur. Voru um 20 manns þarna, með textahefti, hlustuðum á gamla kalla og kellingar ríma, sko af geisladiskum og svo gerðum við eins....gaman, fyndið, skemmtilegt fólk þarna. Já myndi segja að þetta menningarkvöld hafi verið betur heppnað heldur en þegar við fórum á kvöldvöku hjá Indlandsvina félaginu, þá urðum við bara hræddar við það að fá hláturskast af verstu gerð og dirfðumst ekki að horfa á hvor aðra allt kvöldið því við vissum að við myndum missa andlitið af hlátri,,,,hahaha, helgina er að koma,,,jú jú allt í fínu með það..get bara ekki beðið eftir því að flytja í burtu frá Reykjavík.

fimmtudagur, mars 27, 2003

Þetta styður Davíð 0ddsson og Halldór Ásgrímsson,,,,það hefði verið hægt að gera eitthvað annað en að ráðast á Írak. Stríð er aldrei réttlætanlegt

ÞETTA ER RAUNVERULEIKI STRÍÐSINS. VIÐ SPRENGJUM. ÞAU ÞJÁST OG VIÐ TÖKUM MYNDIR!

Robert Fisk


Grein eftir breskan stríðsfréttaritara í Independent on Sunday í morgun. "Það er eitthvað sjúkt, viðbjóðslegt við þessar spítalaheimsóknir", skrifar hann. "Við sprengjum. Þau þjást. Svo birtumst við til að taka myndir af meiddu börnunum þeirra... Í gær spurði breskur útvarpsfréttamaður íraskan lækni: "Gæti ekki verið, doktor, að eitthvað af þessu fólki hafi verið hæft af íröskum loftvarnarflaugum?" Eigum við að hlæja eða eða gráta eða af hverju kennum við "þeim" um sár þeirra?"

Fjölmiðlar og stríð,,,


Það var víst 16. sætið sem Íslendingar vermdu oft,,ekki það 19. Er í stress kasti, eftir 6 tíma á ég að vera með fyrirlestur sem ég er ekki byrjuð á, fyrir 23 manneskjur og annað, fyrirlesturinn á að vera á ensku um skoðanir Johns Passmore á fyrir hvern náttúran sé, hvort maðurinn sé hluti af náttúrunni eða ekki og bla nákvæmlega,,,,það er erfitt að festa hendur í hári þessara hugmynda.....!!! gargggggggg

Halldór Ásgrímsson var víst grillaður á hádegisfundninum í gær í Háskólanum en það var ekki sagt í blöðunum, einungis að margar fyrirspurnir hefðu borist, það hefði verið mikið um frammíköll og að fundarstjóri hafi átt í vandræðum með að hafa hemil á æstum lýðnum.

Helvítis íslensku fjölmiðlar, þjarma aldrei almennilega að stjórnmálamönnum, spyrja allt of stutt óþægilegra spurninga og krefjandi...eru að ég held hugstýrðir af þeim sem eiga allt.....samsæris kenning Illugaskottu...

Mér finnst að íslenskir fjölmiðlar eigi að taka sig á,,,steikja stjórnmálamenn, láta þá svitna í sjónvarpi, blöðum og útvarpi,,,hummm sér þá bara svitna í sjónvarpi, heyrir þá svitna í útvarpi og getur ímyndað þér þá svitna í blöðunum. Hvað er mest aðlaðandi. Ætla í sund þegar ég er búin að stikna og svitna upp við töflu í dag, malandi á ensku um náttúru siðfræði,,,úfff mér kvíður fyrir.

miðvikudagur, mars 26, 2003

Mér er boðið í afmæli á Ströndum á afmælisdaginn minn, það er sniðugt. Mun mæta í afmælisveisluna hennar og mína...Snúlla/Ásdís verður 60 ára þann 16. apríl og ég verð 29 ára, þetta verður mega fjör. Margar tölur.

19. sæti okkar Íslendinga í gæðum neysluvatns er víst rangt sæti, við eigum að vera miklu ofar. T.d. er Finnland með mestu gæðin en þeir nota yfirborðsvatn sem þarfnast sífelldrar gæslu og mælinga, einnig eru þeir með mjög fullkomnar hreinsistöðvar. Við á Íslandi erum hins vegar með það gott neysluvatn að það þarf ekki þessa hreinsun, grunnvatnið okkar hreinsast í jarðveginum, agnir sem ekki eiga að vera í vatninu loða við jarðveginn og verða eftir, út og upp kemur hreint vatn, kannski ekki alveg svona einfallt en nokkrun vegin. Rangar forsendur og rangar rannsóknir sem veldur því að við lendum mjög neðarlega, í hinu gamla og góða Eurovision sæti. 19. sætinu

Íslenska vatnið er mjúkt, efnasnautt og hreint. En við hugsum ekki nógu vel um vatnið okkar, þá varðandi eftirlitið og mælingarnar og að ganga nógu vel um vatnsbólin. Í framtíðinni og kannski þegar núna munu verða háð stríð um auðlindina VATN.

Stjónvöld á Íslandi hafa enga stefnu varðandi auðlindina vatn og er líklega vegna þess að þetta er auðlind sem við höldum að haldi sér við sjálf og að við eigum nóg af vatni, þurfum því ekki að hafa áhyggjur en ég segi að þetta sé auðlind sem þarf að huga að.

þriðjudagur, mars 25, 2003

Sverrir Jakobsson er maður hér í borg, hann er bloggari, ég stal þessu frá honum áðan, fáir sem eru eins vakandi fyrir atriðum eins og þessu.

Eitthvað fyrir Ágúst Flygenring: Nýr forsætisráðherra Miðafríkulýðveldisins heitir Abel Goumba.
Þetta vakti forvitni mína, því að maður með sama nafni gegndi sama embætti árið 1957-1958. Við nánari athugun reyndist þetta líka vera sami maður.
Er þetta ekki einhvers konar met? Ekki einu sinni Fidel Castro var við völd árið 1957!


hahahahahah þetta er súrt, völd og menn og allt...
Talaði svo mikið í gær að ég varð þreytt í tungunni. Hitti mikið af skemmtilegu fólki, ræddi um tíkur og hunda, völd, sannleika, misræmi, ósamkvæmni, át kjúkling, horfði á rosalega áhugaverðan dýralífsþátt um spendýr, mig langar til Ástralíu til að skoða breiðnef og mjónef, þetta eru einu spendýrin sem verpa eggjum. Er byrjuð í siðfræði kúrs um náttúruna, áhugavert. Dagurinn fór í fólk en ekki verkefni.

Nenni ekki að tjá mig um stjórnmál í dag, hef lítið fylgst með. Þetta stríð er fjölmiðlastríð og valda brölt hjá U.S.A. Leiðist það líka. En flest allt annað er skemmtilegt. Margir vinir mínir eru leiðir þessa daganna, ég reyni að segja eitthvað upplífgandi en langar mest að segja.
"Halló, þið eruð á lífi, skál og dettum í það!" Veit ekki hvernig ég á að ráðleggja fólki, hlæ þá bara af því og bulla einhverja vitleysu, kannski ekki góður vinur það. Sólin er komin, það var hríð þegar ég var að labba eftir sundlaugarbakkanum úr gufunni, fann ekki fyrir kuldanum var steikt eftir ofur langa legu.

mánudagur, mars 24, 2003

Stjórnmál: staðreyndir. Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru að tapa fylgi með stríðsrekstri, hinir flokkarnir græða og ekki síst Frjálslyndi flokkurinn, fyrrverandi sjálfstæðis bla fólk....

Flakkaði um bæinn í gær, með Svavari vini mínum. Leituðum mikið að hnallþórum, rjómafylltum risa tertum en þar sem þær voru var allt fullt af fólki slefandi í kringum þær. Enduðum á Alþjóðahúsinu, vissum ekki í hvaða landi við vorum. Fórum svo í Þjóðmenningarhúsið, fullt af sýningum þar í gangi. Landakortasýning, þróun landakorta á Íslandi, fornmannasýning, Skáld mánaðarins er Grímur Thomsen að þessu sinni og svo er það sýningin um handritin. Mikið fornaldar dýrkun og þjóðrembu stíll í þessu húsi. Ég var skömmuð af verðinum. Þarna er tvö fundarherbergi sem eru opin almenningi, ég sat í stól og var að tala við Svavar, þá kemur vörður og segir:" Það er bannað að leika sér í stólunum." Ha allt bannað einnig að ,,,leika sér í stólunum t.d., ég var ekki að hoppa í stólunum eins og bandbrálaður krakki, ég hafði ekki hoppað upp á borð, ég hafði bara verið að halla bakinu á þessum örugglega 100 þúsund króna dýra fjandans stól og ræða málin við Svavar. Hvernig hafði hún vitað af okkur í þessu herbergi? Málið er það að það eru myndavélar í öllum herbergjum og verðirnir fylgjast með manni. Þannig var nú það,,,,ég sagði ekki neitt eina sem ég gerði var að strunsa út. Vörðurinn sagði " Ég er nú ekkert að henda ykkur út og ætlið þið ekki að kíkja á fornaldamanna sýninguna?" Nei, leiðindarskass, hugsaði ég. Alltaf verið að skamma mann, þó maður geri ekki neitt.

Ný list hefur litið dagsins ljós á veggjum húsa í Reykjavík. Stensílar, spreyjað, orð til borgaranna. Þar á meðal er stensill af Dabba for,,,,,,þar sem honum er þökkuð stefna stjórnvalda með rauðu spreyji,,,svona meira gagnrýni á hann. Einnig eru orð eins og "Lagið er stolið" spreyjaðar á veggi og gangstéttir. Flott list sem hægt er að finna í húsasundum borgarinnar.