þriðjudagur, mars 01, 2005

Jæja, á morgun segi ég: "Ég fer til útlanda á morgun". Þetta verður nú meira ævintýrið, eitthvað fólk nær í mig á flugvöllinn í Minneapolis, eða frændfólk Karenar ef hún er ekki komin. En seinast þegar hún fór yfir landamærin frá Canada til USA, þá var mikið vesen með tollarana. Enda fundu þeir kúbanska vindla í bílnum hennar, og þá var ekki fjör og gaman.

Hún heldur að það gætu orðið vandræði því þeir tóku niður nafnið hennar, ja! er þetta ekki skrítið allt saman.

Sólin er alveg brjáluð, ég er hress, mikið að gera. Er núna á Þjóðarbókhlöðunni með Gúggí systur, að kenna henni á tölvunar hérna.

Jæja best að halda áfram að ráðast á gera listann.

mánudagur, febrúar 28, 2005

Komin suður aftur, mikið er nú samt betra að vera fyrir norðan. Bónaði og lagaði ryðið í gamla rauð, með hjálp Fannars.

Bílinn er eins og nýr, 14 ára gamli jálkurinn minn, sem ég ætla að selja. Hér með auglýsist það að Toyota Hillux Extra Cab árgerð 1991, keyrður 172. þúsund er til sölu. Hann er rauður, á 35 tommu dekkjum. Með læsingar að aftan, loftdælu sem er hið mesta þarfaþing. Búið er að gera við lakk og aðra ágalla, hann er bensín með minni vélina. Geislaspilari fylgir einnig. Bílnum fylgja tveir dekkjagangar bæði sumar og vetrardekk, á felgum. Gamli rauður kostar 600 þúsund.

Hvar fær maður ódýr prenthylki? Allt of dýrt að kaupa þetta í búðinni heima á Blönduósi.

Framsóknarflokkurinn er að Illugaskottu mati með hræðilega stefnu fyrir fólkið í landinu. Einkavæðing og evrópusambandið!!!,,,hvað er þessi flokkur að hugsa? Fólk úti á landi er farið að hatast við stefnu flokksins, enda ekki að furða.

Menn heima fyrir norðan eru hræddir við einkavæðingu, að þeir missi vinnuna og að þjónustan minnki við fólkið, því það eina sem fyrirtæki gangi út á sé að græða en ekki þjónusta. Þar sem er léleg símaþjóunusta úti í útnára,,mun hún eithvað skána við einkavæðingu?

Nóg að gera, eiginlega brjálað. Kv Björkin og Illugaskotta, sem togast á um það hver muni ráða. Hummm,,er ég kleifhugi?