laugardagur, júní 12, 2004

Murra og mala, það gera Manga og Imba hrafnar Galdrasýningarinnar þegar þær eru orðnar saddar. Í dag eru þær búnar að borða: fugl, hakk og hundamat, ásamt hundavítamíni. Þær verða oft mjög þreyttar,,,liggja þá í blómabeðunum með haus undir væng. Þá set ég þær í laupinn sinn, svo fá þær að hoppa um garðinn.

Það rignir vel hér á Ströndum, sem er gott því hér er búinn að vera þurrkur í marga daga. Nú mun gróðurinn spretta hratt. Var að klára að lesa bókina "Saga Litla trés", ágæt bók uppvaxtarsaga indjána sem elst upp hjá afa sínum og ömmu. Núna er ég að fara að lesa "Gunnlaðar sögu" sem er eftir Svövu Jakobsdóttur. Hef ekki í 7 sumur getað lesið eða hugsað. Þetta er eitthvað nýtt og sniðugt.

Er að þurrka jurtirnar sem ég fann á flandri mínum um Goðdal, og svo mun ég fara að búa til jurtasmyrls. Það verður nú spennandi. Illugaskotta er einnig farin að fara í klukkustundar göngutúr hvern einasta morgun. Það er gott. Pabbi á afmæli í dag, hann varð 57 ára í dag. Hann segir að tíminn líði allt of hratt, það er líklega rétt hjá honum. Hlakka til að sjá þau öll um næstu helgi.

fimmtudagur, júní 10, 2004

Skúraði forstofuna!

Fór svo í ferðalag, inn í Goðdal. Týndi grös, fór í bað í heitum læk og æddi aftur til baka. Fór svo í sund á Klúku. Sundlaugin er svo heit að kaldasta fólk myndi bráðna.

Svo dreif Illugaskotta sig af stað á fullu gasi til Hólmavíkur til að komast í ríkið fyrir lokun. Þá drap ég næstum því sjálfa mig og mann í gráum bens. Hann tók fram úr bil sem var að koma á móti. Munaði engu.

Hræðilegt ef ég hefði drepið mann bara vegna þess að ég var að drífa mig í ríkið.

3 vinnudagar framundan. Nóg að gera, klára blómaspjöldin, leika mér við hrafnana og leiðsegja fólki um sýninguna.

miðvikudagur, júní 09, 2004

Nú eru hrafnarnir komnir á sinn stað. Nöfn þeirra eru Galdra Manga og Galdra Imba, sem voru og eru hinar mestu galdrakonur. Corvus corax er nafn hrafna á latínu. Galdra Imba skeit á bakið á Illugaskottu, sem var að monta sig með Imbu á öxlinni.

Sólin er búin að skína í allan dag. Búin að koma mörgum af mínum málum á hreint,og mun klára allt pappírs stand á morgun. Sat úti á tröppum í dag í sólinni: raðaði pappírum, skrifaði reikinga, sorteraði draslið mitt, gramsaði í töskunni minni, týndi pennanum, fann pennann, skoðaði hrafnana, hlustaði á sjóinn og kríurnar. Hugsaði: Þetta er ljúft líf.

Klifraði hálfa leið upp í Kirkjuturninn á Hólmavíkurkirkju, það eru stillasar utan á henni, fékk lofthræðslukast og sat bara við þakið og glápti yfir bæinn. Jón arkaði upp í topp og tók mynd af skjálfandi draug og öllum bænum,,,,þetta var fúlt, hef ekki upplifað svona lofthræðslu fyrr, kannski bara af því ég er draugur.

Vinna um helgina,,,,fer austur heim,,á Skagann þar næstu helgi,,sem ég sé héðan frá Steingrímsfirðinum, þá er fyrirhugað að klífa upp á Spákonufellsborgina af mér, Hugrúnu systur og Bjarna bróður.

Sagan segir að í Spákonufellsborg hafi Þórdís spákona setið í fornöld, kemt hár sitt með gullkamdi, og horft yfir Húnaflóann. Þegar hún dó, þá lagði hún þau álög á allt það gull sem hún átti í kistu einni og geymdi í Spákonufellsborg að sú stúlka myndi erfa allt gullið, sem væri óskírð og hefði aldrei heyrt guðsorð. Enn er gullið í Spákonufellsborg, og ekki mun ég erfa það, en kannski einhverjir af mínum afkomendum.
Miðvikudagur við Steingrímsfjörð, sól og svali frá sjónum.

Í gær byrjaði að bubbla í klósettinu á Galdrasýningunni, ég vissi að þetta var ekki dreki, þetta var líklega klósettstífla. Og stífla í lagi!!! Hélt í mér í tvo tíma, hljóp heim eftir lokun sýningarinnar, og viti menn..heimkeyrslan full af rækjuvatni..Kjallarinn var fullur af vatni frá rækjuvinnslunni, lokaði bara hurðinni. Var ekki að trúa þessu, hljóp niður á veitingastaðinn til að komast á klósett, rakst þar á Jón sem æddi heim í hús móður sinnar.

Illugaskotta hatar ekkert meir en rækju, rækjuvinnslu, rækjulykt...enda vann hún í rækju í tvö sumur. Þvílíkur viðbjóður, þetta var sem sagt stífla í affalli frá rækjuvinnslunni...og ojbarasta. Ég, Jón, Addi og Ásdís bárum um það bil 150 lítra af vatni út úr kjallaranum. Loksins gátum við stoppað flóðið og sem betur fer flæddi bara á ganginum en ekki inn í hliðarherberginn. Meðan ég skrifa þetta hér úti á Kirkjubóli þá læðist rækjulyktin inn í nasirnar á mér..mér kúgast.!

Núna ilmar Sæberg af rækju! Ég ætla aldrei aftur að borða rækjusamloku eða neitt sem tengist rækju. Svaf samt ógnarvel því ég og Ásdís fórum í sund í Bjarnarfirðinum sem er með flottari stöðum sem ég fer á.

Nú er ég að útrétta, græja og vesenast í tölvunni, hringja og bla.
Mikið að gera í mínum málum.
Kv frá Skottu rottu.

sunnudagur, júní 06, 2004

Er komin aftur á Strandir, vona að nú geti ég farið að koma mér fyrir í mínu nýja herbergi, ásamt því að sortera bókhald og önnur blöð, koma mér í plöntusöfnun, jurtasmyrsla gerð og önnur nornastörf.

Ferðin suður var góð.

Á laugardaginn var ég úti á túni með Þórdísi að burðast með folald sem hafði fæðst um nóttina en vildi ekki og gat ekki sogið merina, mömmu sína. Þetta var nú meira basslið, en með þrjóskunni þá tókst að koma honum til að sjúga. Illugaskotta var öll út í merarmjólk í andlitinu og upp um allar hendur. Ég hélt folaldinu uppi við spenana á merinni, á meðan Þórdís mjólkaði framan í hann og reyndi að láta þennan stóra folalds strák læra á þetta. Allt í einu fattaði hann hvað átti að gera. Það sem eitt folald er þungt, þessi var um það bil 25 kg.

Þrjóskan er góður kostur myndi ég segja, og hljóðið sem heyrist þegar folald sýgur í fyrsta skipti er hljóð sem ég myndi segja að væri eitt af lífsins hljóðum, sog og garnalæti í folaldinu! og einnig vissa um að nú myndi hann lifa þetta allt af.

Síðan varð ég að fara í peysufötin, því ég var á leið í brúðkaup. Fínasta brúðkaup, og ég var sú eina sem var í peysufötum, það var fjör, en ekki þegar fólkið tók upp á því að dansa og rokka, þá ákvað Illugaskotta að nú yrði hún að fara heim að sofa, sem var nú um 3 um nóttina. Brúðhjónin Lára og Þorvaldur voru hress og allir hinir líka. Í miðju brúðkaupinu þá fór ég í 30 afmælið hennar Röggu, það var fjör lika og margt um gott fólk þar.

Bless frá Illugaskottu, sem þarf enn þá að finna Fjandafælu sem er planta.