laugardagur, mars 22, 2003

Frétt dagsins er sú að það voru þrumur og eldingar í Öræfasveitinni í gærkveldi og það sprakk tölva, hann Siggi vinur minn sem býr á Hnappavöllum var að grúska í tölvunni sinni í rólegheitunum þegar allt í einu hún springur bara framan í andlitið á honum, reykur og eldur. Það fór sem sagt elding í tölvuna og hún sprakk!!! Bang með stórum hvelli, greyið Siggi, ég hef nú ekki heyrt neitt í honum og fékk þessar frengir í gegnum smáskilaboð. Var að reyna að hringja í hann en hann svarar ekki. Sé hann í anda, svartan í framan með hárið allt út í loftið, stór fyndið en hið mesta tjón myndi ég segja fyrir hann.

Herferðin sjálfstæðra kvenna liggur en undir minni herferð, er enn þá pirruð út í þessar hundlélegu þinkonur sjálfstæðisflokksins, hvar eru kraftmiklar konur að fela sig? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sú eina sem kraftur er í, sjáið þið dómsmálaráðherra sem lét smíða sérstak skíthús upp á margar milljónir undir rassgatið á sér, með einka wc gellan, lufsa, kraftlaus, leiðinleg, ótrúverðug.

Brjálaður maður réðst að mér í pottinum í Vesturbæjarlauginni í morgun, eða réttara sagt frústreraður karlmaður, búin að fá nóg af yfirgangi íslenskra kvenna held ég bara, hann leit þannig út. Hann var að tala um það hvað það væri gaman að vera í Singapore og þarna í Asíu því þar færu þjónustukonur alveg niður á hnén áður en þær setji matinn á borð, þegar þær beygðu sig þá sæi hann lærin á þeim,,og svo þrumaði hann með bolabíts rödd, lyfti sér á fætur upp úr pottinum og horfði beint í augun á mér:" Þarna er komið fram við mann eins og maður sé karlmaður." ! Ég horfði bara á móti og hugsaði :" Þessi gaur er með BFG af háu stigi og er fullur af rasisma og kvenfyrirlitningu" vinur hans kinkaði kolli með honum, augun urðu dreymin til horfinna tíma í Asíu með undirgefnar konur í kringum sig,,,,, Vá,,,en ég var bara aðeins búin að þenja mig um utanríkisstefnu okkar aumu stjórnvalda, og að ég þyldi ekki að U.S.A liti á sig sem alheimslögguna miklu og mættu bara segja að þessi og hinn mættu eiga svona og svona mikið af vopnum en þeir mættu eiga öll heimsins vopn. Vesturbæjarlauginn er laug atburðanna.......

föstudagur, mars 21, 2003

Vor, vor, ég bara get ekki hamið mig, langar að hlaupa um öll tún og fjöll og fjörur. Tjaldurinn, skúmurinn og álftirnar hrannast til landsins.
Fór á mótmælin í gær, varð að sjá þessar rauðu skellur á stjórnarráðinu, svona alveg búið að gefa skít og málningu, rauða málningu í Dabba og Dóra, sandkassa strákana ógurlegu, sem öllum stendur ógn af,,,,svona finnst þeir vera svona já leikfangahandlangarar, ekkert smá langt orð. Er að kúka í mig í alvörunni en ætla að skrifa þetta, mun bara hnoða á meðan hehehe,,,,á morgun verður vatnsráðstefna í ráðhúsinu því það er dagur vatnsins, byrjar klukkan 11:00 og verður til 17:00 og ég á að mæta sem ég mun gera. Langar alveg ótrúlega mikið í drulluleðju pottinn sem ég svamlaði í, í haust og stefnan er á þennan leðjupott fyrir vorið, en Landmenn kalla þennan pott, baðströndina.

Annars fréttirnar eru leiðinlegar, stjórnmálin einsleit og ég er orðin ein vorbomba.

fimmtudagur, mars 20, 2003

Hörmulegur dagur því það er komið stríð og íslensk stjórnvöld meiga skammast sín að styðja þennan viðbjóð, mikið er ég samt fegin að búa á Íslandi þótt að sjálfstæðis hörmungin og framsóknar ræflarnir stjórni því.
Fór að sjá sænsku myndina Lily 4-Ever í gær, þetta er mynd sem kemur manni ekki til að brosa, þetta er mynd um rússneska 16 ára stelpu sem er seld til Svíþjóðar, þar er hún læst inni í íbúð á daginn en eigandi hennar nær í hana á kvöldin á hvítum Bens og selur hana körlum sem vilja ríða henni. Myndin fjallar um hið svokallaða mansal ég myndi segja þrælahald sem á sér stað út um allan heim í dag, og víst einnig hér á Íslandi. Mynd um raunveruleikann, sæki ekki mikið í þær, vil afþreyingu sem kemur mér til að brosa og færir mig frá raunveruleikanum.

En ekkert jákvætt í dag, jú t.d. já látum okkur sjá. Stelpan á bensínstöðinni sem afgreiddi mig í morgun var ótrúlega glaðleg á svipinn og hress, svona sjaldgæfur kassaafgreiðslumaður, hún var í spjall stuði. Gæsirnar við BSÍ eru alltaf áhugaverðar, fullar af blýi og öðrum efnum sem ekki væri gott að fá í skrokkinn og ég er að lesa frábæra bók Agga gagg, eftir Pál Hersteinsson sem var að rannsaka refi á ströndum 1977-1978 að mig minnir. Ótrúlega skemmtilegar lýsingar í þessari bók af hinum ýmsum melrökkum og manneskjum, þekkti t.d. tvo sem eru í bókinni, Pétur í Ófeigsfirði og Guðjón frá Dröngum, sem gerir það að verkum að bókin er enn þá skemmtilegri.

miðvikudagur, mars 19, 2003

Konur meiga ekki brosa og ekki fara í tannhreinsun því þá finnst mér þær hallærislegar! haha, nei ekki alveg pirrið í mér varð brjálað. Einn bloggari sagði að ég væri ekki samkvæm sjálfri mér. Er lítið að pæla í því að vera það eður ei. Fundarherferð sjálfstæðiskvenna fer í taugarnar í Illugaskottu því staða þessara kvenna er slæm innan flokksins og þær eiga bara að viðurkenna það og ekki vera að þessu ryk kasti í augun á kjósendum. Ekki er þessir sjálfstæðiskallar að kljúfa sig út úr flokknum í kosningabaráttunni! "Herferð sjálfstæðiskarla< var á síðum moggans í dag, nei glætan! að það komi nokkrun tímann eða hjá einhverjum öðrum flokki. Hallæri á skalnum 10 enn þá því þetta er ryk sem ég ætla ekki að láta blinda mig, bleugh!

Heil hörmung það sem hægt er að kjósa. Vill ekki framsókn né sjálfstæði því þeir styðja stríð, stóriðjupælingar sem eru skammsýni og eru einnig bara orðnir þreyttir gaurar, Halldór talar sífellt hægar og hægar, Davíð verður alltaf ófyndarni og ófyndnari með hverjum deginum sem líður. Þrír flokkar þá eftir þeir styðja ekki stríð sem er gott og gefur þeim stórann plús en samt,,,,,ég er stjórnleysingi og sá flokkur er ekki til fyrir mig.

Vatnsgæði er verkefni í lagi sem ég er að vinna í.

þriðjudagur, mars 18, 2003

Fundaherferð sjálfstæðiskvenna! er yfirskrift einnar fréttar í Mbl á netinu í dag. Þessar kellingar vilja segja að kraftur sé í sjálfstæðiskonum, þær eru ekki að baka pönnukökur fyirr fundina hjá sjálfstæðis köllum eða hvað og þær eru sko aldeilis ekki upp á punt þarna til þess að sýna að konur komist nú til valda þarna hjá bláum?!!! Afhverju eru þær þá að fylkja liðið saman, bara konur, hvaða rugl er þetta eiginlega? Afhverju stofna þær ekki einhvern kvennalista bara? Leiðast myndir af þessum sjálfstæðis konun á opnu síðum moggans, brosandi út að eyrum, eitthvað svo ótrúlega "sjálfstæðar" og asnalegar. Hafa konur í einhverjum öðrum flokkum gert þetta saman? Nei, þær hljóta að vera eitthvað óöruggar með sig,einhvern vegin þá vita þær að staða kvenna er slæm í flokknum, fylkja liði til að kasta ryki í augun kjósenda, brosa, fara í tannhreinsun og fara í fundarherferð sjálfstæðiskvenna. Hallærislegt á skalanum 10!

Það er að koma stríð, ég er á móti stríði og á móti þessari alheims stjórnunarstefnu Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn eru frekustu krakkarnir í sandkassanum, Dabbi og Dóri eru fyrir utan sandkassann en rétta leikföngin ef þau detta út fyrir sandkassann og brosa alltaf við þeim frekasa og lúta hans valdi. AULAR!!!!!! MEÐ HOR.
Er ekki vinstri sinnuð og ekki hægri sinnuð, langar ekki að kjósa neitt í vor, finn ekkert við mitt hæfi. Er stjórnleysingi.

Er búin að fá tvenn SMS sem segja mér á ensku að hætta að kaupa bandarískar vörur, jú jú það er svo sem ágætt að sleppa því, en eitt er það sem ég mun aldrei, sko ALDREI hætta að borða sem er frá U.S.A, það er Hunts tómatssósa, þegar ég dey þá ætla ég að fá eina með mér í kistuna, Illugaskotta er svona stór því hún hefur alltaf verið dugleg að borða tómatsósuna sína.

Kastjós var ansalegt í gær, sjálfstæðis hlunnkur að verja stefnu U.S.A svo vissi hann svo vel að það er óverjanlegt að hefja stríð.

mánudagur, mars 17, 2003

Urðarköttur var Finnbogi rammi. Illugaskotta var Björk. Ég er alveg sniðug í dag, var að æfa mig með eldboltana mína í gærkveldi en kveikti ekki á þeim, er búin að sakna þess að sveifla þeim í kringum mig. Nóg að gera eins og alltaf. Fíflin eru farin að vaxa í görðum Reykvíkinga, krókusar stinga gulum og bláum hausum upp úr moldinni og annað, rabbabarinn er einnig farinn að vaxa. Nú er að koma blóm í haga og betri tíð. Líf mitt er ákveðið í heilt ár, var mér sagt í gær og það er satt, hef ekki einu sinni hugsað út í það.