laugardagur, apríl 03, 2004

Fátt og lítið og ekkert að gerast. Er að klikkast en það er ekkert nýtt. Samt verður gaman í dag, fer í afmæli sem mun vara langt fram á rauða nótt. Draugurinn er hress þótt hann sé að klikkast þannig heldur hann sér á lífi. Ákvað að láta gott af mér leiða, gaf ormi einum sem ég þekki og hans umsjónaraðila leikhúsmiða á Dýrin í Hálsaskógi, átti gjafakort sem var farið að rykfalla.

Er á leið í skítabað, svo í rölt um bæinn síðan í afmæli og svo mun ég missa vitið í drykkju og algleymi. Úlfar eru dýr ásamt bjórum sem ég vildi óska að ættu heima á þessu skrímslaskeri. Það er hægt að læra svo margt af þessum dýrum, t.d. að búa til stífflur og byggja sér moldarhús eins og bjórarnir gera og veiða í hóp eins og úlfarnir gera.

föstudagur, apríl 02, 2004

Sælt veri fólkið vildi segja að krakkarnir fylltust áhuga á draugum og öðrum verum eftir að Illugskotta var búin að þruma yfir þeim flest allt sem hún veit um drauga. Eftir daginn voru þau beðin um að skrifa hvað þeim fannst og hve mikið þau hefðu áhuga á þjóðsögum. Einn strákurinn skrifaði:
"Ég ætla að verða þjóðfræðingur eins og hún Björk". Draugurinn ég varð hress við þessi orð, gaman að geta frætt og kætt.

Þegar Illugaskotta hamaðist eins og vilteysingur við að lesa og hugsa í morgun á bókasafni Árnastofnunar þá sá hún að það var verið að hringja í hana frá útlöndum. Það var Kris Logan, snillingur með meiru. Hann hafði frá mörgu að segja. Góða fréttir og afar slæmar fréttir. Góðu fréttirnar voru þær að fyrirtækið hans er að stækka og allt gengur vel þar.
Þær slæmu eru þær að besta vinkona dóttur hans Kris, var myrt fyrir þrem vikum. Það fór hrollur um mig. Ég þekkti þessa konu, ekki vel en var málkunnug henni. Hún var ein af þeim sem alltaf komu í stóra hópnum á kránna okkar á Jersey. Hún var sú sem kom öllum til að hlæja og var alltaf með hávaða. Hún var skemmtileg og hress.

Illugskotta er búin að vera hugsi í dag, og hefur ekkert getað unnið. Vandamál draugsins eru ekki neitt miðað við þetta. Draugurinn er sorgmæddur í dag.
Ég er þakklát fyrir það sem ég hef, ég hef allt sem hægt er að kjósa sér.

Ráðum við einhverju um okkar líf eða hvað? Hux......

Ég ætla í göngutúr og láta þetta hverfa.
Snjórinn er farin í vatnaferð, Illugaskotta er ekki mikill penni þessa daganna. Það er komin 2. APRÍL!!!!,,og ég er alveg hress.

Fór í Góða hirðinn í gær í einni pásunni minni, þar keypti ég þrjár bækur og einn tappatroðara, gamladags. Hitti þar gamlan vinnufélaga og það var gaman. Bækurnar þarna kosta 200 krónur og þarna er fullt af eigulegum hlutum fyrir þá sem eru ekki alltaf að flytja, ég nenni ekki að eiga sófasett eða annað drasl. Seldi Röggu vinkonu rúmmið mitt fyrir ári síðan því ég var orðin svo leið á að flytja það alltaf með mér.

Er núna í Árnagarði er að fara að lesa bækur á bókasafninu þar. Annars þá virka engin bókasöfn hér á landinu, fyrr en 5. apríl. Eins gott að muna hvar þær bækur eru sem ég þarf að nota.

miðvikudagur, mars 31, 2004

Ég er svo aldeilis hissa, nú er ég svo hissa, undrandi að það er að koma heilanum á mér á flug. Fréttir þær er ég fékk í símtali fyrir klukkustund síðan sannfæra mig fullkomlega að þetta eru allt asnar Guðjón! Fólk er fífl og þaðan af verrra, en mér sko sama, mér er alveg sama.

Farin að hitta Iðunni 30 ára gömlu vinkonu á Kaffibarnum, kannski hefur hún breyst.

Ps hef ekki skrifað staf í dag, nú er það lestur og aftur lestur. Hugmyndir fæðast hratt og drepast einnig ógnar hratt. Ef þær myndu líta út eins og risaeðlur þá væri Illugaskotta á kafi í dauðum risaeðlu hugmynda líkum......hvað er að gerast í kollinum á draugnum?
Allt hvítt úti, allt blautt líka. Iðunn vinkona er 30 ára í dag. Mér finnst stutt síðan ég var að fara í 10 ára afmælið hennar. Tíminn flýgur hraðar en allt, en stundum held ég að einn dagur séu tveir dagar, það sé bara verið að plata okkur með þessari klukku og þessu dagatali.

Illugaskotta fór á mannbætandi og snilldar góða mynd í bíó í gærkveldi. Myndin heitir "Whale rider". Hún gerist á Nýja Sjálandi í samfélagi frumbyggja þar á okkar tíma. Ég hef sjaldan farið á eins eðlilega mynd, manni líður vel þegar gengið er heim eftir svona mynd.

Annars fátt eitt sem hægt er að segja. Páskar á næsta leiti, norður, hestar, stússast í bílnum mínum og vera með fjölskyldunni minni.

Það liggur gult ský yfir Reykjavík, mengun frá bílum. Ekki að undra að margir séu með hina ýmsu sjúkdóma, þetta er óheilbryggt umhverfi, hávaði, mengun, og allt of mikið um ljós á kvöldin. Draugar eru ekki fyrir þessa neikvæðu hluti.

þriðjudagur, mars 30, 2004

Þriðjudagur til þrautar. Þórsdagur í dag, þess vegna ætlar Illugaskotta að berjast eins og hinn versti þurs við allt sem heitir skipulag og taka á því. Heiðni og kristni, myrkur og ljós. Andstæður og allt það, dragast að hvor annarri, en það sem er eins er ekki að meika það í sama bás. Hvað er að veltast um í mínum rugluhaus?

Það væri svo magnað ef hægt væri að taka drauma og hugsanir upp á myndband, þá gæti maður t.d. á morgnana horft á draumfarir sínar og svo gæti maður í enda dagsins sest fyrir framan skjáinn og horft á allar sínar ljótu og fallegu hugsanir lifna til lífsins á skjánum!!!

Ekkert að gerast annað en það að ég held áfram með mitt verkefni, en þetta er samt betra en að vera atvinnulaus, ég hef að einhverju að stefna og það er gott.

Trén hér á suðurlandinu er farin að bruma, mig langar að heyra í spóanum því hann vellir graut og mig langar að fylgjast með álftunum sem búa við Álftavatn uppi í Herðubreiðarlindum. Þær koma þangað hvert sumar, fljúga alla leið frá Skotlandi og upp á hálendið. Önnur þeirra er merkt og ég sendi númerið til Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrir 2 árum, þá kom fram að þessi álft er fædd árið 1991 og er hinn mesti ferðalangur. Merkilegt hvað fuglar eru ratvísir.

mánudagur, mars 29, 2004

Þetta er nú búin að vera meiri dagurinn. Fór upp í Grafarholt í morgun, nánar tiltekið í Ingunnarskóla. Þar var ég að segja 10 og 11 ára börnum frá því hvað þjóðsögur væru og frá einkennum nokkurra íslenskra drauga. Tölvuleikir og dvd og video, virðist hafa glapið sum þeirra. Þau nenna ekki að lesa, vilja horfa og hlusta. En ég gat vakið áhuga þeirra ásamt því að gera þau hrædd og Illugaskotta fékk margar skemmtilegar spurningar og athugasemdir.

"Ertu skyggn?"

"Ég er hræddur við þig, þú ert alveg eins og draugur!"

"Hvar er þessi steinn sem þeir settu yfir Djáknann á Myrká?, ég vil sjá þennan stein!"

"Afhverju verða draugar til?"

"Bróðir minn er skyggn"

"Geta draugar drepið mann?"

Ég sýndi þeim myndir af Skottu, Móra, Þorgeirsbola, útburði, Djáknanum á Myrká og draugnum sem vildi komast ofan í gröfina sína eftir að hann hafði barnað konu,,en honum var ekki hleypt ofan í gröfina fyrr en hann sagði frá því hver yrðu örlög þessa draugamannsbarns......

Þetta var frábært og skemmtilegt. Þjóðsögur eru þessum börnum og líklega foreldrum þeirra sem lokuð bók. Þegar þessari bók er lokið upp þá flæðir fram frábær heimur sem á svo skilið að vera kynntur fyrir fleirum á þessu landi og einnig erlendis. Margir þessara krakka ætluðu að fara á bókasafnið og leigja þjóðsagnabækur

Illugaskotta var hress eftir þessa skemmtilegu framsögu.

Fór svo í að hitta Fannar bróðir, fengum okkur að éta. Svo á fund hjá kennaranum mínum og svo með Fannari í varahlutainnkaup.

Svo margt fleira sem var ekki alveg klárað. Nú er klukkan að verða 1730

sunnudagur, mars 28, 2004

Það var tekið frí frá tölvunni og martröðinni um helgina. Illugaskotta verður með smá kynningu á þjóðfræði og draugum í Ingunnarskóla á morgun, fyrir 10 og 11 ára börn. Það verður gaman. Er búin að útbúa glærur af nokkrum draugum, mæli eindregið með bók Skúla Gíslasonar, Sagnakver. En þar eru hinar fínustu teikningar af hinum ýmsu fyrirbærum úr íslenskum menningararfi.

Fór í Þjóðarbókhlöðuna í dag, og viti menn , þar var hann Funi galdraköttur. Hann lá við innganginn á hitaristinni og með sólina skínandi á feldinn sinn. Tók mynd af honum og hann brosti fínt, eins og hinn besti herraköttur.

Illugaskotta hefur einnig verið mikið í því að skoða upp í kjaftinn á sér,,önnur frammtönnin er að fara fram fyrir hina,,hin mesta kvöl og pína að horfa upp á þetta, og fattaði í dag, afhverju þetta er að gerast. Er alltaf að ýta tungunni í augntönnina sem ýtir svo á framtönnina. Þessum kjæk verð ég að hætta. Réðst svo með sandpappír á yfirborðsskemmd, ætlaði að pússa hana í burtu. Þetta er lítill brúnn blettur, en það gekk ekkert. Sem þýðir að hann Gunnar Guðni tannlæknir fær bráðum heimsókn frá draugnum.

Færslan þar sem ég talaði um baktal og illt umtal og allt það var leiðinleg, en varð að skrifa þetta og þá fer það úr hausnum á mér. Nú líður draugnum miklu betur og er með hreinann haus. Er samt ekki enn þá búin að ákveða neitt með sumarvinnu eða vinnu almennt. Langar að vinna eins og brjálæðingur í sumar og fram á haustið. Er orðin jarðar óðari en áður, og hef alveg gríðalega góða hugmynd um það hvað ég vil gera á jörðinni minni.


Það snjóar nú í borginni af og til, heilinn er svolítið krumpaður eftir rauðvínsdrykkju í gær,,,en það er ágætt af og til. Fannar bróðir kemur í bæinn í kvöld, krummi krunkar úti og allt gengur vel.