laugardagur, nóvember 01, 2003

Sól og frost.

Illugskotta var að vakna klukkan 13:00. Gott partý í gærkveldi og enn þá betri tími í keilusalnum. Kúlurnar sem við vorum að nota eru á sömu stærð og kúluvarpskúlur...hef aldrei verið góð í keilu en finnst þetta alveg ægilega skemmtilegur leikur. Vantaði bara Röggu þarna með sína keilutækni sem er mjög svo góð.

Þreyttur dagur myndi ég segja en ætla út í göngutúr í þessu frábæra veðri. Það eru dýfingar í sjónvarpinu, Rússarnir eru að rústa þessu, glæsilegt hjá þeim.

Sá á Mbl.is að Grímur Gíslason væri hættur með veðurathuganir heima, það er missir af því hann var svona einn af þessum föstu punktum í útvarpinu.

Hotmailið mitt er fullt, hef verið að geyma bréf sem mér finnast góð, en ekki pláss lengur þar. Þannig ekki vera hissa, ef þið fáið póst til baka. Ég er að fara taka til...föstudagur, október 31, 2003

Úrilliska er eitthvað sem á ekki að vera á bloggum það er mín skoðun,,,afsakið mína úrillsku.

En Siggi Atla og ég vorum að tala saman áðan á netinu og vitið þið hvað!!!'''''''

Jón Jónsson af Steinadal á Ströndum er í Morgunblaðinu í dag, hann er í Sigmund.!!!!!

Þetta er ein sú mesta frægð sem um getur,,,ég er að eipa yfir þessu.

Er einhver þarna úti sem væri til í að klippa hann Sigmund og Jón út fyrir mig??? Því þetta er eigulegur gripur.

Ég er að fara í skólann, í svörtum skóm, svörtu pilsi og svörtum flísjakka og svörtum hermannaskóm,,,ummm,,og röndóttum sokkum sem ná upp að hnjám og svo er ég með þessar risastóru rauðu fléttur fastar við húfuna mína, þessar fléttur ná alveg niður á maga, ég er að reyna að vera Lína Langsokkur en ég lít út eins og nútíma Víkinga kona!!!!

get svo svarið fyrir það, langar ekki út svona en mun samt fara það er matur á eftir og keppni hver sé í flottasta búiningnum. Ég vil ekki vinna.
Afhverju þurfa fyllbyttur alltaf að hafa svona hátt? Hvað kemur fyrir eyrun þegar fólk er drukkið? Ég held barasta að þeir sem eru fullir vilji að allir viti af því, svei mér þá


En góðar vekjaraklukkur þessar klikkuðu fyllibyttur, einhver búin að spila tónlist síðan klukkan 4 í morgun einhvers staðar í í þessu einhverfa húsi.

Farin í sund og þar er gott að hugleiða.

fimmtudagur, október 30, 2003

Hér er síða þar sem þú getur fylgst með ferðum ísbjarna við Svalbarða, þeir eru merktir og gervihnettir fylgjast með þeim.

Áhugavert að sjá hvað þeir fara yfir mikið svæði.

http://www.panda.org/polarbears/
Sit hér í mokkasíum, gerðum úr hreindýraskinni og utan um öklann er kanínu skinn, skór gerðir af indíánum, ætla að kaupa nokkra í viðbót fyrir fótkalda vini mína á klakanum.

Það er frost úti og það snjóar.

Hér í Canödu eru margar sjónvarpsstöðvar svo margar að ég flikka endalaust á milli, þetta eru hlátursþættir, lélegar bíómyndir, enn þá lélegri auglýsingar sem segja þér hvernig þú átt að hugsa og hvað þú átt að kaupa

Svo eru þarna tvær stöðvar sem Illugaskotta horfir mikið á fyrst er að nefna veðurstöðina.

Hún er frábær, þar er farið yfir landið allt, og spár fram í tímann bara fyrir Manitoba fylki og svo inn á milli veður frétta er fræðsla um veður.

T.d afhverju verður til hagl, afhverju eru þrumur og eldingar, og bara allur skrattinn tekinn fyrir. Einnig talað við fólk sem er að gera eitthvað sniðugt. Einn gaur t.d. lét allt heimilið sitt ganga fyrir rafmagni frá sólarrafhlöðum. Já!!! Þvottavélina, og allt draslið. Þetta er sniðugt kerfi. Einnig lærði ég líka fylkin í Canada strax með því að horfa á þessa stöð. Vildi að veðurfréttir heima væru svona skemmtilegar. Eru alltaf með skýjakerfið á fleygiferð þarna um skjáinn.

Seinni stöðin sem er ekki síðri heitir APN. Er stöð Indíána og Inútíta. Þar eru sagnamenn að segja sögur frá gamla tímanum, þar eru sýndar ferðir um skóga, vötna og ísa. Viðtöl, fréttir. Bara allur skrattinn, í gær var til dæmis verið að sýna frá hátíð uppi í Norður Kanada þar sem Inúítarnir búa. Voru að dansa, spila á trommur og syngja. Þetta er staðurinn sem mig langar næst.

Ná í vísunda chilí sem baular og verkefna vinna.

miðvikudagur, október 29, 2003

Bara bid ykkur um ad fara varlega thegar thid erud ad taka ut af visakortinu ykkar, ad taka alltaf midann, troda i vasann. Einhver hefur liklega fundid fra mer visakorts mida....bara vard ad syna ykkur thetta.Erlend 0335241 28.10.2003 STATION TOTAL 17906 4.613,00
Erlend 3462820 28.10.2003 REL.DE FRAZE 3.618,00
Erlend 3466151 28.10.2003 REL.DE FRAZE 9.869,00
Erlend 2800539 28.10.2003 SUPER U MAZE 18.547,00
Erlend 2989621 28.10.2003 INTERMARCHE 24.332,00
Erlend 3808631 28.10.2003 CARREFOURSTATION2300756 4.297,00
Ég fór til Karenar í vinnuna, keyrðum heim. Elduðum indverskann og vegna þess að Karen er kokkur og þannig allt, þá ætla ég að kaupa hjá henni Vísunda chillí til að taka á Halloween Party á föstudaginn, og vera Lína
Langsokkur það verður gaman. Ég ætlaði að baka brauð en það er svo mikið vesen að kaupa allt og koma sér niður í eldhús,,,svona er það að búa á heimavist maður er samt ekki heima hjá sér, skiljið þið,,þannig að vísunda chilli hljómar mjög vel.

Fengum fullt af hugmyndum fyrir hópaverkefnið okkar en hlógum svoldið meir og töluðum enn þá meira um hluti sem koma verkefninu ekki við.

Miðvikdagur, sund og verkefna vinna.

Karen gaf mér bók sem kemur sér vel fyrir lokaverkefnið mitt.
The Golden Bough. A study in Magic and Religion. Þessi bók var gefin út fyrst 1922 en þessi útgáfa er frá árinu 1951 og ég er hæst ánægð með hana. Bækur eru með betri gjöfum sem ég fæ. Hef aldrei getað staðist fallega og áhugaverða bók..just have to get it, matter what. Og gamlar bækur já það er eitthvað við þær líka,,áhugaverðar með fortíð.

Og annað ég er farin að tala ensku svo miklu betur en ég gerði,,bara gerðist allt í einu. Fyrst var ég alltaf að stoppa, reyna að muna orð, fannst ég vera hálfviti að finna ekki orðin, allir að tala á fullu í kringum mannn, en nú bara fljúga þau út úr heilanum og út í loftið. Þetta eru nú meiri galdrarnir.

Ísabella 3 ára stúlka í Damörku, kallar uppáhalds myndina sína "Konung jólanna" hahahha,,,þetta kemur mér til að veltast um af hlátri. En þessi mynd "Lion King" er mynd sem krakkar á þessum aldri gjörsamlega vilja horfa á endalaust.

þriðjudagur, október 28, 2003

Var að tala vð Röggu á netinu, við erum að fara að hittast í Skotlandi um áramótin, ég og hún ásamt því að hitta fullt af skosku liði. Það verður gaman. En get ekkert gert í miðapöntunum vegna þess að ég HEF EKKERT VISA KORT!!!!

Það búa 288 þúsund manns á Íslandi.
Síminn hringdi klukkan 7 í morgun.

"Já sæl þetta er Sigrún frá Visa Island, ég fékk númerið þitt hjá mömmu þinni,,ertu búin að vera að versla eitthvað í Frakklandi?"

"HA! " Illlugskotta fékk stress strauma yfir sig, djöfull og satan, hvað nú...nú hef ég farið yfir á kortinu og allt er sjóðandi heima í bankafærslum sem loga.

Nei,,,,einhver hafði verið að nota númerið mitt, vísa númerið mitt og keypti eitthvað í Frakklandi fyrir 18. þúsund krónur.

Kortinu lokað, ég verð að sækja um nýtt, æji of mikið svona snemma morguns.

"Já við lokum bara kortinu og þú þarft ekkert að hafa áhyggjur, vertu blessuð og afsakið fyrir ónæðið"!

Þetta var nú ekki ónæði,,,góð þjónusta hjá kortinu, en maður lifandi, hef einu sinni notað það til að kaupa á netinu, og allt verður vitlaust.

Nú bara beint í það að skrifa um íslenskar þjóðsögur í dag. Kv Björkin
Ég var búin að verja mig svo vel fyrir vírusum að ég lokaði fyrir út úr tölvunni..

Það bara snjóar og snjóar og Illugaskotta nærist ekki vel í þessu umhverfi, bara svo flatt og grátt og óáhugavert. Já ég veit kvart og væl en stundum er þess þörf. En allt gengur vel annars, syndi mikið og ét hollt og læri mikið.

Lalit annar Indverji sem er vinur minn í skólanum var smyglari áður en hann hóf nám hér við Manitoba Háskóla. Smyglaði rafmagnsvörum frá Nepal til Indlands. Og nú kalla ég hann "Smyglarann". Alltaf þegar ég sé, hann, sko kalla það á hann á íslensku.

mánudagur, október 27, 2003

Snjor uti, slabb og leidindi.

Jocylin vinkona min thurfti ad fara heim til sin, 14 timar hedan, 3 flugvelar. Afi hennar veikur, en thegar hun kemur til baka tha munum vid eta elgskjot. Pabbi hennar veiddi tvo elgi i haust.

sunnudagur, október 26, 2003

Halloween er a fostudaginn. Illugaskottu langar ad vera draugur eda hrafn.

Vid eigum lika ad koma med eitthvad ad borda i skolann, i veisluna. Hugsa um ad reyna ad baka fjallagrasabraud. Er med fjallagros med mer.
Annad er nuna 6 timum a eftir ykkur tharna a eyjunni svortu.
Snjokoma!!! Hringdi i Manju, hann var ad sja og koma vid snjo i fyrsta skipti a aevi sinni i dag.

En kvoldid med folkinu af islensku radstefnunni i gaer var fyndid. Eg for, drekka raudvin og standa upp a endann, blanda gedi og tala um Island og mat og kokur og tonlist, afhverju eg vaeri tharna og afhverju hinir vaeru tharna.

Maturinn finn, og i eftirrett hin fraega Vinarterta!!! Hvad er thetta med thessa vinartertu hun er med frosting a toppnum. Ein konan sagdi ad svona hefdi hun verid gerd a Islandi, en trui thvi vart alltaf verid ad spara sykur og mjol tharna i hormunginni thegar allir fludu Island hingad til Vesturheims thar sem allir gatu ordid rikir.

"Aldrei treysta brefi fra Ameriku" Sjalfstaett folk.

Laxness kallinn vardi einhverjum tima aevi sinnar her i Manitoba, Winnipeg. Thad fretti eg i gaer. Og hann var hrifinn af slettunum og blaa himninum.
En afram med kvoldid i gaer.

Sem sagt sessunautur minn einn var songvarinn sem song islenska songva eins og infaeddur. Svo bad hann okkur um ad syngja med thvi hann byrjadi a thvi ad syngja islenska thjodsonginn. Illugaskotta var ekki i thessum gir, en let tilleidast. Ein konan var svo rammfolsk og laglaus ad thad skar i eyrun...nei ekki syngja meir, stopp, eg aeli, hugsadi eg.

En hun var stollt og fin,,og song meir og meir og meir. Og svo var etid meir en allt of litid drukkid og allir farnir heim klukkan 22'00. Fekk netfong og simanumer og veit nu ekki hverjum eg a ad skrifa fyrst og tala vid hinn og thennan,,,,allt of mikid ad gerast en sit og les godafraedina af eldmodi. Um skopunina sem er spennandi, meira fjor i henni en honum Jesu kallinum.

Songvarinn Jb, hann laerdi allt um smidi Vikingaskipa! En faer enga vinnu vid tha idn,,vinnur vid ad svara i sima a daginn og syngja um kvold og helgar.